Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.2004, Blaðsíða 26

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2004, Blaðsíða 26
Umhverfisfræðsluráð Sýning á Degi umhverfisins Umhverfisfræðsla stefnir að umhverfismennt sem gefur okkur þekkingu, skilning og dómgreind sem gerir okkur kleift að lifa í sátt við náttúruna og byggja upp sjálfbært samfélag. Steinunn Guðna- dóttir, fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga í Umhverfisfræðsluráði umhverfisráðu- neytisins, skrifar. Umhverfisfræðsluráð stóð fyrir sýningu í tilefni af Degi umhverfisins 25.apríl, helg- ina 24.-25.apríl, þar sem fyrirtækjum og fleirum stóð til boða að sýna ýmis konar umhverfisvæna vöru og þjónustu, eða kynna starf sitt í umhverfismálum á annan hátt. Með þessu vonast Umhverfisfræðslu- ráð til þess að efla áhuga neytenda á að skipta við vistvæn fyrirtæki og láta sig um- hverfissjónarmið varða í innkaupum og daglegu lífi. Styrktaraðilar ráðstefnunnar voru Alcan á íslandi, Árvakur hf., útgáfufélag Morgun- blaðsins, Hópbílar hf., Orkuveita Reykja- víkur, Prentsmiðjan hjá Guðjóni Ó hf., Sorpa bs. og umhverfisráðuneytið. Samráðsvettvangur um umhverfisfræðslu Umhverfisfræðsluráð er samráðsvettvang- ur um umhverfisfræðslu fyrir almenning. Ráðið er skipað af umhverfisráðherra til þriggja ára í senn. Ráðið var fyrst skipað árið 1998 og endurskipað 2001. Það er skipað fulltrúum frá umhverfisráðuneyt- inu, menntamálaráðuneytinu, Alþýðusam- bandi íslands, Samtökum atvinnulífsins, frjálsum félagasamtökum á sviði umhverf- ismála, Námsgagnastofnun, Neytenda- samtökunum, Kennaraháskóla Islands og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Markmið ráðsins er að vekja vitund al- mennings um umhverfi sitt, gildi þess og góðrar umgengni um það og fræða al- menning um hvernig skuli umgangast um- hverfið með tilliti til sjálfbærrar þróunar. Hlutverk ráðsins er víðtækt, en það hefur Steinunn Cuðnadóttir, bæjaríulltrúi i Hafnarfirði. takmörkuð fjárráð og engan starfsmann. Að þeim forsendum gefnum hefur ráðið fremur viljað vinna að fáum afmörkuðum verkefnum, en að dreifa kröftunum um of. Umhverfisfræðsluráðið hefur staðið fyr- ir eftirtöldum ráðstefnum: Lykill að sjálf- bærri þróun, Að nema af náttúrunni, Um- hverfismennt fyrir alla, Leikskólinn grunn- urinn að umhverfismennt. Allar rástefnur ráðsins hafa verið mjög vel sóttar, sem sýnir að mikill áhugi er á málefninu. Umhverfisvefur Ráðið stóð að könnun á umhverfismennt í framhaldsskólum í samstarfi við Samlíf. Skólarnir sem svöruðu eru að kenna um- hverfismennt og eru í tengslum við aðila utan skólans. Hægt er að finna umhverfis- stefnu á heimasíðum sjö framhaldsskóla. Umhverfisvefurinn umvefur.is var settur á fót af hálfu umhverfisfræðsluráðsins og hefur verið betrumbættur. Þá var gerður samningur við Vísindavef Háskóla íslands um gerð efnis með spurningum og svörum um umhverfismál sem birtist á Umhverf- isvefnum. Vefurinn er hýstur hjá Umhverf- isstofnun. Eftirfarandi vefir eru hýstir undir merki Umhverfisvefsins: Tengslasafn, sem hefur að geyma efnisflokkaðar tengingar við yfir 200 íslenska vefi um umhverfis- mál. Orðasafn, útskýringar á hugtökum og orðum um umhverfismál. Safnavefur, sem er ftarleg skrá yfir söfn um náttúrufræði og atvinnuhætti á Islandi. Einnig er að finna á vefnum nokkrar lykilslóðir: idan.is - at- vinnulíf og umhverfi, Staðardagskrá 21, ís- lensk umhverfissamtök, umhverfisráðu- neytið; menntamálaráðuneytið, solskin.is - vefur um náttúrufræði. Þá er einnig að finna á vefnum umfjöll- un um ráðstefnur umhverfisfræðsluráðs. Nú vinnur umhverfisfræðsluráð að því að safna saman þeim fyrirtækjum á land- inu sem á einhvern hátt sinna umhverfis- málum. Verður sá fyrirtækjavefur síðan settur undir umvefur.is, en staðið var að söfnun á vefinn og hann jafnframt kynntur íSmáralind á sýningunni 24.-25. apríl sl. í Smáralind. Umhverfisfræðsla stefnir að umhverfis- mennt sem gefur okkur þekkingu, skilning og dómgreind sem gerir okkur kleift að lifa í sátt við náttúruna og byggja upp sjálfbært samfélag. Umhverfisfræðsluráð og fulltrúar stofn- ana þess er tilbúið til þess að skoða allar góðar hugmyndir að samstarfsverkefnum og hvetur til þess að hafa samband við formann ráðsins Ingibjörgu Ólafsdóttur, starfsmann hjá umhverfisráðuneytinu. Allar nánari upplýsingar um um- hverfisfræðsluráð er að finna á heimasíðu umhverfisráðuneytisins. 26

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.