Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.2004, Blaðsíða 13

Sveitarstjórnarmál - 01.09.2004, Blaðsíða 13
Sjávarútvegur er og veröur undirstööuatvinnuvegur á Höfn. Hér er Sívar Árni í Bestafiski viö vinnu sfna. tveimur reynslusveitarfélögum á landinu ásamt Akureyrarkaupstað. Albert er spurð- ur um reynsluna af þessu starfi og hvort ástæða sé til að halda því áfram eða jafn- vel að auka það með fleiri verkefnum. Hann segir reynslusveitarfélagið hafa orð- ið til með lögum sem um þau giltu á ár- unum 1996 til 1999 og voru framlengd til ársins 2001. Samkvæmt þeim hafi sveitar- félagið tekið að sér heilbrigðis- og öldrun- armál. I mikið hafi verið ráðist á þessum tíma því samfara yfirtöku þessara mála- flokka hafi öll sýslan verið sameinuð og sveitarfélögin tekið yfir rekstur grunnskól- ans. Einnig hafi verið gerður þjónustu- samningur um málefni fatlaðra. Þannig hafi orðið gffurleg umskipti í stjórnsýsl- unni sem kölluðu á breytt skipulag og meira áiag á kjörna fulltrúa, embættis- menn og starfsfólk þessara málaflokka. Eft- ir að reynslutfmanum lauk var gerður sér- stakur þjónustusamningur um heilbrigðis- og öldrunarmálin á svipuðum grundvelli og reynsluverkefnin og þjónustusamningur um málefni fatlaðra var framlengdur: „Ég held að flestir sem að málinu koma séu sammála um að framkvæmdin hafi heppnast vel og að skynsamlegt sé að samþætta þjónustuna. Aftur á móti hefur kostnaður vegna heilbrigðisstofnunarinnar hækkað eins og annarra skyldra stofnana á síðustu tveimur árum. Því er ekki að leyna að við erum ekki ánægð með við- brögð ríkisins. Þar á bæ eru menn tregir til að leiðrétta samninginn eins og endur- skoðunarákvæði gera ráð fyrir ef forsendur breytast. Þess vegna er sá samningur í mikilli óvissu f dag." Tryggja þarf tekjumöguleika Albert kveðst engu að sfður talsmaður þess að verkefni verði færð til sveitarfélag- anna. Reynslan af framkvæmdinni sé góð og nærþjónustan eigi fremur heima hjá sveitarfélögunum en ríkinu. Starfsfólk þeirra stofnana, sem hlut eiga að máli, telji sig ekki síst hafa fundið fyrir jákvæð- um breytingum eftir að málin voru tekin heim í hérað: „Hins vegar er alveg Ijóst að sveitarfélögin geta ekki tekið á sig mála- flokka sem kalla á mikil útgjöld án þess að tryggt sé að þau hafi tekjumöguleika á móti. Margir sveitarstjórnarmenn vilja þvf íhuga þessi mál mjög vandlega áður en að teknar verða ákvarðanir um að flytja málaflokk á borð við heilbrigðismálin til sveitarfélaganna vegna þess hversu vanda- söm þau eru og erfið í framkvæmd. Það er þó með þau verkefni eins og aðra samfé- lagsþjónustu að einhver verður að bera ábyrgð á að henni sé sinnt. Sveitarfélögin verða því að fá tækifæri til þess að gera það sómasamlega eigi þau að taka við umfangsmiklum málaflokkum eins og þessum." Sameiningin skilaði okkur áfram Sameining sveitarfélaganna í Austur- Skaftafellssýslu var grundvöllur þess að unnt var að taka aukin verkefni til sveitar- félagsins. Hvernig hefur tekist að skapa sameiginlega vitund með þéttbýlinu á Höfn og nágrannabyggðunum sem áður tilheyrðu öðrum og sjálfstæðum sveitarfé- lögum? Eru möguleikar á frekari samein- ingu í framtíðinni eða er landfræðileg staða sveitarfélagsins með þeim hætti að byggðin tengist ekki öðrum byggðalögum þannig að um heppilega sameiningarkosti geti verið að ræða? Albert segir að skiptar skoðanir séu um árangur eða afleiðingar sameiningarinnar og öðru hverju heyrist raddir um að breytingarnar hafi ekki haft jákvæð áhrif og gildir þá einu hvort fólk komi úr dreif- eða þéttbýli: „Sjálfur met ég stöðuna þannig að heilt á litið hafi sam- einingin skilað okkur fram á veginn. Aust- ur-Skaftafellssýsla hefur verið einangruð í gegnum tíðina vegna samgönguerfiðleika og segja má að sérstaða hennar sé enn Feröaþjónustan fer sífellt vaxandi. Hér eru Þórhildur og Bjarni á Kaffihorninu. SFS TÖLVUMIÐLUN www.tm.is 13

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.