Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.2004, Blaðsíða 21

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2004, Blaðsíða 21
I Nýlegur einkarekirm leikskóli í Grindavíkurbæ. Grindvíkingar hyggja á byggingu annars leikskóla á næstunni. Ekkert knýr á um skjóta sameiningu Hallgrímur Bogason, bæjarfulltrúi og bæjarráðsmaður í Grinda- víkurbæ, segir Grindvíkinga vilja fara með gát í sameiningar- málunum. fólki oft ákveÓnar skorður hvað flutning á heimili varðar ef aðeins annar aðilinn á kost á viðunandi starfi í viðkomandi byggðarlagi. Sjómennskan er þannig starf að oft skiptir ekki höfuðmáli hvort menn eiga heima á þeim stöðum sem skipin eru gerð út frá." Hörður segir það ákveðið vandamál í Grindavíkurbæ eins og raunar víðar úti um land. Störf vanti fyrir fólk með menntun og sérhæfingu. „Þótt annar aðilinn eigi kost á góbu starfi dugar það ekki alltaf til að fólk flytji á staðinn ef ekk- ert er fyrir hinn að gera. Þetta er vanda- mál sem getur verið erfitt að leysa á minni stöðum þar sem atvinnulífið er ekki eins fjölbreytt og til dæmis á höfuðborgar- svæðinu." Um 100 bílar til höfuðborgarsvæðisins Talið berst að þeirri íbúafjölgun sem átt hefur sér stað í Grindavíkurbæ að undan- förnu. Hörður segir enga eina skýringu á þeirri þróun. Atvinnulífið hafi haldist stöðugt og húsnæðismálin verið í góðu lagi. Nálægðin við höfuðborgarsvæðið skipti nú orðið umtalsverðu máli því tals- vert sé um að fólk sæki vinnu þangað. Hann nefnir að allt að 100 bílum muni ekið þangað daglega frá Grindavfk vegna atvinnuþátttöku Grindvíkinga. Slíkt hafi heyrt til undantekninga fyrir nokkrum árum, hvað þá áratugum. „Við fórum ekki í neitt sérstakt markaðsátak til þess að fá fólk hingað, heldur bættum við þjónustu okkar við fbúana með markvissum hætti. Til dæmis eiga öll börn 18 mánaða og eldri aðgang að leikskóla. Við fórum einnig út í að dýpka höfnina til þess að hún gæti tekið stærri skip og er Grinda- víkurhöfn nú orðin með betri höfnum landsins. Fólkið hefur komið bæði af höfuðborgarsvæðinu og einnig utan af landi. íbúðaverðið á einhvern þátt í þessu og einnig að við höfum átt nóg af lóðum fyrir nýbyggingar." Hörður segir bjartsýni ríkja á meðal Grindvíkinga nú á afmælis- árinu. Jákvæð þróun hafi átt sér stað að undanförnu og ekkert bendi til annars en að hún muni halda áfram. „Ég skal ekki segja til um hver niðurstaða kosningar um sameiningu Grindavíkur- bæjar við önnur sveitarfélög myndi verða. Þegar við tókum átt í kosningum um sam- einingu sveitarfélaganna á Reykjanesi á sínum tíma þá voru um 90% þeirra sem tóku þátt andvígir henni. Ég veit ekki hvort sjónarmið bæjarbúa hafa breyst en vil leyfa mér að efast um að þau sinnaskipti hafi átt sér stað að sameining yrði sam- þykkt," segir Hallgrímur Bogason, bæjar- fulltrúi og bæjarráðsmaður í Grindavíkur- bæ. Samstarf er af hinu góða Hallgrímur segir að Grindavíkurbær njóti að sínum dómi nokkurrar sérstöðu á með- al sveitarfélaganna á Reykjanesi. Bærinn sé eina sveitarfélagið að sunnanverðu á Nesinu og í nokkurri fjarlægð frá sveitarfé- lögunum að norðan og vestan. Grindavík sé eins konar útnári sem tengist ekki öðr- um byggðum með beinum hætti og sam- skipti því almennt lítil. Hallgrímur segir stöðu Grindavíkurbæjar einnig góða og rekstur bæjarfélagsins því ekki knýja á um sameiningu. „Við erum vaxandi sveitarfé- lag og getum með góðu móti stærðarinnar vegna tekið við fleiri verkefnum. Við eig- um einnig í talsverðu samstarfi við önnur sveitarfélög á Reykjanesi í gegnum Samtök sveitarfélaga á Suðurnesjum sem ég tel af hinu góða," segir Hallgrímur og nefnir sorpeyðingu sem dæmi um mjögjákvætt samstarf. Sameining við Ölfus gæti verið kostur Hallgrímur segir að menn geti einnig velt því fyrir sér með hverjum Grindavíkurbær myndi helst eiga samleið komi til samein- ingar við önnur sveitarfélög. „Þar er að mínum dómi um þrjá möguleika að ræða. Óbreytt ástand, sameiningu við Reykja- nesbæ eða sveitarfélögin á Reykjanesi í einni heild auk þess sem hugsa mætti sér sameiningu við Sveitarfélagið Ölfus." Hallgrímur segir að með tilkomu Suður- strandarvegar og þar með beinu vegasam- bandi á milli Þorlákshafnar og Grindavík- ur skapist grundvöllur meiri og nánari samskipta en verið hafi. „Grindavíkurbær og Þorlákshöfn eru um margt sambærileg byggðarlög þar sem atvinnulífið byggist að miklu leyti á sjávarútvegi. Ég sé fyrir mér að þau geti átt ýmislegt sameiginlegt. Að vísu er um meiri vegalengd að ræða og svona mál yrði að skoða í mjög víðu sam- hengi. Ný kjördæmaskipan getur einnig opnað einhverja möguleika þar sem Reykjanes og Suðurland eru nú í sama kjördæminu." Hallgrímur kveðst ekki halda þessu fram sem skoðun sinni heldur aðeins vera að viðra mismunandi hugmyndir og möguleika í þessum málum. Grindvíkingar muni ekki almennt áhugasamir um sam- einingu við önnur sveitarfélög á þessari stundu. „Ég tel að við eigum að fara með gát í þessum málum. Ég sé ekki í hverju hagræðingin væri fólgin fyrir okkur." SFS TÖLVUMIÐLUN www.tm.is 21

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.