Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.05.2004, Blaðsíða 5

Sveitarstjórnarmál - 01.05.2004, Blaðsíða 5
Forystugrein Fjármál sveitarfélaga Núverandi tekjustofnakerfi sveitarfélaga hefur á margan hátt nýst þeim mjög vel, en um 73% af skatttekjum sveitarfélaga eru útsvarstekjur (62%) og fasteignaskattar (11%). Breytingar á skattamálum hafa tíð- um áhrif á útsvar sveitarfélaganna án þess að verið sé að breyta lögum um útsvar. Þetta á t.d. við um skattfrelsi lífeyrisið- gjalda, stofnun einkahlutafélaga og til- færslur í skattkerfinu í kjölfar upptöku fjár- magnstekjuskattsins. Slíkar breytingar á skattkerfi ríkisins geta því með beinum hætti leitt til verulegs samdráttar í tekjum sveitarfélaganna. Augljóst er að vegna þeirra miklu breytinga sem átt hafa sér stað í skattamál- um og áhrif hafa á útsvarið og vegna þeirra auknu verkefna og skyldna sem lagðar hafa verið á herðar sveitarfélag- anna á ýmsum sviðum án þess að sérstak- ir tekjustofnar hafi fylgt, er það beinlínis skylda ríkisvaldsins í samstarfi við sveitar- félögin að taka rekstarumfang og tekju- stofna þeirra til gagngerrar endurskoðunar. Heildarendurskoðun á tekjustofnum sveitarfélaga var gerð árið 2001. Mikil- vægt er að slík endurskoðun eigi sér stað með ákveðnu millibili í þeim tilgangi að meta tekjustofna þeirra miðað við þær skyldur sem lög og reglugerðir kveða á um hverju sinni. Það er einnig brýnt að verkefni sveitarfélaga séu vel skilgreind, að jafnræðis sé gætt í verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga og fjárhagsgrundvöll- ur sveitarfélaga sé með eðlilegum hætti. Ýmis spjót beinast að sveitarfélögunum frá einstaka starfsstéttum, hagsmunahóp- um, félagasamtökum, ráðuneytum, Al- þingi og íbúum sveitarfélaganna um meiri og betri þjónustu á ýmsum sviðum. Minna fer fyrir þeirri umræðu af hálfu þeirra sem kröfur gera á hvern hátt fjármagna eigi kostnað vegna þeirrar þjónustu eða verk- efna, sem gerðar eru kröfur um. Oftast er það svo að þeir sem þessar kröfur gera eru algjörlega andsnúnir því að skattar eða þjónustugjöld hækki til að mæta kostnaði. Svarið er oftast á þann veg að það megi draga úr kostnaði á einhverjum öðrum sviðum. Aukin skuldasöfnun margra sveitarfé- laga er mikið áhyggjuefni og það er brýnt viðfangsefni að kanna orsakirnar ítariega og leita leiða til að snúa þessari þróun við. Eg er þeirrar skoðunar að á þessum vanda megi finna tvær meginskýringar. Annars vegar hefur kostnaður sveitarfélaga á síðasta áratug aukist verulega vegna framkvæmda og aukinnar þjónustu í um- hverfismálum, m.a. sorp- og fráveitumál- um, félagsþjónustu sveitarfélaga, húsnæð- ismálum og íþrótta- og tómstundamálum, án þess að sveitarfélögin hafi fengið sér- staka eða tiltekna viðbótartekjustofna til að sinna þessum auknu verkefnum. Hins vegar er skýringin sú að mörg sveitarfélög hafa í þeim tilgangi að efla þjónustu við íbúa sína, farið hratt í marg- víslegar framkvæmdir sem hafa aukinn rekstarkostnað í för með sér. Ábyrgð sveit- arstjórnarmanna felst ekki síst í því að vega og meta hversu langt skuli gengið hverju sinni því kröfurnar og óskirnar eru ótæmandi. Rfkisvaldið verður að skilja að það eru sameiginlegir hagsmunir ríkis og sveitarfé- laga að fjármál og fjárhagsgrundvöllur sveitarfélag sé með eðlilegum hætti. Jafn- framt er mikilvægt að sveitarfélög séu stöðugt leitandi að nýjum leiðum til að ná sem bestum árangri í nýtingu fjármuna hvort sem er í rekstri eða framkvæmdum. Nýir og breyttir stjórnunarhættir eru einn þáttur þeirra breytinga sem sveitarfélögin hafa verið að horfa til og þróa í þeim til- gangi að ná fram aukinni hagkvæmni og skilvirkni og draga úr kostnaði. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson SVEITARSTJÓRNARMÁL Útgefandi: Samband fslenskra sveitarfélaga Borgartúni 30, 5. hæð • 105 Reykjavík • Sími: 515 4900 samband@samband.is • www.samband.is Ritstjórar: Magnús Karel Hannesson (ábm.) • magnus@samband.is Bragi V. Bergmann • bragi@fremri.is Ritstjórn: Fremri kynningarþjónusta • Furuvöllum 13 • 600 Akureyri Sími 461 3666 • fremri@fremri.is Blaðamenn: Þórður Ingimarsson • thord@itn.is Haraldur Ingólfsson • haraldur@fremri.is Auglýsingar: P. J. Markaðs- og auglýsingaþjónusta Símar: 566 8262 & 861 8262 ■ pj@pj.is Umbrot og prentun: Alprent • Glerárgötu 24 • 600 Akureyri Sími 462 2844 • alprent@alprent.is Dreifing: íslandspóstur Forsíðan: Samband íslenskra sveitarfélaga hefur flutt starfsemi sína í Borgartúni 30, 5. hæð. Þar með er starfsemin öil á einni hæð en var áður á þremur hæðum á Háaleitisbraut 11. - Mynd: Ingibjörg Hinriksdóttir. Tímaritið Sveitarstjórnarmál kemur út mánaðarlega, að undanskildum júlí- og ágústmánuði. • Áskriftarsíminn er 461 3666 SFS TÖLVUMIÐLUN www.tm.is 5

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.