Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.2004, Blaðsíða 25

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2004, Blaðsíða 25
Skólamál Speglun við vinaskóla Speglun við vinaskóla er verkefni til að bera saman aðferðir og árangur einstakra grunnskóla og reyna þannig að nýta það besta frá hverjum og einum. Nýtt verkefni er hafið á vegum skólayfir- valda í Reykjanesbæ. Kallast það speglun- arverkefnið eða „speglun við vinaskóla" í daglegu tali og felst í því að vinna að samanburði á árangri grunnskólanna í bæjarfélaginu við skóla á höfuðborgar- svæðinu. Árni Sigfússon bæjarstjóri átti upphaflega hugmyndina að þessu starfi, sem nú er verið að kynna og þróa á veg- um grunnskólanna í bæn- um og fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar og er í fullu samræmi við þá verk- efnaskrá sem bæjaryfirvöld settu sér á yfirstandandi kjörtímabili. Samstarf er hafið eða er að hefjast á milli fjögurra grunnskóla í Reykjanesbæ og að minnsta kosti fjögurra grunnskóla í Reykjavík um gagnkvæma speglun þar sem viðkomandi skólar eiga að geta borið saman árangur í tilteknum náms- greinum eða á tilteknum sviðum skólastarfs. Eðlilega tekur nokkurn tíma að þróa nýja hugmynd á borð við speglunarverkefnið innan skólanna og í sam- starfi á milli þeirra og því má segja að um lengri tíma verkefni sé að ræða. Sveitarstjórnar- mál ræddu við Eirík Hermannsson, fræðslustjóra í Reykjanesbæ, um þetta nýja verkefni og fræðslumálin almennt. Tekið til við innra starf Gríðarleg áhersla var lögð á uppbyggingu grunnskólans í Reykjanesbæ á síðastliðnu kjörtímabili. Allt húsnæði var endurnýjað og er að sögn Ei- ríks örugglega með því besta sem gerist. Ákveðið var að nemendamötuneyti yrði til staðar í öllum fjórum grunnskólunum og gert var átak í að tvinna starf grunnskólans og tónlistarskólans þannig saman að tón- listarskólinn er nú með útibú í öllum grunnskólum. Forskóli tónlistarskólans er rekinn með þeim hætti að allir nemendur í fyrsta og öðrum bekk taka forskólann og þar með töluverða tónlistarfræðslu sér að kostnaðarlausu. Eiríkur segir að markið hafi verið sett hátt til að mæta skólastarf- inu með gríðarlegum metnaði. „Á síðast- liðnu kjörtímabili var megináhersla lögð á uppbyggingu á ytri umgjörð skólans, gengið var vel frá öllum skólalóðum þannig að þær eru glæsilegar og í fyrsta flokks ástandi og allur ytri aðbúnaður er frábær. Þá var einnig rætt um að þegar þessum framkvæmdum lyki væri tími kominn til að einhenda sér í uppbyggingu innra starfs skólanna. Með því er ég ekki að segja að það hafi setið á hakanum vegna mikillar vinnu við útiverk ef svo má að orði komast því unnið var að ýmsu er varðar innra starfið. Nú erum við hins vegar tekin að huga meira að uppbygg- ingu þess en meðan unnið var af fullum krafti að ytri framkvæmdum." Á meðal þeirra bestu Eiríkur segir skólastarfið byggjast á verk- efnaskrá bæjaryfirvalda fyrir yfirstandandi kjörtímabil þar sem áhersla sé lögð á að grunnskólarnir í bæjarfélaginu verði á meðal þeirra bestu á land- inu hvar sem á verði Iitið. „Þessi stefnumörkum bæj- aryfirvalda er eins konar yfirmarkmið þeirrar verk- efnaskrár sem við vinnum eftir. Þar er komið nokkuð víða við og eitt af því er að meta eigin störf. Lögð er áhersla á vandaðar um- bóta- og sfmenntunaráætl- anir fyrir skólastarfið og reynt er að tryggja að námsmat verði nemendum til hvatningar. Aukin áhersla hefur einnig verið lögð á agamál og á hvern hátt skólinn tekur á þeim og leysir." Eiríkur nefnir einnig samstarf við staðar- blöðin um að þau fjalli um skólamálin með jákvæðum hætti og að skólarnir komi á framfæri við bæjarbúa og almenning því sem vel er gert innan þeirra. Með því sé í rauninni verið að styrkja ímynd skólanna og minna á að þar er unnið vel. Þeir þurfi rétt eins og aðrir í samfélaginu að vera á verði gagnvart ímynd sinni og gæta þess að neikvæð umræða skaði ekki störf þeirra. Tvenn hvatningarverðlaun Eiríkur segir að ef tileinka eigi sér bestu vinnubrögð sem völ er á, bæði á meðal kennara og nemenda þurfi að læra af þeim bestu í viðkomandi grein eða fagi. Þannig hafi hugmyndin um speglunarverk- Eiríkur Hermannsson, fræÖslustjóri í Reykjanesbæ, og Lára Cuömundsdóttir, aöstoöarskóla• stjóri Njarövíkurskóla. Aö baki þeirra sér í mátverk Jóns Guömundssonar sem sýnir höf- uöatvinnuveg Reyknesinga til skamms tíma en málverkiö hangir uppi á Fræösluskrifstofu Reykjanesbæjar. Viðtalið við Láru er að finna á bls. 27. „Lögð er áhersla á vandaðar umbóta- og símennt- unaráætlanir fyrir skólastarfið og reynt er að tryggja að námsmat verði nemendum til hvatn- ingar." 25

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.