Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.05.2004, Blaðsíða 16

Sveitarstjórnarmál - 01.05.2004, Blaðsíða 16
Hveragerðisbær Eigum samleið með Árborg Orri Hlöðversson, bæjarstjóri í Hveragerðisbæ, vill horfa til byggðanna austan Ölfusár þegar samein- ingarmál ber á góma. Hann segir Hveragerðisbæ í góðum málum. Tekjur vaxi í hlutfalli við íbúafjölgun og öflugir framkvæmdamenn kjósi að fjárfesta í bæjarfélaginu. „Mín skoðun er að Sveitarfélagið Árborg sé fyrsti kosturinn fyrir Hveragerðisbæ til sameiningar vilji menn ræða sameiningu á annað borð," segir Orri Hlöðversson bæjarstjóri en hann hefur viðrað ákveðnar hugmyndir í þessa veru opinberlega að undanförnu. Hann segir að þegar menn ræði sameiningarmál sveitarfélaga af al- vöru verði að leggja öll tilfinningalega bundin sjónarmið og fyrirfram gefnar skoðanir til hliðar. „Spyrja verður ákveð- inna grundvallarspurninga áður en lagt er upp, eins og til dæmis hvað sé sveitarfélag og til hvers sameining eigi að leiða." Atvinnuhættir og menning eða landamerki Orri segir svarið við síðari spurningunni felast einna helst í hagræðingarkröfunni; kröfunni um hagkvæmni í rekstri, auknum kröfum um sérhæfingu á ýmsum sviðum og getu stærri sveitarfélaga til að sinna verkefnum af meiri þrótti. Við fyrri spurn- ingunni verði svarið ef til vill flóknara. „Segja má að sveitarfélög séu lítið annað en stjórnsýslueining sem búin er til í þeim tilgangi að veita íbúum á tilteknum svæð- um sem besta þjónustu á sem ódýrastan hátt. Menn verða hreinlega að horfa þannig á málin. Til að ná fram markmiði sameiningar verður að horfa til fleiri þátta en sveitarfélagamarka, þúfna og rofabarða því það er ekkert sem segir að sveitarfélög þurfi endilega að liggja saman landfræði- lega. Og auðvitað munu tiltekin svæði innan nýs sveitarfélags halda sínum sérkennum, siðum og venjum þó svo stjórnsýslan sé komin á annað stig en áður. Stjórnsýsla býr ekki til menn- ingu en þó má ef til vill segja að keimlík menning eða hugs- anagangur í mismunandi sveitarfélögum auðveldi sam- einingu ef hún er á annað borð inni í myndinni. Að mínu mati er því ekki rökrétt að sameina sveitarfélögin ein- göngu sameiningarinnar vegna heldur verður sameiningin að leiða til einingar Með sameiningu Hveragerðisbæjar, Sveitarfélags- ins Ölfuss og Sveitarfélagsins Árborgar yrði til um 10 þúsund manna sveitarfélag, segir Orri Hlöðversson, bæjarstjóri í Hveragerði. sem er sterkari en sem nemur summu þeirra eininga sem sameinuðust." Sterk samsvörum með Árborg Orri segir því augljóst að Hveragerðisbær og Selfoss, sem nú er hluti af Sveitarfélaginu Árborg, eigi sterka sam- svörun að þessu leyti. Þarna sé um vaxandi þéttbýliskjarna að ræða, staðsetta inni í landi, sem byggja tilveru sína á verslunarstarfsemi og annarri þjón- ustu við fbúa og ferðamenn stærra landsvæðis. Með sameiningu yrði til í einni svipan öflugt og hratt vaxandi sveitarfélag með um 8.000 íbúa. Það yrði í hópi stærri sveitarfélaga landsins og gæti auðveldlega staðist sam- keppni við hvert þeirra sem væri. Hann kveðst í engum vafa um að þessi sameiginlega sérstaða myndi auðvelda sameiningu þótt enginn vafi leiki á því hvar höfuðstöðvar slíks sveitarfélags myndu verða. „Stærð slíkrar stjórnsýslu- einingar gefur þó að mínu viti færi á verkaskiptingu þannig að Hvergerðingar eiga ekki að þurfa að sitja eftir án starfa í stjórnsýslunni þótt slík sameining yrði að veruleika." Ekkert á móti Ölfusinu Orri tekur fram að hann hafi ekkert á móti Ölfusinu inn f slíka sameiningu né vilji útiloka slíka sameiningu en sameining við Sveitarfélagið Ölfus eitt og sér komi út frá sjónarhóli Hveragerðis ekki sérstaklega vel til móts við grundvallarkröfurnar sem liggja þurfa að baki sameiningu. „Ef við lítum á landakortið blasir ef til vill við að sameina Sveitarfélagið Ölfus og Hvera- gerðisbæ og vissulega liggja löndin sam- an.Yrði af slíkri sameiningu myndi hins- vegar verða til sveitarfélag með tvo þétt- býliskjarna ólíkrar gerðar sem eru hvor á sínum enda sveitarfélagsins. Ekki yrði ein- fait mál að skipta með sér stjórnsýsluverk- efnum og þá má Ifka deila um hvort 3.500 manna eining sé sú kjörstærð sem menn leita eftir með sameiningu. Öðru máli gegndi ef öll sveitarfélögin þrjú; Hveragerðisbær, Sveitarfélagið Ölfus og Sveitarfélagið Árborg myndu sameinast því þá yrði til mjög öflugt um 10 þúsund manna sveitarfélag f vestan- verðri Árnessýslu." Fjárfestingar til framtíðar Hvergerðingum hefur fjölgað verulega að undanförnu. Orri segir nær stöðugan vöxt einkenna bæjarfélagið. íbúaþróunin sé jákvæð og fólki fjölgi frá ári til árs. Nú búa um 1.940 manns í „Til að ná fram markmiði sameiningar verður að horfa til fleiri þátta en sveitarfélagamarka, þúfna og rofabarða því það er ekkert sem segir að sveit- arfélög þurfi endilega að liggja saman landfræði- lega." 16 tölvumiðlun H-Laun www.tm.is

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.