Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.2004, Blaðsíða 22

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2004, Blaðsíða 22
Viðtal mánaðarins Samgöngumálin brenna á okkur Birna Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar í ísafjarðarbæ, segir samgöngumálin brenna á Vestfirðingum enda séu góðar samgöngur ein af forsendum þess að vel takist til við uppbyggingu Vestfjarða. Vega- kerfið í fjórðungnum sé enn langt á eftir öðrum landshlutum þótt stórir áfangar í vegabótum hafi náðst á allra síðustu árum. Birna Lárusdóttir hefur reynst ötull tals- maður Vestfjarða eftir að hún hóf afskipti af sveitarstjórnarmálum vestra. Birna er Reykvíkingur, ættuð úr Háaleitishverfinu, en fluttisttil ísafjarðar eftir að hafa lokið háskólanámi í Bandaríkjunum. I tvö ár starfaði hún sem fréttamaður á Svæðisút- varpi Vestfjarða en þá lá leiðin til Noregs þaðan sem rödd hennar varð lands- mönnum kunn sem fréttaritari Utvarps. Eftir heimkomuna bjó hún um skeið á Þingeyri við Dýrafjörð ásamt sambýlis- manni sínum og þar var henni boðið að taka sæti á lista sjálfstæðismanna við sveitarstjórnarkosningarnar í Isafjarðar- bæ vorið 1998. Birna kveðst aldrei hafa leitt hugann að þátttöku í stjórnmálum áður en kom að þessum tímamótum í lífi hennar. Örlagaríkt spor „Mér líkaði vel sú stefna sem sjálfstæðis- menn í bæjarstjórn höfðu unnið eftir á því kjörtímabili sem var þá að Ijúka og ég var þeim sammála í veigamiklu máli sem tengdist uppbyggingu Grunnskólans á ísafirði. Hugmyndafræði Sjálfstæðis- flokksins er mér að skapi og því var það að ég ákvað að slást í hóp með sjálfstæðismönnum um framboð til bæjarstjórnar þegar eftir því var leitað." Undirbúningur framboðsins gekk hratt fyrir sig. Margt gerðist á stuttum tíma og þegar úrslit kosninganna lágu fyrir var Birna orðin oddviti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn ísa- fjarðarbæjar. „Þetta var örlagaríkt spor sem ég steig á vordögum 1998 og ég er hér enn." Birna Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar ísafjarðarbæjar. Á við háskólapróf Birna kveðst hafa tekið ákvörðunina um að gefa kost á sér til setu í bæjarstjórn með hugarfari námsmannsins. Störf að sveitarstjórnarmálum myndu verða lærdómsrík. Hún segist ekki hafa farið villur vegar í því efni og reynsla sín af fyrsta kjörtímabilinu í bæjarstjórn hafi fyllilega jafnast á við háskólapróf. „Sveitarstjórnarmálin eru fjöl- breytt. Þar er komið víða við og verkefnin bæði mörg og oft flók- „Mér finnst skjóta skökku við að á meðan opinber- um störfum fjölgar umtalsvert á landinu í heild þá fækkar þeim stöðugt á okkar svæði." in. Þau eru ekki alltaf skemmtileg en þegar maður sér árangur af því sem maður er að vinna að þá er gaman að vera í pólitík." Birna segir að sveitarstjórnarstarfið hafi strax lagst vel í sig og reynslan af búsetu erlendis hafi nýst sér vel. „Eg sá fljótt hversu Islendingar búa í raun vel í samanburði við þau lönd þar sem ég þekki til þegar stjórnsýslan er annars vegar. Nálægðin við hið opinbera er miklu meiri hér sökum smæðar samfé- lagsins. Þótt manni finnist að hlutirnir mættu oft ganga hraðar fyrir sig þá er stjórnkerfi okkar á margan hátt einfalt. í Bandaríkjunum og í Noregi eru til dæmis þrjú stjórnsýslustig og það fyrir- komulag get ég á engan hátt séð fyrir mér hér á landi." Nauðsyn háskólakennslu Þótt hefðbundin verkefni sveitarfélaga séu hin sömu hvarvetna um landið þá eru áherslur sveitarstjórnarmanna með ýmsu móti og taka oft mið af þeim að- stæðum sem eru á hverjum stað og tíma. Birna Lárusdóttir segir einkum tvennt brenna á íbúum ísafjarðarbæjar og raunar öllum Vestfirð- ingum. Annars vegar atvinnu- og menntamálin og svo þarfnist samgöngumálin skjótrar úrlausnar. Hún segir umræðuna um upp- byggingu háskólanáms vera í deiglunni vestra og afar brýnt að koma háskóla á fót á ísafirði. Á annað hundrað einstaklingar bú- settir á Vestfjörðum séu í fjarnámi á háskólastigi og það sýni glöggt þörfina fyrir staðbundið nám. Nýlega hafi verið haldin ráðstefna á Isafirði þar sem ræddir voru þeir möguleikar sem eru fyrir hendi við upp- byggingu háskólanámsins í fjórðungnum. „Að sjáifsögðu sýnist sitt hverjum um hvaða útfærslur á háskóla séu skyn- samlegastar. Menn eru hins vegar sammála um nauðsyn þess að byggja upp sjálfstæða stofnun í héraði sem verði stjórnað af heimamönnum í stað þess að vera útibú frá öðrum háskólum. Það er grundvallaratriði." 22 tölvumiðlun H-Laun

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.