Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.2004, Blaðsíða 24

Sveitarstjórnarmál - 01.09.2004, Blaðsíða 24
Félagsmál Byggðastefna ein forsenda velferðar Björk Vilhelmsdóttir segir félagsleg vandamál þyngri í borgum en í dreifbýli og því sé virk byggða- stefna ein af forsendum velferðar. Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi og for- maður félagsmálaráðs Reykjavíkurborgar, sótti fund European Pubilc Social Platform, sem haldinn var í Kaupmannahöfn á liðnu vori. EPSP er samráðsvettvangur ýmissa samtaka um félagslega uppbyggingu í Evr- ópu og er Samband íslenskra sveitarfélaga aðili að þessu starfi. Barátta gegn atvinnu- og heimilisleysi Björk segir að á fundinum í Kaupmanna- höfn hafi fulltrúar Norðurlandanna kynnt áætlanir þeirra í baráttunni gegn fátækt, fé- lagslegri útskúfun og heimilisleysi en á fundi EPSP í Lissabon árið 2000 var ákveð- ið að Evrópusambandslöndin settu sér ákveðin markmið í þessu efni og stendur átakið yfir fram til ársins 2010. Hún segir mismunandi hvernig unnið er að þessum málum í hverju landi fyrir sig og áherslur taki mið af félagslegri stöðu íbúa á hverjum stað. Þrátt fyrir það megi greina ákveðna meginstrauma. „Þar ber fyrst að nefna at- vinnuskapandi verkefni þar sem reynt er að sníða atvinnu fyrir fólk undir 25 ára aldri og sérstaklega fyrir fólk sem býr við slæman félagslegan bakgrunn." Björk segir samfellu í vinnumarkaði raunverulega það eina sem geti dregið verulega úr fátækt þegar litið sé til lengri tíma. Þess vegna hafi vinnumálin verið eitt meginefni þessa fundar þar sem vandi dreifbýlis jafnt sem stórborganna hafi verið til umfjöllunar enda virðist hann algerlega óháður búsetu fólks. Annað mikilvægt verkefni á þessum vettvangi er að vinna gegn heimilisleysi fólks en það er að sögn Bjarkar nær eingöngu bundið við borgir. Hún segir að í því efni sé fremur lögð áhersla á að vinna með þeim sem þegar hafi orðið algjörlega utangarðs í samfélaginu en á fyrirbyggjandi aðgerðir vegna þess alvarlega vanda sem við- varandi heimilisleysi valdi fólki. Að fylla flórinn Björk segir Norðurlöndin hafa verið nokkuð leiðandi í Evrópusamstarfinu gegn fátækt og félags- legri einangrun, einkum á sviði rannsókna. Nú er farið að rann- saka mun meira mismunandi áhrif aðgerða á félagslegar horfur Björk Vilhelmsdóttir stýrir fundi á fulltrúaráösfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga á liönu vori. fólks, bæði til lengri og skemmri tíma, og afla þannig aukinnar þekkingar á þessum málaflokki. Hún segir einnig farið að bera á því að horft sé á þessi mál frá nýju sjón- arhorni og kveðst sérstaklega hafa veitt at- hygli innleggi frá dönskum aðila á Kaup- mannahafnarfundinum í því efni. „Hann flutti mjög athyglisverðan fyrirlestur þar sem hann benti á að breyta verði um grundvallarhugsun í baráttunni við félags- lega útskúfun. Hann sagði m.a. að nú verði að hætta að hugsa eingöngu um þá sem þegar eru félagslega útskúfaðir en fara þess í stað að hugsa meira um þá sem útskúfa fólki. Ef engir útskúfi þá verða engir útskúfaðir. Hann sagði að margt af því fólki sem lendir utangarðs eigi að hafa bæði félagslega og efnahagslega mögu- leika á að tilheyra samfélaginu. Það lendi hins vegar utangarðs vegna þess að þeir sem ráða ýmsum meginstraumum á borð við neyslu og tísku geri svo miklar kröfur að þeir hópar, sem ekki komast nálægt þeim viðmiðunum, sem fólk hefur frá um- hverfinu, verði alltaf stærri og stærri. í sumum tilfellum sé þessi vandi jafnvel far- inn að færast á milli kynslóða sem félags- legur arfur. Þessi fyrirlesari hreyfði hvað mest við mér vegna þess frá hvaða sjónar- horni hann nálgaðist málið. Hann benti okkur kurteislega á að við værum alltaf að reyna að moka flórinn en gættum ekki að því hverjir fylltu hann stöðugt á móti." Liður í baráttunni gegn fátækt og félagslegri útskúfun eru atvinnuskapandi verkefni þar sem reynt er að sníða atvinnu fyrir fólk undir 25 ára aldri og sérstaklega fyrir fólk sem býr við slæman félagslegan bakgrunn. Heimilisleysiö bundiö við borgir Björk segir að eftir því sem kröfurnar verði meiri, verði velferðar- kerfið dýrara og stöðugt kosti meira fé að koma fólki út úr erfiðri stöðu fátæktar og félagslegrar einangrunar. „Eftir því sem fleiri lenda í félagslega erfiðri stöðu ættum við að bregðast við með aðgerðum sem vinna gegn því að fólk lendi stöðugt í þessum aðstæðum. Annað er ógerningur vegna þess fjar- ------------------------------- magns sem fer í að hjálpa hverjum og einum sem er fast- ur í félagslegum erfiðleikum. Þróunin er líka svo hröð og kröfurn- ar vaxa það hratt að margt af því fólki, sem er orðið útundan eða er á leið þangað, hefði ekki lent í þeirri stöðu fyrir um tveimur 24 <%>

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.