Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.2004, Side 24

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2004, Side 24
Vestfirðir - vegakerfi Saragðo gun«fnd lsaf>e*t>air,a'-jUí2001 Flokknn veaakerfisins ----------- Slc'nvtj» landsvegk Skýrlngar á láknum > ..... Vestfjaroahnrgur skv ;i cgun nerr.darirr.ar mmmmmmmmmm Uogulnkaf a frc«an styfjngu *<ea Kort Vegagerðarirmar sem sýnir hringleið um Vestfirði sem Birna ræðir um í viðtalinu. skilning á því. Engu að síður tel ég að það verði að hefja sérstakt átak í vegamálum fjórðungsins til þess að Vestfirðingar standi jafnfætis öðrum landshlutum. Það yrðu líka skynsamlegar mót- vægisaðgerðir við þensluna á Austurlandi. Samgöngubætur hér yrðu ekki einungis íbúum fjórðungsins til framdráttar heldur öll- um þeim fjölda íslendinga og útlendinga sem eiga eftir að sækja Vestfirði heim í framtíðinni. Betra vegakerfi nýtist okkur öllum og sem dæmi um það voru Hvalfjarðargöng gríðarleg samgöngubót fyrir Vestfirðinga - sem og landsmenn alla." Birna segir að samdráttur í strandsiglingum á undanförnum árum knýi enn fastar á um vegaframkvæmdir í fjórðungnum þar sem nær allir vöruflutningar til og frá Vestfjörðum fari nú eftir þjóðvegunum sem séu alls ekki gerðir fyrir slíka umferð. „Vega- kerfið á Vestfjörðum er farið að vinna gegn atvinnulífinu í fjórð- ungnum og úr því verður að bæta." Samstaða um forgangsröðun er lykilatriði Grunnhugmynd Vestfirðinga í vegamálum felst í stefnumótun í samgöngumálum, sem samþykkt var á þingi Fjórðungssambands Vestfirðinga 1997 og gerði ráð fyrir því að byggður yrði upp hringvegur um Vestfirði -Vest- fjarðahringurinn. „Mín skoðun er sú að þessar vegabætur eigi að vera forgangsverkefni stjórnvalda, fyrst og fremst vegna þess að hér er ekki um að ræða annan eða þriðja val- kost í samgöngum heldur er verið að byggja upp grunnvegakerfi sem tengja myndi landshlutann saman sem heild, auk þess að tryggja samgöngur við aðra hluta af þjóðvegakerfi landsins." Fjórðungssamband Vestfirðinga setti nýverið af stað starfshóp um samgöngumál til þess að endurskoða stefnumótunina frá Fjórðungsþinginu 1997. Birna er formaður hópsins sem þegar er tekinn til starfa og á að skila tillögum fyrir 1. júlí næstkomandi. „Ólíkt því sem var '97 munum við fjalla um alla fjóra þætti sam- gangna, það er flug, hafnir, fjarskipti og loks vegamál, sem taka nú alltaf drýgstan tímann þótt við séum líka í auknum mæli að leggja áherslu á örugg fjarskipti, sambærileg við aðra landshluta. f mínum huga er algjört lykilatriði að vestfirskir sveitarstjórnar- menn standi saman um að knýja fram samgöngubætur í sam- ræmi við forgangsröðun framkvæmda sem er unnin af heima- mönnum." Þrír sterkir byggðarkjarnar utan höfuðborgarsvæðisins „Ef vilji manna stendur til þess að efla byggð á Vestfjörðum þá eru samgöngubætur ein meginforsenda þess," segir Birna og vísar í nýútkomna skýrslu máli sínu til stuðnings. „í skýrslunni, sem Hagfræðistofnun Háskóla íslands og Byggðarannsóknastofnun unnu fyrir Iðnaðarráðuneytið á liðnu ári (Fólk og fyrirtæki - um búsetu og starfsskilyrði á landsbyggðinni), er gengið út frá því að á íslandi myndist þrír sterkir og sjálfbærir byggðakjarnar til við- bótar höfuðborgarsvæðinu. Þar kemur fram að kenningum hag- fræðinnar og félagsfræðinnar beri saman um að samgöngubætur efli atvinnu og þjónustu innan landsfjórðunga. í Ijósi þess leggja skýrsluhöfundar til að þegar verið sé að forgangsraða framkvæmdum f samgöngu- kerfinu sé sérstaklega litið til þess að hafa áhrif á stærð at- vinnu- og þjónustusvæða. Þetta er einmitt okkar málflutningur í hnotskurn. Við erum ennþá aftur í forneskju í vegamálunum ef við berum okkur saman við aðra landshluta en við teljum að við náum vopnum okkar á ný ef stefna stjórnvalda um byggðakjarna nær fram að ganga." „Vegakerfið á Vestfjörðum er farið að vinna gegn atvinnulífinu í fjórðungnum og úr því verður að bæta." 24 tölvumiðlun H-Laun www.tm.is

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.