Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.05.2004, Blaðsíða 10

Sveitarstjórnarmál - 01.05.2004, Blaðsíða 10
Fulltrúaráðsfundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Til hagsbóta fyrir heildina Meginmarkmið breyttrar verkaskiptingar snýr að flutningi málefna fatlaðra, öldrunarþjónustu og heilsugæslu til sveitarfélaganna. Fleiri mál eru þó einnig til athugunar. Öflugra sveitarstjórnarstig er allra hagur var yfirskrift á erindi sem Róbert Ragnars- son, verkefnisstjóri átaks til eflingar sveit- arstjórnarstigsins og sameiningar sveitarfé- laga, hélt á fulltrúaráðsfundi Sambands ís- lenskra sveitarfélaga á dögunum. Róbert fjallaði ítarlega um verkefnið og þær hug- myndir sem komið hafa fram um breyting- ar á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Sveitarstjórnarmál ræddu við Róbert að fulltrúaráðsfundinum loknum. Fundir í öllum landshlutum - Hvar er verkefnið statt um þessar mundir? „Verkefnisstjórnin hefur haldið kynningar- fundi í öllum gömlu kjördæmunum eða á starfssvæði landshlutasamtakanna átta auk þess sem aukafundur var haldinn í Strandasýslu vegna þess að fulltrúar Strandamanna komust ekki á fundinn á ísafirði vegna færðar. Markmiðið með þessum fundum var fyrst og fremst að kynna verkefnið og þá nálgun sem unnið hefur verið eftir. Einnig var kallað eftir hugmyndum sveitarstjórnarmanna um breytingar á verkaskiptingu ríkis og sveit- arfélaga og hugmyndum um breytingar á tekjustofnum og skipan sveitarfélaga teldu menn sig tilbúna til þess." Heilsugæsla, öldrunarþjónusta og málefni fatlaðra - Komu nýjar hugmyndir fram á fund- unum? „Já, þær komu fram og snéru fyrst og fremst að verkaskiptingunni en menn héldu fremur að sér höndum með hugmyndir um tekjuskipt- inguna og sveitarfélagaskipan- ina. Verkefnastjórnin safnaði þessum hugmyndum saman, ræddi þær á fundum sínum, boðaði síðan alla ráðuneytis- stjóra stjórnarráðsins utan ut- anríkisráðuneytisins á sinn fund til að kynna þeim málið auk þess að kynna það forstöðumönnum ýmissa stofnana sem það á einhvern hátt varðar. I því sambandi get ég nefntVinnu- eftirlit ríkisins og embætti yfirdýralæknis. Róbert Ragnarson flytur erindi á fulltrúaráðsfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nefndin fór einnig til Hornafjarðar og ræddi við ýmsa starfsmenn sveitarfélagins, til dæmis á heilsugæslustöðinni og hjúkr- unarheimilinu og einnig notendur þjón- ustunnar, en Sveitarfélagið Hornafjörður hefur gegnt hlutverki reynslusveitarfélags undanfarin ár. Menn töluðu þar einum rómi um að þjónustan hafi batnað eftir að sveitarfélagið tók við rekstri þessara þjón- ustustofnana." Róbert segir að eftir þá ferð „Við teljum að það geti reynst fullstór biti fyrir sveitarfélögin að vinna að svo miklum verkefna- flutningum auk breytinga á sveitarfélagaskipan- inni í einu lagi og því gæti verið æskilegt að vinna þetta í einhverjum áföngum." hafi legið fyrir í verkefnisstjórninni það módel sem unnið er eftir og byggir eink- um á flutningi málefna fatlaðra, heilsu- gæslunnar og öldrunarþjónustunnar yfir til sveitarfélaganna. í framhaldi af þessu hafi tveir ráðgjafar verið fengnir til þess að vinna greinargerðir fyrir nefndina; um málefni fatlaðra og öldrunarþjónustu og um opinbert eftirlit. Stóru skrefin fyrst - Er ætlunin að einbeita sér að þessum verkefnum um breytta verkaskiptingu eða eru fleiri málaflokkar á dagskrá? „Þetta eru þeir málaflokkar sem verkefnis- stjórnin er sammála um að leggja beri áherslu á og hefur meðal annars fyrir sér sjónarmið margra sveitarstjórnarmanna, sem komu fram á fundum með þeim víðs vegar um landið auk þeirra sérfræðiálita sem ég gat um. En það hafa einnig komið fram önnur verkefni sem við höfum verið að athuga hvort grundvöllur sé til að huga að f þessu efni. Þar er um að ræða verk- efni á borð við svæðisvinnumiðlunina og ráðgjöf og einnig ýmis verkefni sem heyra undirTryggingastofnun ríkisins." Róbert segir að verkefnisstjórnin leggi áherslu á að taka stóru skrefin fyrst en vinna að flutningi smærri verkefnanna í minni skrefum síðar. „Við teljum að það geti reynst fullstór biti fyrir sveitarfélögin að vinna að svo miklum verkefnaflutningum auk breytinga á sveitarfélagaskipaninni í einu lagi og því gæti verið æskilegt að vinna þetta í einhverjum áföngum." Af öðrum verkefnum sem komið hafa til um- ræðu að flytja til sveitarfélaganna segir Róbert vera ýmis verkefni á sviði sam- göngumála. í því sambandi megi nefna rekstur þjónustumiðstöðva Vegagerðarinn- ar og að sveitarfélögin komi í meiri mæli að ráðstöfun fjár- muna til samgöngumannvirkja á svipaðan hátt og sýslunefnd- ir gerðu áður. Þá megi nefna að lagt hefur verið til að fram- kvæmd alþingis- og forseta- kosninga verði alfarið á hendi ríkisins í framtíðinni. „Tillögur verkefnisstjórnarinnar miða fyrst og fremst að því að flytja nær- þjónustuna yfir til sveitarfélaganna og að mynda heildstæða heilbrigðis- og velferð- arþjónustu í héraði þar sem íbúarnir geta

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.