Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.05.2004, Blaðsíða 23

Sveitarstjórnarmál - 01.05.2004, Blaðsíða 23
meiri kröfur á hendur sveitarfélögunum en ríkis- valdinu og þessi sama nálægð geti einnig gert sveit- arstjórnarmönnum erfiðara fyrir um að standa á bremsunum en þeim sem fjarlægari eru. Vil sjá tekjuskiptingunni breytt Þröstur fer ekki leynt með það sjónarmið að breyta þurfi tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Við full- trúar sveitarfélaga og samtök okkar höfum verið alltof lin að mínu mati að fá fram rétt okkar hvað þetta varðar. „Ég vil sjá tekjuskiptingunni breytt á þann hátt að meira fé komi í hlut sveitarfélaganna einfaldlega vegna þess að ríkisvaldið er aftur og aft- ur að setja ýmiss konar reglur sem auka útgjöld. Ég get nefnt dæmi eins og ferðaþjónustu fatlaðra sem velt hefur verið á sveitarfélögin, ríkið skipuleggur að stærstum hluta og við borgum. Málefni fatlaðra eru að öðru leyti alfarið á höndum ríkisvaldsins. Hækkun á sjálfræðisaldri úr 16 í 18 ár skapaði breytingu á kostnaði. Ríkið hefur einnig sett ýmsar reglur um grunnskólann, eins og lengingu skólaársins, sem sveitarfélög- in hafa lítið um að segja annað en að standa undir kostnaðinum, að ekki sé minnst á verkefni á borð við fráveitu- og sorpmál." Málefni fatlaðra til sveitarfélaga Þröstur nefnir málefni fatlaðra sem sum sveitarfélög hafa tekið að sér sem reynsluverkefni. Hann segir Mosfellsbæ í þeirri stöðu að hann myndi ekki ráða við slíkt verkefni án aukinna sértekna. „Það eru tvö heimili fyrir fatlaða hér í sveitarfélaginu; Skálatún og Tjaldanes, sem þýðir að þessi málaflokkur er hlutfallslega stærri miðað við stærð sveitarfélagsins en víðast annars staðar og því myndi þetta verkefni verða sveitarfélaginu ofviða án þess að til þess kæmu sértækar tekjur." Þröstur segir hins vegar ekkert því til fyrirstöðu að sínum dómi að sveitarfélögin taki að sérfleiri verk- efni sé þeim gert kleift að standa fjárhagslegan straum af þeim. Vinnubrögð ríkisvaldsins hafi hins vegar ekki verið með þeim hætti og brýn vandamál sveitarfélaga því stundum verið leyst með framlögum úr Jöfnunarsjóði á síðustu stundu. Fjármögnun fyrirfram „Ég er þeirrar skoðunar að þessi mál verði ekki leyst til frambúðar með öðrum hætti en þeim, að unnið verði hreint vinnuplan varðandi tekjuskipt- inguna þar sem sveitarfélögun- um verði ætlaðir þeir tekju- stofnar sem þau þurfa. Slíkt vinnuplan verður að liggja fyrir áður en að ákvarðanir eru teknar um færslu verkefna. Að öðrum kosti aukast vandamál sveitarfélaga þangað til að í óefni verður komið. Sveitarstjórnarmenn geta ekki fengið í hendur kostnaðarsöm verk- Varmárskóli í Mosfellsbæ. „Nánast öll útgjöld eru bundin í lögum og þau hafa ekki úr miklu að moða utan þess ramma. Meirihluti tekna sveitarfélaga fer í rekstur skóla, til reksturs félagsþjón- ustu og annarra lögbundinna verkefna og er því litlir fjármunir eftir/' segir Þröstur Karlsson. efni og farið svo daginn eftir að herja á ríkið um að fá réttláta fjármuni til þess að standa straum af framkvæmd þeirra." Ráðum við um 4% fjölgun á ári Þröstur velti nokkuð fyrir sér í þessu spjalli millistjórnstigi eins og tíðkast á sumum Norðurlöndunum og þeim möguleikum sem því fylgja. Hann benti á að í Danmörku noti ríkið þetta millistig með- al annars til þess að koma að uppbyggingu inni í þeim sveitarfé- lögum þar sem mikil sókn á sér stað. Hann segir Mosfellsbæ dæmigert sóknarsveitarfélag í þeim skilningi. Samfélagið sé lítið og það ráði ekki við nema um 4% fólksfjölgun á ári, en allar ytri aðstæður til að taka við meiri íbúafjölgun séu til staðar. Ásókn í að flytja hingað „Það er mikil ásókn í að flytja hingað í sveitarfélagið. Framlag af tekjum íbúanna verður að standa undir þeim framkvæmdum sem fylgja stöðugri íbúafjölgun. Ekkert annað afl kemur með fjármuni til þess að byggja skóla, taka þátt í samgöngumannvirkjum eða öðru sem fylgir ört vaxandi byggð, hversu hagkvæmt sem það getur annars verið til lengri tíma litið að íbúakjarnar byggist hratt. Ríkið er líka alltof seint að koma með sína hluti eins og sam- göngumannvirki sem að því snúa. Hinn almenni borgari á oft erfitt með að átta sig þessum staðreyndum. Hann skilur ekki af hverju ekki er hægt að byggja íbúðablokkir eða annað hús- næði þegar nægjanlegt fram- boð er af lóðum og kaupendur bíða eftir fasteignum. Málið er að þjónustan verður að koma á undan og sveitarfélagið verður að hafa fjármuni til „Sveitarstjórnarmenn geta ekki fengið í hendur kostnaðarsöm verkefni og farið svo og daginn eftir að herja á ríkið um að fá réttláta fjármuni til þess að standa straum af framkvæmd þeirra." þess að byggja hana jafnhratt upp. Um 6.600 íbúa sveitarfélag hefur ekki fjármuni til þess að takast á við hraðari uppbyggingu hversu viljugir sem sveitarstjórnarmennirnir eru." TOLVUMIÐLUN SFS 23

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.