Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.2004, Blaðsíða 18

Sveitarstjórnarmál - 01.09.2004, Blaðsíða 18
Þær eru reyndar ekki aö hiröa rusl í unglingavinnunni þessar ungu stúlkur heldur eru þær staddar í kríu- varpinu viö Höfn. - Myndir frá Höfn: Júlía Imsland. þeirra sem eru að leita upplýsinga og vinna að öflun þeirra og miðlun út frá því sjónarhorni en ekki okkar sjálfra, sem erum á staðnum. Með því að kynna hluti á borð við þá menningu sem sveitarfélag- ið hefur upp á að bjóða, perlur eins og Jökulsárlón, Skaftafell, StafafelIsfjölI og Vatnajökul ásamt þjónustunni á hverjum stað og tíma í einu afli út á við, höfum við möguleika til þess að ná til margfalt fleiri aðila út um allan heim en ef við dreifðum þessu á marga staði. Með þessu móti verðum við ekki einungis sterk út á við heldur einnig inn á við sem samfélag." Sveinbjörn segir að þá sé ótalið það sem fræði- og vísindasamfélagið hafi að bjóða í tengslum við þennan stærsta jökul Evrópu. Ætlunin sé að safna saman á einn stað vísindalegum upplýsingum um Vatna- jökul með tilvísun í fræði- og vísinda- greinar á netinu. Hann kveðst þegar hafa haft samband við nokkra vísindamenn og þeir sýnt hugmyndinni mikinn áhuga. Sveinbjörn segir náttúruhamfarir eiga sér stað af og til íVatnajökli. Síðast hafi gosið þar í desember 1998 og viðburðir af því tagi veki jafnan mikla athygli bæði jarð- vísindasamfélagsins og ferðalanga. Því geti miklir fjármunir legið í þvílíkum við- burðum samfélaginu til handa sem því beri að nýta. Hann nefnir sem dæmi um verðmætin sem liggja fVatnajökulssvæð- inu að þegar tökur á einni af kvikmyndum um James Bond hafi farið fram á Jökulsár- lóni fyrir nokkru hafi menn komið auga á um hversu stóra köku væri raunverulega að ræða og hversu margir geti notfært sér þá möguleika sem náttúran bjóði á þessu svæði. „Ég held að á þeim tímapunkti hafi menn áttað sig á hvað geti raunverulega verið um að ræða takist okkur að halda rétt á spöðunum. í þessum efnum er upp- lýsingagjöfin mikils virði og því komum við til með að njóta þess upplýsingasam- félags sem við höfum verið að byggja upp á undanförnum árum í góðu samstarfi við sveitarfélagið og með það að bakhjarli að ýmsu leyti." Bæjarstjóri fær knattspyrnuviðurkenningu Albert Eymundsson, bæjarstjóri á Höfn, var heiðraður fyrir störf sín í þágu knattspyrnu á íslandi og fór sú athöfn fram á Laugardalsvelli áður en vináttuleikur íslands og (talíu hófst í ágúst sl. Við þetta tækifæri sagði Eggert Magnús- son, formaður KSÍ, m.a. að í tilefni af 100 ára afmæli Alþjóða knattspyrnusambands- ins á yfirstandandi ári hafi verið ákveðið að heiðra einn mann úr hverju aðildar- landi þess. „Okkur bar að velja einn ein- stakling á íslandi sem við teldum eiga þetta skilið og sá maður er Albert Ey- mundsson, sem okkur þykir vera algjör fyrirmynd um alla þessa hluti og okkur finnst prýða knattspyrnuforustumann." Eggert sagði Albert hafa starfað á öllum sviðum knattspyrnunnar; verið leikmaður, þjálfari og forustumaður og kynnst þar öll- um hliðum, alls staðar verið sama góð- mennið, jákvæður út í alla hluti og í alla Albert Eymundsson, staddur á Hótel Sögu á dög- unum. staði fyrirmynd annarra í öllum þessum störfum. Því hafi verið sérstaklega ánægju- legt og gaman að geta heiðrað Albert fyrir framan rúmlega 20 þúsund manns á íþróttavellinum sem allir klöppuðu honum lof í lófa. Albert hefur setið í stjórn KSÍ og tekið virkan þátt í störfum sambandsins. Hann sagði f samtali við hornafjordur.is að hann tileinkaði þessa viðurkenningu Ástu konu sinni og börnunum þeirra, þau hafi fórnað sumarleyfunum öll árin og þess í stað þvælst þvers og kruss um landið í fót- boltaferðalögum. 18 tölvumiðlun H-Laun wvvw.tm.is

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.