Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.2004, Blaðsíða 23

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2004, Blaðsíða 23
Engar töfralausnir Þegar atvinnumálin eru annars vegar segir Birna Vestfirðinga hafa bent á ýmsa möguleika til uppbyggingar atvinnulífs í fjórðungn- um og fráleitt sé að halda því fram að þeir kalli eftir einhverjum töfralausnum annars staðar frá. „Við teljum okkur hafa ýmsar lausnir í farteskinu og einungis þurfi fulltingi ríkisvaldsins til þess að hrinda þeim í framkvæmd. Mér finnst skjóta skökku við að á meðan opinberum störfum fjölgar umtalsvert á landinu í heild þá fækkar þeim stöðugt á okkar svæði. Þótt ég sé ekki fylgjandi op- inberri útþenslu né fjölgun opinberra starfa almennt séð, þá tel ég engu að síður ófært að landsbyggðin sitji ekki við sama borð og höfuðborgarsvæðið á meðan þróunin er í þessa átt." Birna segir að þótt nokkuð sé deilt um tölur í þessu sambandi þá muni opinberum störfum hafa fjölgað um allt að 1.300 á landinu á ár- unum 2000 til 2002. „Frá þessum tíma hefur opinberum störfum hins vegar fækkað um að minnsta kosti 20 til 30, bara í Isafjarðarbæ. Þá þróun getum við ekki sætt okkur við. I Nor- egi hafa stjórnmálamenn haft bein í nefinu til að dreifa opin- berri stjórnsýslu vítt og breitt um landið með allgóðum árangri. Vissulega hefur gætt tregðu innan embættismannakerfisins þar líkt og hér en pólitíkin hefur ekki látið stjórnast af slíku tregðulögmáli. Aftur á móti hefur mér þótt sem íslensk stjórnvöld séu rög við að beita pólitísku afli í þeim tilgangi að leyfa fleiri landsvæðum en höfuðborgarsvæðinu að njóta góðs af efnahagslegum margfeldisáhrifum opinberrar stjórnsýslu." án bundins slitlags og einbreiðar brýr eru víða. Ástandið er verst á sunnanverðum Vestfjörðum en einnig víða á leiðinni frá ísafirði að hringveginum. Við verðum að átta okkur á að nú er árið 2004 og ekki hægt að líða lengur að einn landshluti sitji eftir hvað samgöngumálin varðar. Vestfjarðagöngin á milli Isafjarðar, Flat- eyrar og Suðureyrar voru gríðarleg samgöngubót á sínum tíma. Þau gerðu sameiningu sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum mögulega og sýna í hnotskurn áhrifamátt slíkra samgöngumann- virkja." Birna segir málum svo háttað að á meðan Vestfirðingar séu að berjast fyrir slitlagi á aðalvegakerfi sitt sé verið að framkvæma annan og jafnvel þriðja valkost á milli staða í öðrum landshlut- um. Auðvitað setjum við, sem erum að berjast fyrir því að grunn- leiðirnar í fjórðungnum verði almennilega ökufærar allt árið, spurningarmerki við slíkar framkvæmdir og spyrjum hvað ráði forgangsröðinni." I „Menn eru sammála um nauðsyn þess að byggja upp sjálfstæða stofnun í héraði sem verði stjórnað af heimamönnum."_____________________________ Átaks er þörf Sjá Vestfirðingar þá ekkert Ijós í þessum málum og hafa til- ---------------------------------------------- finningu fyrir því að þeir verði að aka á ófullkomnum vegum um langa framtíð? Birna tekur ekki undir svo mikla svartsýni. „Ég vil taka það fram að stjórnvöld hafa síðustu ár tekið ákvarðanir um aukið fé til vegamála á Vestfjörðum og ríkisstjórnin eyrna- merkti á síðasta ári einn milljarð króna til vegaframkvæmda í landshlutanum. Þá fjárveitingu ber að þakka. Hún er viðurkenn- ing á því að við rekum lestina í þessum efnum og stjórnvöld hafa Verða að hafa bein í nefinu „f þessu sambandi er rétt að minna á stefnu ríkisvaldsins og Sambands íslenskra sveitarfé- laga um uppbyggingu þriggja byggða- og þjónustukjarna á landsbyggðinni; á Akureyri, Mið-Austurlandi og á ísafirði. Þótt Vestfirðir hafi gleymst í upphaflegri byggðaáætlun rík- isstjórnarinnar tóku Vestfirðingar sig til og sömdu sína eigin byggðaáætlun og þar er að finna margar af þeim hugmyndum og tillög- um sem við höfum kynnt ítengslum við upp- byggingu Vestfjarða." Birna segir fullkomlega eðlilegt að horfa til byggðakjarnastefnunnar þegar verið sé að skapa störf í opinberri þjón- ustu. Mannskapur og húsnæði séu fyrir hendi auk allrar tækni þannig að ekkert eigi að vera mönnum að vanbúnaði annað en að teknar verði pólitískar ákvarðanir um framkvæmd- ina. „Menn verða bara að hafa bein í nefinu til þess." Samgöngumálin brenna á okkur „Bættar samgöngur eru ær og kýr Vestfirðinga þessa dagana," segir Birna. „Vestfirðir eru langt á eftir öðrum landshlutum í uppbygg- ingu aðalvegakerfisins. Stór hluti þess er enn NPK Vftm BOART \sf LONGYEAR KENNAMETAL DAEWOO LYFTARAR FLEYGAR - KRABBAR KLIPPUR O.FL. RORRÚNAÐUR RLÖÐ OG FRÆSITENNUR N0TAÐIR LYFTARAR A IAGER - UIÐGERÐARÞJONUSTA VARAHLUTIR í FLESTAR GERÐIR LYFTARA FJAÐRIR 0G LOFTPÚÐAR í UÖRUBÍLA, SENDIBÍIA 0G JEPPA v*g ELDSHOFÐA 10 110 REYKJAUIK SIMAR 585 2500 OG 567 8757 23

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.