Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.2004, Blaðsíða 30

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2004, Blaðsíða 30
Fréttir Grunnstöðvanetið endurmælt Ákveðið hefur verið að ráðast í end- urmælingu grunnstöðvanets land- mælinga hér á landi í sumar. Verkið verður unnið af innlendum aðilum og er það í fyrsta skipti sem erlendir aðilar koma ekki að slíkri mælingu að sögn Þórarins Sigurðssonar hjá Landmælingum íslands. Ellefu ár eru síðan grunn- stöðvanetið var síðast mælt og því kominn tími til að endurmæla alla punkta að nýju. Ástæður þess hversu oft þarf að mæla grunn- stöðvanetið eru einkum hreyfing á jarðaskorpunni en eins og kunnugt er á ákveðin gliðnun hennar sér stað á flekaskiptum sem veldur því að vesturhluti landsins færist í vestur en Frá kynningarfundi LÍSU-samtakanna um grunnstöðvanetið. austurhlutinn í austur og nemur sú gliðnum um 2 sentimetrum á ári að sögn Halldórs Ceirssonar hjáVeð- urstofu íslands. Þessar upplýsingar komu fram á kynningarfundi á veg- um LÍSU samtakanna nýverið þar sem farið var yfir hver staða þessara mála er í dag. Árið 1993 var nýtt grunnstöðvanet mælt með 119 mælistöðvum jafnt dreifðum um landið. Með tilkomu þess var öllum gert kleift að nota sama grunn við allar framkvæmdir, til dæmis við skipulagsvinnu og kortagerð. Ná- kvæmar mælingar eru sveitarfélög- unum mikilvægar þar sem öll skipulagsvinna er í höndum þeirra og á þeirra ábyrgð. Rafræn innheimta - pappírinn burt! Sveitarfélög þurfa að innhe anna hafa batnað mikið un þeirra við bókhaldskerfin. Eitt vandamál við alla þessa innheimtu er hið gríðarlega magn af pósti sem sveitar- sjóðirnir þurfa að senda út í hverjum mán- uði. KB banki býður nú fyrstur banka lausn til þess að minnka pappírsflóðið. I tengslum við nýtt innheimtukerfi, sem nefnt hefur verið Kröfulína, býður bankinn nú svokallað Birtingarkerfi þar sem reikn- ingarnir birtast í netbönkum greiðenda í því formi sem þeir þekkja. Það eina sem þeir svo gera er að ýta á „Greiða". Reikn- ingarnir vistast í kerfinu þannig að aldrei þarf að prenta út reikninginn. Mörg stór fyrirtæki og sveitarfélög bjóða nú þegar upp á þessa þjónustu. Sveitarstjórnarmál ræddu við Örn Valdimarsson á fyrirtækja- sviði KB banka til að forvitnast nánar um þessa nýju innheimtuþjónustu. Kostir samtímabókunar „Einn aðalkosturinn við Kröfulínuna er samtímabókun inn á reikning kröfuhafa. Nú þurfa sveitarfélög ekki að bíða í 1 til 2 daga eftir að greiðsla berist inn á reikning þeirra heldur gerist það um leið og krafan er greidd," segir Örn Valdimarsson. En það eru fleiri kostir en samtímabókun imta margs konar gjöld af þegnum sín danfarin ár með bættu innheimtukerfi inn á reikning kröfuhafa sem kerfið býður upp á. „Kröfulínan er mjög fullkomið inn- heimtukerfi. Sveitarfélögin þekkja það að ekki hentar alltaf að beita sömu inn- heimtuaðferðum á alla greiðendur. í þessu kerfi geta þau einmitt sérsniðið innheimtu- ferlið að hverjum viðskiptavini," segir Örn. „Þá hafa þau alveg frjálst val um út- sendingu ítrekana og álagningu vanskila- gjalds. Hægt er að fella niður kröfu, breyta eða bakfæra dráttarvexti. En það sem gerir þetta kerfi svo frábrugðið öðrum kerfum, fyrir utan samtímabókunina, er að krafan lifir áfram með vöxtum og kostnaði í kerfinu yfir í það milliinnheimtufyrirtæki sem kröfuhafi er í samstarfi við." Greiðslugjald lækkar En er ekki kostnaðarsamt fyrir sveitarfélög- in að fara í þetta kerfi? „Nei, það er nefnilega aðalpunkturinn í þessu, þetta kerfi sparar sveitarfélögunum mikinn kostnað því greiðslugjald lækkar úr 75 krónum í 45 krónur fyrir hverja greidda kröfu þegar greiðsla berst rafrænt. Þá hefur reynslan leitt í Ijós að greiðendur greiða mun fyrr þegar reikningurinn birtist um. Innheimtuaðferðir sveitarfélag- bankanna og rafrænni tengingu í netbanka viðkomandi. Þetta eru tveir að- alkostir kerfisins. Þá spara sveitarfélögin prentkostnað og póstburðargjöld og alla umsýslu tengda því með því að birta reikningana í netbönkum, en þeir birtast í sama útliti og greiðendur þekkja þá," segir Örn. Hafnarfjarðarbær fyrstur með netlaunaseðla Önnur nýjung sem KB banki hefur verið að kynna er netlaunaseðlar. „Já, netlauna- seðlar er nýjung sem við höfum verið að kynna undanfarna mánuði. Hafnarfjarðar- bær var fyrsta sveitarfélagið sem sendi starfsmönnum sínum netlaunaseðla. En það er eins með þá og netreikningana að þeir birtast í netbönkum starfsmanna, óháð því í hvaða viðskiptabanka þeir fá launin sín lögð inn. Þetta eru mikil þæg- indi fyrir starfsmenn því launaseðlarnir geymast í rafrænni möppu í 7 ár og eru því alltaf aðgengilegir þegar á þarf að halda. Sveitarfélögin spara að sama skapi allan kostnað við útprentun og umsýslu auk þess sem þetta er mjög umhverfis- vænt," segir Örn Valdimarsson. 30 TOLVUMIÐLUN H-Laun

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.