Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.2004, Qupperneq 25

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2004, Qupperneq 25
Fréttir Fækka þarf norskum sveitarfélögum verulega Erna Solberg ráðherra sveitarstjórnarmála í Noregi segir að það séu allt of mörg sveit- arfélög á leiðinni til Gardemoen og á þar við leiðina frá Osló til flugvallarins norður af borginni. Erna telur að sameina þurfi sveitarfélög í Noregi og þá ekki síst í ná- grenni stærri borga og bæja þar sem sam- starf sé þegar mikið og um sameiginleg at- vinnu- og íbúasvæði að ræða. Hún telur að fækka þurfi sveitarfélögum í landinu niður í 100-1 50. Auk byggðanna f kringum Osló bendir Erna á byggðirnar í kringum Kristiansand og Stavanger, Tönsberg og Sandefjord og einnig Bergen þar sem nauðsynlegt sé að sameina sveitarfélög. Erna telur nauðsyn- legt að sveitarfélögin í kringum stærri bæ- ina telji allt að 30-40 þúsund íbúa. Sú stjórnardeild í norska stjórnarráðinu sem hefur með málefni sveitarfélaga að gera og samband sveitarfélaga í Noregi, KS, hafa nú hafið samstarf um hugmyndir að sameiningu norskra sveitarfélaga. Erna Solberg leggur áherslu á að sveitarfélögin gangi sjálfviljug til sameiningar en takist það ekki komi til umræðu hugmynd um svokölluð A og B sveitarfélög. Það eru tvær gerðir sveitarfélaga sem hafa mis- munandi hlutverkum að gegna og miðast við stærðir þeirra. Hún neitar þó ekki að Stórþingið verði að taka málið til með- ferðar og þvinga sveitarfélög til samein- ingar gerist ekkert með öðrum hætti. Byggt á Aftenposten Sveitarfélögum í Danmörku fækkað um tvo þriðju Gert er ráð fyrir að 94 sveitarfélög verði í Danmörku að loknum breytingum sem nú er unnið að á skipan sveitarfélaga í land- inu. Sveitarfélögunum fækkar þá um tvo þriðju frá því sem nú er en í dag eru 217 sveitarfélög í Danmörku og 128 þeirra eru með færri en 10 þúsund fbúa. Hugmyndir að nýrri skipan sveitarfé- laga byggjast á því að stærri þéttbýI isstað- irnir myndi kjarna sveitarfélaganna og að íbúafjöldi þeirra verði á bilinu 30-80 þús- und. Gengið er út frá því að eftir samein- inguna verði 42 sveitarfélög á Jótlandi, um 40 á Sjálandi og dönsku eyjunum og 10 eða 11 sveitarfélög á Fjóni auk sveitarfé- lags á Borgundarhólmi. Nokkuð er deilt um hversu langt eigi að ganga í samein- ingarmálunum og hafa einnig komið fram hugmyndir um minni sveitarfélög með á bilinu 20-30 þúsund íbúa. Ástæður sam- einingarhugmyndanna eru einkum endur- skipulagning á stjórnsýslunni sem miðar að því að gera ömtin og sveitarfélögin öfl- ugri til þess að taka við fleiri viðfangsefn- um og efla þjónustu þeirra. Danska stjórn- kerfið byggir á þremur stjórnsýslustigum þar sem ömtin eru mi11istjórnsýslustig með ákveðin verkefni. Nokkuð hefur verið rætt um að leggja þau alveg niður en flest bendir til þess að samkomulag verði um að fækka þeim í takt við breytingar á sveitarfélagakerfinu. Byggt á Jyllands Posten Úthlutað úr þróunarsjóðum grunn- og leikskólanna Grunnskólarnir í Húnavatnssýslum; Grunnskóli Húnaþings vestra, Grunnskól- inn á Blönduósi, Höfðaskóli og Húna- vallaskóli, hlutu sameiginlega hæstu út- hlutun úr Þróunarsjóði grunnskóla fyrir árið 2004. Úthlutunin er að upphæð ein milljón króna og hlutu skólarnir styrkinn til verkefnisins „Læsi, lesskilningur og orðaforði. Þróun kennsluhátta í hún- vetnskum skólum." Snælandsskóli í Kópavogi hlaut 700 þúsund krónur í styrk til verkefnisins „Davis, náms- og lestrartækni í íslenskum grunnskólum." Alls hlutu 33 styrk að þessu sinni, skól- ar og einstök verkefni innan grunnskólans, samtals að upphæð 12,1 milljón króna. Styrkupphæðir eru á bilinu 200 þúsund upp í eina milljón króna. Hæstu styrki úr Þróunarsjóði leikskóla hlutu leikskólinn Iðavöllur á Akureyri vegna verkefnisins „Bifröst - brú milli heima" og Hildur Skarphéðinsdóttir vegna verkefnisins „Litlu manneskjurnar í leik- skólunum", 500 þúsund krónur hvor. Samtals var úthlutað 2,7 milljónum króna úr sjóðnum til tíu verkefna. » Hvað eiga Foo Fighters & Leikskólinn Barónsborg SFS TÖLVUMIÐLUN www.tm.is 25

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.