Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.2004, Blaðsíða 5

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2004, Blaðsíða 5
Forystugrein Nýtt húsnæði Á landsþingi Sambands ísienskra sveitar- félaga, sem haldið var á Akureyri í sept- ember 2002, var samþykkt stefnumótun fyrir sambandið til áranna 2002-2006. Stefnumótunin nær til ýmissa þátta í starfsemi sambandsins og m.a. segir í henni að sambandið eigi að haga starf- semi sinni þannig að á hverjum tíma sé það virkt, nútímalegt, og svari þörfum sveitarfélaga fyrir hagsmunagæslu og þjónustu og það eigi að hafa sveigjan- leika í starfsemi sinni og innra skipulagi þannig að það geti á hverjum tíma gegnt hlutverki sínu sem best. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur í 23 ár haft skrifstofuaðstöðu sína, ásamt samstarfsstofnununum Lánasjóði sveitar- félaga og Bjargráðasjóði, að Háaleitis- braut 11. Það húsnæði var tekið í notkun árið 1981 og er á þremur hæðum og hef- ur þjónað starfseminni mjög vel en var þó langt frá því að vera lengur hentugt og nútímalegt miðað við þær kröfur sem nú eru gerðar til slíks húsnæðis. Starfsmenn sambandsins höfðu því í nokkurn tíma svipast um eftir hentugu húsnæði sem félli vel að starfseminni og þeim meginmarkmiðum sem samþykkt voru á landsþinginu 2002. Lögð var áhersla á að finna húsnæði sem væri vel staðsett og gæti rúmað starfsemina alla á einni hæð. Það húsnæði fannst á 5. hæð Borgartúns 30. Húsið var byggt 1999 og í því eru starfsstöðvar nokkurra opinberra stofnana og félagasamtaka. Á undanförn- um árum hefur ýmiss konar þjónusta op- inberra stofnana og félagasamtaka vaxið við Borgartúnið og því eftirsóknarvert fyr- ir sambandið og samstarfsstofnanir þess að fá húsnæði í því hverfi borgarinnar. Húsnæðið liggur miðsvæðis og eru allar aðkomuleiðir að því greiðar og stuttar vegalengdir til þeirra stofnana sem starfs- menn sambandsins eiga mest samskipti við. Þær innréttingar sem í húsnæðinu voru hentuðu ekki starfsemi sambandsins og varð því að ráðast í umtalsverðar breytingar og endurbætur á húsnæðinu áður en flutt var inn. Til að hafa umsjón með þeim verkum var ráðið fólk með mikla reynslu og þekkingu á framkvæmd- um af þessu tagi. Samstarf við byggingar- stjóra, arkitekta og aðra hönnuði var með miklum ágætum og stóðust allar tíma- og fjárhagsáætlanir sem gerðar voru um verkið í upphafi. Reyndar var kostnaður við breytingarnar nokkru lægri en áætlað hafði verið í byrjun. Að því marki stefndu allir aðilar sem að verkinu komu og ber að þakka það. Hagsýni og útsjónarsemi voru einkennandi fyrir þessa framkvæmd og reynt var að endurnýta eins mikið af byggingarefni og frekast var unnt. Þeir sem komu að framkvæmdinni voru á einu máli um það að velja ís- lenska hönnun og framleiðslu alls hús- búnaðar eftir því sem mögulegt væri og sú varð raunin. Öll skrifborð, skápar og hillur, gestastólar, fundarborð og fleira eru íslensk hönnun og í nánast öllum til- vikum íslensk framleiðsla. Húsbúnaður- inn er vandaður og glæsilegur og stenst fyllilega verðsamanburð við erlenda hönnun og framleiðslu. Þetta framtak hef- ur vakið athygli og verður vonandi til eft- irbreytni hjá öðrum opinberum aðilum í framtíðinni. Við hönnun húsnæðisins var lögð áhersla á að hafa það opið og bjart með góðum tengslum milli vinnustöðva. Er það samdóma álit þeirra sem til þekkja að vel hafi tekist til og þrátt fyrir miklar breytingar á vinnuaðstöðu starfsmanna, sem flestir voru áður í lokuðum skrif- stofuherbergjum, þá bendir allt til að starfsmenn séu almennt sáttir við aðstöð- una. Það er einlæg von að þetta nýja hús- næði styrki enn góðan starfsanda og efli starfsmenn sambandsins og samstarfstofn- ana þess til árangursríkrar hagsmuna- gæslu fyrir sveitarfélögin í landinu. Þórður Skúlason framkvæmdastjóri SVEITARSTJÓRMARMÁL Útgefandi: Samband íslenskra sveitarfélaga Borgartúni 30, 5. hæð ■ 105 Reykjavík • Sími: 515 4900 samband@samband.is • www.samband.is Ritstjórar: Magnús Karel Hannesson (ábm.) • magnus@samband.is Bragi V. Bergmann • bragi@fremri.is Ritstjórn: Fremri kynningarþjónusta ■ Furuvöllum 13 • 600 Akureyri Sími 461 3666 • fremri@fremri.is Blaðamenn: Þórður Ingimarsson • thord@itn.is Haraldur Ingólfsson • haraldur@fremri.is Auglýsingar: P. j. Markaðs- og auglýsingaþjónusta Srmar: 566 8262 & 861 8262 • pj@pj.is Umbrot og prentun: Alprent • Glerárgötu 24 • 600 Akureyri Sími 462 2844 • alprent@alprent.is Dreifing: ísiandspóstur Forsíðan: Frá setningu X. norrænu sveitarstjórnarráðstefnunnar. Mynd: Gunnar Vigfússon. Tímaritið Sveitarstjórnarmál kemur út 10 sinnum á ári Áskriftarsíminn er 461 3666 6. tbl. var prentað 5. júlí 2004

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.