Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.2004, Blaðsíða 21

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2004, Blaðsíða 21
að mínu mati skref sem við verðum að stíga hið bráðasta. Síðan geta menn velt því fyrir sér hvort þetta séu nægilega stórar ein- ingar. Vestur-Húnvetningar og Skagfirðingar eru búnir að ganga í gegnum sameiningarferli og eru nú að þróa sín sveitarfélög sam- an. Ég lít svo á að því verki sé ekki lokið, heldur séu menn enn að vinna af fullum krafti að því viðfangsefni. Ég tel að þegar búið verður að sameina Austur-Húnavatnssýslu í eitt sveitarfélag, líkt og sýslurnar beggja vegna, þá taki það þróunarferli einnig við þar en að því loknu geti menn farið að ræða saman um hvort ástæða sé til frekari sameininga, til dæmis hvort mögulegt geti verið eða hagstætt að sameina allt Norðvesturland frá Holtavörðuheiði að Öxnadalsheiði í eitt sveitarfélag. Ég held að menn komist ekkert hjá því í framtíðinni að taka þann möguleika til alvarlegrar athug- unar og kanna kosti hans og galla til hlítar. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að hver þessara sýslna um sig er ekki fjöl- mennt sveitarféiag né sterk eining þótt hver þeirra um sig eigi að geta nálgast það markmið að vera félagslegt þjónustusvæði í grunnþjónustu og samstæð atvinnusvæði." þarfnast þess að eiga bakhjarl þar sem sveitarfélögin eru." Val- garður bendir einnig á stöðu Norðvesturlands og segir það eitt af veikustu svæðum landsins hvað atvinnu- og búsetuþróun varðar. „Því er mikil þörf á að efla þennan landshluta og mikilvægur þáttur þess er að sveitarstjórnarstigið verði styrkt og eflt. Menn verða sjálfir að skilgreina byggðirnar og þann vanda, sem þar er að finna og takast á við hann á hverjum tíma. Ég tel að þetta hafi setið á hakanum allt of víða á landsbyggðinni en menn þess í stað horft um of til ríkisvaldsins um lausnir. Menn hafa líka verið of sundraðir, meðal annars í litlum og vanmegnugum sveitarfé- lögum og ekki náð að vinna eðlilega saman og takast á við málin á eigin forsendum." Samtakamátturinn ræður úrslitum Valgarður neitar því þó að sveitarfélögin eigi sjálf að standa í rekstri fyrirtækja. Þau geti komið að atvinnumálunum með öðru móti. „Verkefni sveitarfélaganna er að þessu leyti einkum að skapa þær aðstæður sem at- vinnuvegunum eru nauðsyn- legar en síður að leggja fram beina fjármuni til stofnunar eða reksturs einstakra atvinnu- fyrirtækja. En þrátt fyrir það verða sveitarfélögin að hafa styrk til þess að sinna þeim verkefnum engu síður en grunnþjónustunni, sem þeim er samkvæmt lögum skylt að inna af hendi. Sá styrkur fæst ekki með örsmáum félagslegum einingum og sundurlyndi. Þar ræður samtakamátturinn úrslitum." Fjölþættara hlutverk Valgarður segir að þótt grunn- þjónustan sé meginhlutverk sveitarfélaganna þá sé ekki hægt að loka augunum fyrir þeirri staðreynd að sveitarfélög á landsbyggðinni þurfi að koma að atvinnumálum með ýmsu móti og styðja mun meira við bakið á atvinnulífinu en sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. „Sveitarfélög úti á landi hafa því raunverulega fjölþættara hlut- verki að gegna vegna þess hversu atvinnulífið er oft veikburða og „Hugsanlega verður meirihluti þeirra sameiningar- tillagna, sem lagðar verða fram, samþykktur en við höfum enga tryggingu fyrir að svo verði og líklegt verður að telja að mjög litlar einingar standi eftir." Heimilisiðnaðarsafn Á undanförnum árum hefur verið unnið að uppbyggingu veglegs heimilisiðnaðarsafns á Blönduósi, sem er eitt sinnar tegundar á landinu. Staðurinn hefur löngum verið þekktur fyrir rætur heimil- isiðnaðar, sem að hluta tengjast tilvist Húsmæðraskólans er starf- ræktur var þar um áratugi. Lokið hefur verið við byggingu glæsi- legs húsnæðis yfir safnið og var vel til fundið að byggja það við fjós og hlöðu Húsmæðraskólans, sem í dag eru hluti af húsa- kynnum þess. Hönnun hússins var f höndum Guðrúnar Jónsdótt- ur arkitekts en hún á rætur að rekja til Húsmæðraskólans á Blönduósi, er dóttir Huldu Stefánsdóttur sem lengi var skólastýra þar. Húsið var tekið í notkun 29. maí í fyrra. Safnið geymir marga muni og minjar um sögu þessa algenga iðnaðar hér á landi í gegnum tíðina auk þess sem þar er sérstakt sýningarrými fyrir handverks- og listsýningar. Einnig er sérstök sýningarstofa í safninu tileinkuð Halldóru Bjarnadóttur, nefnd Halldórustofa, en þar er margt muna úr búi þeirrar merku fram- taks- og framfarakonu. á Blöndubökkum Nokkrar sýningar eru jafnan til staðar í safninu og má þar nefna ullarsýningu þar sem vinnsluferli ullarinnar er sýnt allt frá því reifið kemur af sauðkindinni til fullunninna flíka. Þá er að finna sýningar á útsaumi, þjóðbúningum, áhöldum og verkfærum ásamt fleiru. Einn þáttur í starfsemi safnsins er að standa fyrir sýn- ingum textílhönnuða og listamanna og nýlega opnaði Guðrún Guðmundsdóttir, textíllistamaður þar sýningu sem hún nefnir Samtal við fortíð. Textílverk sín byggir Guðrún á þræðinum, sem er grunneiningin að sköpun textílverka, og spinnur hann frá upp- hafi að fullunnu verki þar sem hún á myndrænan hátt leitar á vit liðins tíma en tengir hann jafnframt nútíðinni í óhefðbundnum formum. Við opnun sýningar Guðrúnar þann 27. maí sl. rakti Elín Sigurðardóttir áTorfalæk, forstöðumaður safnsins, uppbyggingu þess nokkuð og tilgang og sagði einnig frá listamanninum og verkum hans. Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi stendur á bökk- um Blöndu, rétt við ósa hennar, á einhverjum fallegasta stað í bænum. 21

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.