Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.2004, Blaðsíða 20

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2004, Blaðsíða 20
Blönduóssbær því tel ég nauðsynlegt að skipta landinu í sveitarfélög í samræmi við þau verkefni sem þau þurfa að sinna og sveitarstjórnarstigið verði eflt á komandi tímum." Þrír valkostir Valgarður lagði til á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir um sex árum að lágmarksíbúafjöldi í sveitarfélagi yrði á bil- inu 800 til 1.000 manns. Þótt þessi tillaga hans hafi ekki verið samþykkt er hann síður en svo óánægður með áhrif hennar. „Ég tel að í kjölfar þessa landsþings hafi skapast mjög sterk umræða um að efla sveitarstjórnarstigið og hafi leitt til þess að nú er verið að leggja í eina herferðina enn til að fá fólk til þess að samþykkja sameiningu í frjálsum kosningum. Auðvitað er það einn valkostur að efna til frjálsra kosninga en kostirnir eru engu að síður fleiri. Annar valkostur hefði getað ver- ið að teikna skipan nýrra sveitar- félaga upp þannig að þau svæði, sem eiga landfræðilega- og fé- lagslega samleið, myndi sveitar- félög af þeirri stærð og styrkleika er gætu leyst þau verkefni og axlað þá ábyrgð sem sveitar- stjórnarstiginu er ætlað. Þriðji valkosturinn gæti síðan verið sá að setja íbúafjöldamarkið enn hærra og fækka sveitarfélögunum með því móti." Valgarður segir ekki sjálfgefið að nauðsynlegur ár- angur náist í frjálsum kosningum því þrátt fyrir að mikil hugar- farsbreyting hafi orðið á undanförnum árum sé enn veruleg and- staða við sameiningu sveitarfélaga og stundum hvað hörðust þar sem sameiningarþörfin er mest, þar sem fbúar fámennustu sveit- arfélaganna eiga hlut að máli. Skipulagsleiðin hefði verið skilvirkari Valgarður segist ekki hafa fulla sannfæringu fyrir því að besta leiðin hafi verið valin. Hann segir fólk orðið þreytt á að standa í kosningum með misjöfnum árangri og kveðst fremur hafa viljað sjá þetta fara fram sem markvisst skipulagsmál. Sveitarfélögin fari með skipulagsvaldið í landinu og því er ekki óeðlilegt að þau sjálf séu skipulögð í tengslum við þau verkefni og markmið sem sveitarstjórnarstigið sinni. „Ég held að það hefði verið miklu farsælli leið og skilvirkari til þess að Ijúka því verkefni, sem þegar hefur verið hafið. Með skipulagsaðferðinni yrði árangurinn einnig strax Ijós og við viss- um hvað við hefðum í höndunum. Við vit- um ekkert hvað á eftir að koma út úr þeim sameiningarkosningum sem verða að ári. Hugsanlega verður meirihluti þeirra sam- einingartillagna, sem lagðar verða fram, samþykktur en við höfum enga tryggingu fyrir að svo verði og líklegt verður að telja að mjög litlar einingar standi eftir og taka þurfi á þeim vanda síðar." Valgarður kveðst telja að flestir líti svo á að þetta verði síð- asta tilraunin, sem gerð verður til frjálsra sameininga og þá sé spurningin um hvor hinna leiðanna verði valin til þess að Ijúka verkinu. „Annað hvort verður lágmarks- íbúatalan færð upp eða farið í að ákveða stærð og legu sveitarfélaganna eftir því sem hentugast er út frá skipulagslegum aðstæðum." „Sveitarfélagið Norðvesturland" Valgarður býr og starfar á svæði þar sem sameining sveitarfélaga á enn langt í land og mörg lítil sveitarfélög eru til staðar gangstætt því sem er í ná- grannabyggðum fyrir austan og vestan þar sem héruð hafa verið sameinuð í sveit- arfélög. Hver er skoðun hans á málefnum heimahaganna? „Hún er alveg sú sama og á sameiningarmálinu í heild. Ef við ætlum að ná árangri miðað við þau markmið sem sett eru fram og búa til sveitarfélög sem ná yfir félagslegar heildir og at- vinnusvæði þá er Austur-Húnavatnssýsla slíkt svæði. En til þess að nái því markmiði þarf að sameina átta sveitarfélög og það er Vatnsdalshólar í Austur-Húnavatnssýslu. Mynd: Áskell Þórisson. „Ef við ætlum að ná árangri miðað við þau mark- mið sem sett eru fram og búa til sveitarfélög sem ná yfir félagslegar heildir og atvinnusvæði þá er Austur-Húnavatnssýsla slíkt svæði."

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.