Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.2004, Blaðsíða 6

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2004, Blaðsíða 6
Fréttir Bæjarhlið að Seltjarnarnesi Seltirningar hafa unnið að því að fegra að- komuleiðir að sveitarfélaginu með því að setja upp svokölluð bæjarhlið. Nú eru langt komnar framkvæmdir við nýtt bæjar- hlið við Nesveg en í fyrrasumar var reist hlið við Eiðsgranda, sem ku hafa vakið at- hygli og ánægju íbúa Seltjarnarness. Að- koman að Seltjarnarnesi er mun fallegri og snyrtilegri með nýju hliðunum auk þess sem bæjarmörk verða skarpari. Bæjarhliðið við Nesveg verður mun minna um sig en Eiðsgrandahliðið enda var við hönnun þess tekið mið af um- hverfinu við Nesveg sem ekki býður upp á stórt mannvirki. Stefnt er að því að Ijúka framkvæmdum við hliðið fyrri hluta sumars. 1| 'iM 11 il s i 1 Gjaldtökuheimildir rýmkaðar og sveigjanleiki aukinn Gjaldtökuheimildir vatnsveitna eru rýmkaðar og sveigjanleiki í stjórnun þeirra aukinn samkvæmt lögunum um vatnsveit- ur sveitarfélaga, sem samþykkt voru á lokadögum Alþingis nú í vor. Helstu breytingar með nýjum lögum eru annars vegar að í 7. grein laganna er mælt fyrir um að notkunargjald, áður aukavatnsgjald, skuli greiða af allri at- vinnustarfsemi og allri vatnsnotkun, sem ekki flokkast undir venjulega heimilisnotk- un óháð umfangi notkunarinnar. Einnig er tekið fram að heimilt sé að taka tillit til fjármagnskostnaðar og fyrirhugaðs stofn- kostnaðar í gjaldskrá vatnsveitu og jafn- framt að skipta starfssvæði vatnsveitu í veitusvæði með sérstaka gjaldskrá fyrir hvert svæði. Þá er þessum lagabreytingum einnig ætlað að auka sveigjanleika í stjórn og rekstri vatnsveitnanna, meðal annars með heimildum til þess að ráðstafa einka- rétti sveitarfélaga til reksturs veitna. Kveð- ið er á um að sveitarstjórn geti falið stofn- un eða fyrirtæki, sem að meirihluta er í eigu rfkis eða sveitarfélaga einkarétt sinn á rekstri vatnsveitu og sölu vatns. Virkjunar- leyfi til raforkuframleiðslu verða aðeins veitt sjálfstæðum lög- og skattaðila og er sveitarfélögum unnt eftir lagabreytinguna, ef svo ber undir, að reka í einu félagi vatnsveitu, hitaveitu og rafveitu. Skyldur vatnsveitna eru samkvæmt lögunum ein- ungis auknar á einu sviði er varðar eignar- hald og viðhaldsskyldur á heimæðum þar sem lagt er til að sveitarfélagi sé skylt að yfirtaka heimæð komi fram skrifleg beiðni þess efnis frá eiganda hennar. 200 milljónir til ar grunnskóla á Með breytingu á tekjustofnalögum sveit- arfélaga á lokadögum Alþingis var ákveðið að veita 200 milljónir króna úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á þessu ári til að Ijúka framkvæmdum við einsetningu grunnskólans og 135 milljónir kr'óna á árinu 2006. Með lögum nr. 60/2002, um breyt- ingu á lögum um tekjustofna sveitarfé- laga, var ákveðið að veita samtals 735 millj. kr. á árunum 2002-2005 úr Jöfnun- arsjóði sveitarfélaga til að Ijúka átaki til einsetningar grunnskólans í sveitarfélög- einsetning- þessu ári um með fleiri en 2.000 ibúa. Síðan kom í Ijós að enn vantaði tæpar 200 milljónir króna upp á að sveitarfélög gætu lokið framkvæmdum sem þau eiga rétt á að fá styrktar samkvæmt reglum sjóðsins. Með því að gildistími bráðabirgðaákvæðis IV er framlengdur um eitt ár mun lögbund- ið framlag til Lánasjóðs sveitarfélaga renna til verkefnisins líkt og undanfarin ár. Koma 200 milljónir til greiðslu á ár- inu 2005, í stað 135 milljóna samkvæmt gildandi lögum, og 135 milljónir á árinu 2006. 6

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.