Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.2004, Side 27

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2004, Side 27
Með í ráðum Samráðsaðferðir í kjölfar aukinnar áherslu á þátttöku al- mennings í stefnumótun og ákvarðanatöku hafa margar leiðir verið þróaðar til að efla og auðvelda þátttöku íbúa og annarra hagsmunaaðila. Mikið hefur verið skrifað um hugmyndafræðina sem býr að baki þátttöku almennings auk þess sem tals- verð umræða hefur átt sér stað um aðferð- ir. Samráð við íbúa eða aðra hagsmuna- aðila krefst þarfagreiningar og góðs skipu- lags. Creina þarf markmið samráðsins og hverjir hagsmunaaðilar eru. Ýmsar þátt- tökuaðferðir eru tii og geta einstakar að- ferðir hentað tilteknum verkefnum betur en aðrar. Að sama skapi þarf að meta hvort og þá hvernig mismunandi aðferðir eru notaðar saman. Hér þarf að hafa í huga þann grundvallarmun sem er á því að kynna fólki niðurstöður eða að gefa því kost á að taka virkan þátt í mótun áður en ákvarðanir eru teknar. Val á aðferðum getur skipt sköpum um árangur af samráði. í stað þess að velja aðferðir út frá því hvernig þær eru, er best að byrja á að skilgreina hverju þær geta skilað. Taka þarf mið af því hvar í ferli hvers málefnis haft er samráð og þar af leiðandi geta mismunandi aðferðir hentað á mismunandi tímum fyrir ólíka hópa. Notkun tiltekinna aðferða getur kallað á þjálfun stjórnenda og starfsmanna. Þrátt fyrir að sýnt hafi verið fram á að aukin þátttaka almennings í skipulagi og stefnumótun skili góðum ávinningi er þó margt sem hafa þarf í huga. Sem dæmi um hindranir sem upp geta komið er að fólk veit ekki hvaða tækifæri það hefur til þátttöku, því finnst það ekki vita nóg um málið til að taka þátt, þorir ekki að taka þátt eða hefur ekki áhuga vegna þess að því finnst líklegt að örfáir framfærnir ein- staklingar verði ráðandi í umræðunni. Síð- ast en ekki síst er það einfaldlega áhuga- leysi sem veldur því að fólk vill ekki taka þátt. Eitt helsta markmið þátttökuaðferða er að yfirvinna þessar hindranir og aðrar sem standa í vegi fyrir almennri og víðtækri þátttöku. Segja má að góðar samráðsað- ferðir einkennist af því að vera hluti af Sigurborg Kr. Hannesdóttir, verkefnisstjóri hjá Alta. Hildur Kristjáns- dóttir, ráðgjafi hjá Alta. skýru og opnu ferli og að þær hvetji til samræðu, rökræðna og samstarfs. Umfram allt þarf að tryggja að umræður séu mál- efnalegar og opnar og að þær þátttökuað- ferðir sem notaðar eru séu aðgengilegar öllum þjóðfélagshópum og að jöfn þátt- taka sé tryggð með sem bestu móti. Breið þátttaka almennings og góðar og skilvirkar samráðsaðferðir eru grundvöllur- inn að góðum árangri af samráði. Lykilat- riði er síðan hvernig unnið er úr þeim efniviði sem samráðið gefur og hversu mikið ráðandi aðilar gera með niðurstöð- urnar. Tilgangurinn er ekki aðeins sá að hafa samráð, samráðsins vegna, heldur að geta horft á niðurstöðurnar í þeirri vissu að vegna samráðsins hafi náðst sátt og ár- angur sem ella hefði ekki fengist. Ekki taka áhættu með sumarstarfsmanninn allt fyrir öryggiö Skeifan 3, Sími 588 5080 www.dynjandi.is I 50 ár hefur Dynjandi sérhaeft sig i að kynna og útvega viðurkenndan vinnufatnað, öryggisbúnað og persónuhlífar fyrir starfsfólk í íslensku atvinnulífi. Komdu við og kynntu þér málið eða kíktu við á heimasiðu okkar www.dynjandi.is 27

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.