Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.2004, Blaðsíða 9

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2004, Blaðsíða 9
Fréttir Stórvirkjun í Sveitarfélaginu Ölfusi Helgi Pétursson, upplýsinga- og kynningarfulltrúi OR, segir Orkuveitu Reykjavíkur kappkosta að vinna í sátt við náttúruna á öllum sviðum, stuðla að góðri nýtingu náttúruauðlinda, fegrun lands og um- hverfis. Orkuveita Reykjavíkur er að reisa nýja jarð- varmavirkjun til rafmagns- og heitavatns- framleiðslu. Áætlað er að byggja rafstöð sem framleiðir 120 MWe af rafmangi og varmastöð sem afkastar allt að 400 MWth. Áætlað er að virkjunin hefji framleiðslu á rafmagni árið 2006. 400 MWth árið 2015 Gert er ráð fyrir að afköst hinriar nýju virkj- unar verði 80 MWe fyrsta árið og að ári síðar hefjist heitavatnsframleiðsla og verða afköst þá 266 MWth. Þriðja áfanga verksins á að Ijúka samkvæmt áætlun árið 2012 þegar rafmagnsframleiðsla eykst um 40 MWe og verður alls 120 MWe. Árið 2015 eykst heitavatnsframleiðsla í samtals 400 MWth. Virkjunin verður í Sveitarfélaginu Ölfusi, á sunnanverðu Heng- ilssvæðinu, og verður orka framleidd með því að vinna jarðhita- vökva, blöndu af gufu og vatni, úr borholum. í gufuveitunni er vökva frá borholum safnað saman og gufan aðskilin frá vatni í skiljustöð. Frá skiljustöðinni er gufu og skiljuvatni síðan veitt eftir aðskildum leiðum um aðveituæðar að stöðvarhúsi, þar sem fram- leitt er heitt vatn og rafmagn. Engin umtalsverð umhverfisáhrif Rannsóknir hafa verið gerðar í tengslum við mat á umhverfisá- hrifum virkjunarinnar og ná þær yfir mun stærra svæði en sjálft virkjunarsvæðið. Það eru einkum rannsóknir á grunnvatni, allt frá Suðurströndinni vestur til Faxaflóa til norðurs að Esju að Þing- vallavatni og í austur að Ölfusá. Helgi Pétursson, upplýsinga- og Ljósmyndasafn Reykja- víkur opnar myndavef Ljósmyndasafn Reykjavíkur hefur opnað myndavef þar sem sýnd- ar eru á þriðja þúsund mynda í eigu safnsins. Þetta eru myndir eftirfjóra Ijósmyndara, þá Tempest Anderson (1846-1912), Magn- ús Ólafsson (1862-1937), Gunnar Rúnar Ólafsson (191 7-1965) og Andrés Kolbeinsson (1919). Um fjörutíu myndasöfn eru í eigu Ljósmyndasafns Reykjavíkur og er heildareign þess vel á aðra milljón mynda að því er fram kemur í frétt á vef Reykjavík- urborgar. Þar segir einnig frá því að markmiðið með því að opna myndavefinn sé að efla þjónustu safnsins við almenning og miðla menningararfinum og Ijósmyndasögunni til sem flestra með því að veita rafrænan aðgang að Ijósmyndum í eigu safnsins. Á næstu mánuðum bætast síðan við fleiri myndir og er stefnt er að því að í árslok verði þær orðar um tíu þúsund. Slóðin á myndavefinn er www.ljosmyndasafnreykjavikur.is. kynningarfulltrúi OR, segir að niðurstaða mats á umhverfisáhrifum virkjunarinnar sé sú að framkvæmdin muni ekki hafa umtals- verð umhverfisáhrif. Áhrifin verða á gróður á virkjunarsvæðinu, vatnsverndarsvæði og við heitavatnsæð til Reykjavíkur og tak- markist við jarðrask á grónum svæðum sem fara undir mannvirki. Helgi segir Orkuveitu Reykjavíkur kappkosta að vinna í sátt við náttúruna á öllum sviðum, stuðla að góðri nýtingu náttúruauðlinda, fegrun lands og umhverfis. Með þessum virkjunarfram- kvæmdum fæst orka til reksturs stóriðju á Suðvesturlandi og tii annarra nota auk vatns til aukinna hitaveituframkvæmda vegna vaxandi byggðar. Helgi segir góða nýtni á auðlindinni í Hellisheiðarvirkjun gera það að verkum að losun gróðurhúsalofttegunda á hverja kWst orku er talin verða með því lægsta sem völ er á við orkuframleiðslu. Áætluð leið hitaveituæðar frá virkjuninni liggur um land Ölfuss, Mosfellsbæjar og Reykjavíkur að geymum Orkuveitunnar á Reyn- isvatnsheiði. Samgönguráðuneytið óskar eftir umsóknum í styrki af óráðstöfuðum hluta fjárlagaliðarins Vetrarsamgangna og vöruflutninga 10 -190 -112. Vetrarsamgöngur og vöruflutningar eru sérstakur liður á fjárlögum sem ætlaður er til stuðnings við sveitarfélög þar sem svo háttar til að sveitarfélagið eða hluti þess býr við erfiðar og kostnaðarsamar samgöngur og ekki er veitt fullnægjandi samgönguþjónusta af hálfu stofnana ríkisins. Styrkir verða einungis veittir þeim sveitarfélögum sem senda rökstuddar umsóknir um þá. Umsóknir skulu berast samgönguráðuneytinu fyrir 8. júlí 2004. Styrkir verða hvorki veittir til reksturs sérleyfa á landi, sjó eða í lofti né til stofnkostnaðar vegna kaupa á tækjum og búnaði. Umsóknir berist samgönguráðuneytinu merktar Rúnari Guðjónssyni. Frá Hengilssvæðinu. 9

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.