Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.2004, Blaðsíða 5

Sveitarstjórnarmál - 01.09.2004, Blaðsíða 5
Forystugrein Viljayfirlýsing um eflingu sveitarstjórnarstigsins Hinn 17. september si. var undirrituð sameiginleg viljayfirlýsing félagsmála- ráðherra, fjármálaráðherra og Sambands íslenskra sveitararfélaga vegna átaks um eflingu sveitarstjórnarstigsins. Þessi yfir- lýsing er mikilvæg í Ijósi þess að sveit- arstjórnarmönnum hefur fundist, í þeirri vinnu sem þegar hefur átt sér stað varð- andi þetta mál, að það vantaði skýrari vilja ríkisins til að takast á við þetta mikilvæga verkefni og um leið ræða nú- verandi fjárhagsstöðu sveitarfélaga, ekki síst þeirra sveitarfélaga sem í dag standa frammi fyrir verulegum fjárhags- vanda. Efling sveitarstjórnarstigsins og sú fjárhagslega umgjörð sem sveitarfélög- unum er búin er ekki einkamál sveitar- stjórnarmanna. Það á að vera sameigin- legt hlutverk ríkis og sveitarfélaga að sjá til þess að sveitarfélögunum séu tryggð- ar nægilegar tekjur til að sinna þeim lögbundnu og venjubundnu verkefnum sem löggjafar- og framkvæmdavaldið hefur sett á herðar þeirra. Nú er það svo að fjárhagsstaða sveit- arfélaganna er afar mismunandi. Sam- kvæmt nýlegri könnun er hún verst hjá sveitarfélögunum víða á landsbyggðinni með u.þ.b. 1.000-5.000 íbúa. Þessi sveitarfélög hafa á undanförnum árum almennt lagt áherslu á góða og öfluga þjónustu fyrir íbúa sína en á sama tíma hefur íbúum margra þeirra fækkað veru- lega. Það þýðir tekjutap sem reynst get- ur afar örðugt að mæta með samdrætti í þjónustu. í viljayfirlýsingunni er tekjustofna- nefndinni, sem jafnframt á að leggja mat á fjárhagsleg áhrif tillagna um breytta verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga, falið það hlutverk að skoða þau sveitarfélög og svæði sem standa höll- um fæti fjárhagslega, meta ástæður fyrir þeim vanda og gera tillögur sem leitt geta til úrbóta. Lausn þessa vanda er al- gjör forsenda þess að sveitarfélögin taki við nýjum verkefnum jafnfram því að sveitarfélögunum verði tryggðir eðlilegir tekjustofnar vegna hugsanlegra nýrra verkefna. Sameining sveitarfélaga, flutningur nýrra verkefna til sveitarfélaga og traust- ari fjárhagsstaða þeirra á að vera sam- eiginlegt viðfangsefni ríkis og sveitarfé- laga og í viðræðum um þessi mál er það algjört grundvallaratriði að ríki gagnkvæmt traust og skilningur. Von- andi stuðlar þessi viljayfirlýsing að því að svo verði. í viljayfirlýsingunni er tryggt fjármagn að upphæð 2-2,5 milljarðar króna á ár- unum 2005-2009 til að aðstoða einstök sveitarfélög við sameiningu í samræmi við reglur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Einnig er því lýst yfir að lögð verði áhersla á að gera samráð og samstarf ríkis og sveitarfélaga um efnahags- og kjaramál og fjármálaleg samskipti skil- virkara en nú er. Þetta er ákaflega mikil- vægt því þótt fjármálaleg samskipti ríkis og sveitarfélaga hafi í nokkrum veiga- miklum málum verið í lagi er öllum Ijóst að oft og tíðum hafa þau ekki verið með eðlilegum hætti. Þau samskipti verður að bæta. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson SVEITARSTJÓRNARMÁL Útgefandi: Samband íslenskra sveitarfélaga Borgartúni 30, 5. hæð • 105 Reykjavík • Sími: 515 4900 samband@samband.is • www.samband.is Ritstjórar: Magnús Karel Hannesson (ábm.) • magnus@samband.is Bragi V. Bergmann • bragi@fremri.is Ritstjórn: Fremri kynningarþjónusta • Furuvöllum 13 • 600 Akureyri Sími 461 3666 ■ fremri@fremri.is Blaðamenn: Þórður Ingimarsson • thord@itn.is Auglýsingar: P. J. Markaðs- og auglýsingaþjónusta Símar: 566 8262 & 861 8262 • pj@pj.is Umbrot og prentun: Ásprent Stíll hf. ■ Clerárgötu 28 • 600 Akureyri Sími 4 600 700 ■ asprent@asprent.is Dreifing: íslandspóstur Forsíðan: Forsíðumyndin var tekin af flugeldasýningu við Jökulsárlón að kvöldi 31. júlí sl. Flugeldasýningin er árlegur viðburður um verslunar- mannahelgina og hluti af þeirri margvíslegu ferðaþjónustu sem Horn- firðingar eru að byggja upp. - Mynd: Júlía Imsland. Tímaritið Sveitarstjórnarmál kemur út 10 sinnum á ári Áskriftarsíminn er 461 3666 7. tbl. var prentaft 23. september 2004 SFS TÖLVUMIÐLUN www.tm.is 5

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.