Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.2004, Blaðsíða 24

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2004, Blaðsíða 24
Viðtal mánaðarins breytinga á framlögum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á nýliðnu ári. í Ijósi sterkrar samstöðu íbúanna hafi verið ákveðið að hverfa frá þeirri hugmynd, að minnsta kosti um skeið. Mikilvægt að ná sátt um skólamálin „Til þess að ræða þá stöðu, sem upp var komin ákváðum við að efna til íbúaþings. Til þess var stofnað í framhaldi af óskum íbúa um opinn fund um skólamál, meðal annars vegna tillögu frá Elvari Árna Lund sveitarstjóra um möguleika á að færa allt skólahald til Kópaskers. Til þingsins var boðið öllum íbúum Öxarfjarðar- og Kelduneshrepps. Fyrirmyndin að íbúaþinginu var að mestu leyti sótt til grunnskólaþings Sambands íslenskra sveitarfé- laga á liðnum vetri þar sem efnt var til hópvinnu þátttak- enda að framsögum loknum. Við fengum Rúnar Sigþórsson, lektor við Háskólann á Akur- eyri, til þess að hafa framsögu á íbúaþinginu. Dagskrá þings- ins var sett þannig upp að ég setti það og kynnti tilefni þess, Elvar Árni Lund, sveit- arstjóri skýrði og ræddi tölulegar upplýs- ingar og staðreyndir um skólahaldið og Rúnar Sigþórsson fjallaði um fagleg og fé- lagsleg sjónarmið í grunnskólastarfi. íbúa- þingið var vel sótt, yfir 100 manns mættu þrátt fyrir eindæma leiðinlegt veður, sem sýnir áhuga fólksins fyrir þessu málefni. Við settum þingið þannig upp að fólk sat við átta manna borð og síðan var hóp- stjóri við hvert borð sem hafði verið und- irbúinn fyrirfram og á hverju borði voru tvö umræðuefni og drógu hópstjórarnir um hver þau yrðu. Að loknum framsögu- erindum var hópunum skipt upp þannig að blöndunin yrði enn meiri og umræður frjórri. Með þessu móti fengust góðar umræður og hópstjórarnir kynntu síðan niðurstöður hvers hóps. Að því búnu fóru fram opnar umræður áður en fundarstjóri tók niðurstöður saman. I stuttu máli má segja að niðurstöður íbúaþingsins hafi verið þær að þótt fólk skilji kosti þess að koma skólahaldinu fyrir undir einu þaki þá sé landfræðileg og félagsleg staða með þeim hætti að ekki sé unnt að fram- kvæma það svo vel fari. Skólinn er á sinn hátt hjarta hvers samfélags og með það að leiðarljósi var ákveðið að halda samstarfi þessara sveitarfélaga áfram um rekstur grunnskólans á Kópaskeri og í Lundi en það var einnig ákveðið að spara fjármuni, meðal annars með sölu eigna sem ekki er verið að nýta. Þá hefur verið ákveðið að segja upp aksturssamningum og endurskipuleggja skólaaksturinn með hagræði og sparnað í huga auk áfram- haldandi aðgæslu í fjármálum í öllu tilliti, þó innan þeirra marka að gæði skóla- starfsins verði áfram í fyrirrúmi." Skólastarf áfram í tveimur deildum Iðunn segir fólk hafa verið áhugasamt að vinna að málefninu á þessum forsendum og góður andi hafi verið á íbúaþinginu, sem skipti miklu máli þegar þurfi að sam- eina hugi og krafta fólks við ólíkar búsetu- aðstæður. Hún kveðsttelja að uppsetning þingsins og fundarform hafa auðveldað umræðuna, einkum að breyta umræðu- hópunum á miðju þingi, að rjúfa fyrstu hópana og raða þeim saman upp á nýtt. Reynslan af þessu íbúaþingi sýni að þarna sé um góða aðferð að ræða þegar taka þurfi til umræðu viðkvæm málefni, sem skólamálin jafnan eru, og undirbúa ákvarðanir sem ef til vill séu ekki öllum að skapi. „Ég tel að á þessu íbúaþingi hafi allt komið fram, sem koma þurfti og fólk náð að tjá skoðanir sínar og lýsa því hvernig það liti á málin frá sfnum bæjar- dyrum." Framtíðarsýn íbúa við Öxarfjörð til næstu fimm ára er byggð á skólahaldi í tveimur deildum og að samstarfsverkefni sveitarfélaganna verði óbreytt þann tíma Einnig segir Iðunn að fyrirhugað sé að taka lán til þess að vinna að viðhaldsmál- um bygginga og endurbóta á lóðum og næsta umhverfi skólanna en það sé orðið mjög brýnt. Áfram verði þó reynt að gæta fyllsta aðhalds í rekstri skólanna. „Skóla- málin eru ekki einföld til úrlausnar þar sem byggðir liggja dreift og vegalengdir eru miklar og geta skapast hitamál út af róttækum breyt- ingum eins og reynslan sýnir. Það er erfitt að sjá þéttbýlis- staðina fyrir sér án skóla en einnig er erfiðleikum bundið að flytja allt skólastarf burt úr sveitunum. Því er ákaflega mikilvægt að ná eins góðri og víðtækri sátt um skólamálin og frekast er kostur," segir Iðunn Antonsdóttir að lok- um. "Ég tel að á þessu íbúaþingi hafi allt komið fram sem þurfti og fólk náð að tjá skoðanir sínar og lýsa því hvernig það liti á málin frá sínum bæjar- dyrum."

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.