Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.2004, Blaðsíða 16

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2004, Blaðsíða 16
Blönduóssbær Þjóðvegurinn er auðlind Meginmálin eru endurskipulagning fjármála, efling matvælaiðnaðar og kynning bæjarfélagsins. „Frá því ég tók við starfi bæjarstjóra fyrir um tveimur árum höfum við lagt áherslu á endurskipulagningu fjármála bæjarfélagsins. Við settum þá vinnu strax á oddinn og ákváðum að kanna allar leiðir til endurfjár- mögnunar lána og hagræðingar í rekstri. Ég tel að okkur hafi tekist ágætlega til í þeim efnum þótt okkur sé vissulega þröngur stakkur skorinn eins og flestum sveitarfélög- um í landinu um þessar mundir," segir Jóna Fanney Friðriksdóttir, bæjarstjóri Blönduóss- bæjar, í spjalli við Sveitarstjórnarmál. Uppbygging og blóðtaka - Eru fjármálin þá í góðu lagi um þessar mundir? „Þótt ég sé á margan hátt ánægð með hvernig til hefur tekist vil ég engu að síður benda á að Blönduóssbær er alls ekki eina sveitarfélagið sem er að kljást við fjármálin. Þau mál eru alls staðar uppi á borðum nema ef til vill hjá stærstu sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæð- inu. En það er alveg Ijóst að við getum ekki endalaust haldið áfram að hagræða og skera niður án þess að skerða þjónustuna. Það þarf engan fjármálasni11ing til að upplýsa að það er rangt gefið í þessu spili um verkaskiptingu rfkis og sveitarfélaga. Oft hefur komið fram í máli sveitarstjórnarmanna um allt land að sú verka- og tekjuskipting, sem nú er unnið eftir gangi ekki lengur að öllu óbreyttu. Sveitarfélögin hafa verið hvött til þess að auka þjónustuna jafnframt því að yfirtaka ýmis fjárfrek verkefni á borð við rekstur og einsetningu grunnskólans. Þau hafa þurft að upp- fylla stórauknar kröfur í umhverfismálum, til að mynda vegna frá- veitumála og meðferðar á sorpi auk vaxandi félagsþjónustu. Þetta eru verkefni sem sveitarfélögin hafa þurft að taka að sér og vinna úr en ekki fengið nægjanlegar tekjur á móti. Fráveitumálin hafa verið tekin föstum tökum hjá Blönduóssbæ og ný hreinsistöð var tekin í notkun fyrir tveimur árum. Sú framkvæmd sam- ræmist raunar markmiðum um eflingu atvinnulífs á svæðinu og ég get nefnt sem dæmi að áformað er að hefja starfsemi ullarþvottarstöðvar á Blöndu- ósi í sumar. Engin spurning er um að hin góða aðstaða í frá- rennslismálum vó þungt þegar ákvörðun var tekin um staðsetn- ingu ullarþvottarstöðvarinnar. En uppbygging fráveitumála er mjög stór útgjaldaliður miðað við rekstur bæjarfélagsins, yfir 130 milljónir króna og þótt ríkið hafi endurgreitt um 30 milljónir eða um andvirði virðisaukaskattsins, þá standa eftir um 100 milljóna króna útgjöld fyrir sveitarfélagið og framkvæmdum er ekki að fullu lokið sunnan Blöndu. Vissulega standa þó vonir til að þessir fjármunir muni skila sér til baka í bæjarsjóðinn á næstu árum í öflugra og fjölbreyttara atvinnulífi." Kannað með eignasölu - Hefur bæjarfélagið möguleika til þess að standa undir greiðslum vegna þessara fram- kvæmda og öðrum útgjöldum án þess að ný tekjuöflun eða lántaka komi til í framtíð- inni? „Við megun ekki gleyma því að þótt bæjarfélagið skuldi verulegar upphæðir á það einnig umtalsverðar eignir. Ég hef bent á þá staðreynd og reynt að tengja hana við umræðuna um daglegan rekstur og skuldir bæjarfélagsins. Við eigum mjög góða hita- veitu, fráveitu og vatnsveitu og það er engin launung að aðilar hafa sýnt áhuga á að koma inn í veitustarfsem- ina hér á Blönduósi eins og víðar." Jóna Fanney segir að þótt við- ræður séu að hefjast séu þessar hugmyndir enn á frumstigi. Bæj- arstjórnin hefur skipað þverpólitískan hóp til að meta kosti og galla þess að selja veiturnar og fara yfir alla þætti málsins. Ætlun- in er að nota sumarið til þess að vinna að þessu og kanna stöðu málsins, meta kosti þess og galla þannig að með haustinu geti fólk farið að velta vöngum yfir því af alvöru. Efla þarf sveitarstjórnarstigið - Ýtir fjárhagsstaða bæjarfélagsins undir að unnið verði að frekari sameiningu sveitarfélaga á þessu svæði? „Hvað sem fjármálum bæjarfélagsins líður þá er það sannfær- ing mín að efla verði sveitarstjórnarstigið og það sameiningarátak sem félagsmálaráðuneytið stendur fyrir er að mínu mati á allan hátt til góðs. Ég tel að sveitarstjórnir hér á svæðinu verði, og það fyrr en síðar, að hefja alvarleg- ar viðræður um sameiningu," segir Jóna Fanney og bætir við að breytt verkaskipting ríkis og sveitarfélaga og sameining þeirra í öflugri einingar muni hafa umtalsverð áhrif, ekki einungis á rekstur þeirra, heldur einnig á þjónustu við íbúana og sóknarfæri á landsvísu. íbúafjölgun er staðreynd - Nú hefur fólki fækkað á Norðvesturlandi og þessi landshluti oft verið talinn standa einna veikast hvað byggðaþróunina varðar. Er það ekki áhyggjuefni? Jóna Fanney Friöriksdóttir, bæjarstjóri Biönduóss- bæjar. „Á 21. öldinni getum við ekki lengur leyft okkur að hugsa þróun svæðisins út frá afmörkuðum döl- um, lækjum, ám eða afréttum." 16 tölvumiðlun H-Laun www.tm.is

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.