Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.2004, Side 29

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2004, Side 29
Sameining þessara sveitarfélaga einfaldar og auðveldar engu að síður alla stjórn- sýslu." Helga segir Hvítársíðuhrepp og Skorradalshrepp hafa átt aðiid að margvís- legu samstarfi þótt þeir hafi staðið utan sameiningarmála í héraðinu til þessa. Ibú- ar í Hvítársíðuhreppi hafi ekki viljað sam- einast öðru hvoru sveitarfélaganna, Borg- arbyggð eða Borgarfjarðarsveit, en látið í Ijósi áhuga á að taka þátt í sameiningu stærra svæðis. Skorradalshreppur sé hins vegar að koma að þessu verkefni í fyrsta skipti. Einstök háskólauppbygging Helga segir að með þessari sameiningu skapist sveitarfélag með á hátt á fjórða þúsund íbúa og því verði um öfluga ein- ingu að ræða. Slíkt sveitarfélag verður mun betur í stakk búið til þess að taka við ýmsum verkefnum og einnig að beita sér út á við fyrir samfélagið. „Efling sveitar- stjórnarstigsins byggir meðal annars á því að sveitarfélög taki við ákveðinni nær- þjónustu og þar hefur verið bent á málefni fatlaðra, málefni aldraðra og fleiri verkefni má hugsa sér að komi til sveitarfélag- anna." Helga bendir á að háskólaupp- byggingin sé einstök fyrir þetta hérað þar sem mikil uppbygging og þéttbýlismynd- um hafi átt sér stað. Þannig sé héraðið að byggjast upp af nokkrum þéttbýliskjörnum auk þess sem mikla frítímabyggð sé þar að finna sem raunar sé í notkun árið um kring. „Háskólasamfélögin á Bifröst, Hvanneyri og að Reykholti bjóða einnig upp á að stofnanir, sem tengjast starfsemi þeirra, flytji hingað með tíð og tíma og þegar er farið að ræða um flutning á starf- semi á vegum Rannsóknastofnunar land- búnaðarins að Hvanneyri og tengja hana landbúnaðarháskólanum, meðal annars með sameiginlegri yfirstjórn." Helga segir einnig að fyrirtæki í einkageiranum sýni því áhuga í meiri mæli að staðsetja starf- semi sína f Borgarnesi og Borgarfirði vegna háskólasamfélagsins. „Þau líta hing- að einfaldlega vegna þess að hér eru ákveðin tækifæri sem tengjast háskólun- um og hér býr fólk með góða og fjöl- breytilega menntun." Mikið frumkvöðlastarf Þegar fyrst var farið að ræða um samein- ingu sveitarfélaga í Borgarfirði á fyrri hluta síðasta áratugar bar nokkuð á áhyggjum fólks um að erfitt myndi reynast að vinna hugmyndum um sameiningu brautargengi og sumt fólk fann sameiningu raunar flest til foráttu. Einkum bar á tortryggni á milli þéttbýlis og dreifbýlis. Helga segir að í Ijósi þessara neikvæðu viðhorfa hafi þeir sem sæti áttu í sveitarstjórnum á þeim tíma unnið mikið frumkvöðlastarf í þágu sameiningar. Tekist hafi að byggja upp ákveðið traust á milli manna sem samein- ingarferlið njóti góðs af og horft sé til sem fordæmis. „Ég tel ákaflega mikilvægt að talsmenn sveitarfélaganna efli traust sín á milli og komi fram sem ein heild út á við." Helga segir að sameiningin 1994 og 1998 í Borgarbyggð hafi tekist vel og fólk sjái almennt fleiri kosti sameininganna umfram eitthvað sem hugsanlega mætti telja til galla þeirra. Löng hefð í samstarfi og samvinnu Borgfirðinga eigi einnig sinn þátt í að þessi sameining hafi gengið vel. „Ég tel að íbúarnir muni sjá möguleikana sem felast í því að efla sveitarstjórnarstig- ið. Það er hins vegar lykilatriði að þau verkefni sem sveitarfélögin taka yfir verði vel ígrunduð og að þeim fylgi réttlátir tekjustofnar. Ef vel teksttil munu sveitarfé- lögin ná að eflast og auka þjónustu við íbúa sína enn frekar. Þá er markmiðinu náð." Vi&talið við Helgu Haildórsdóttur er endurbirt vegna þess að hlutar þess féllu niður í síðasta blaði. Hlutaðeigandi og lesendur eru beðnir vel- virðingar á því. Fyrstu sveitarfélögin taka upp Umhverf isvitann Bæjaryfirvöld í Akureyrarkaupstað, Borg- arbyggð og Hafnarfjarðarkaupstað hafa ákveðið að gefa fyrirtækjum í sveitarfé- lögunum kost á umhverfisvottun sam- kvæmt vottunarkerfi Umhverfisvitans. Umhverfisvitinn, eða Miljöfyrtárn eins og kerfið heitir á Norsku, er umhverfis- stjórnunarkerfi fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Kerfið á sér upphaflega rætur í staðardagskrárstarfi sveitarfélagsins í Kristian-sand í Noregi. Byrjað var að vinna að verkefninu í Kristiansand árið 1996 en ári síðar var ákveðið að veita öðrum sveitarfélögum í Noregi aðgang að því. Tilgangur Umhverfisvitans er fyrst og fremst sá að bæta aðstöðu umhverfis- mála hjá sem flestum fyrirtækjum og op- inberum stofnunum. I einkageiranum er verkefnið miðað við minni fyrirtæki og einkum þau sem hafa færri en 25 starfs- menn en stór fyrirtæki hafa ekki fengið aðgang að kerfinu til þessa. Kerfið hentar fyrirtækjum hér á landi því vel þar sem mörg hver eru af þeirri stærð er rúmast innan þessara viðmiðana. Við vottun er litið til þess á hvern hátt umhverfisstarf- inu hefur verið háttað og hvort starfsfólk viðkomandi fyrirtækja hafi komið að því með fullnægjandi hætti. Forsenda þess að fyrirtæki geti stefnt að vottun samkvæmt kerfi Umhverfisvit- ans er að viðkomandi sveitarfélag hafi keypt aðgang að vottunarkerfinu. Um leið og sveitarfélag festir kaup á því skuldbindur það sig til þess að stuðla að því að fyrirtæki hefjast handa um nauð- synlegar aðgerðir og útbætur til þess að fá umrædda vottun. SFS TÖLVUMIÐLUN www.tm.is 29

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.