Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.2004, Blaðsíða 25

Sveitarstjórnarmál - 01.09.2004, Blaðsíða 25
Félagslegt íbúðarhúsnæði er víða að finna í Reykjavík. Þessi mynd er af félagsbústöðum við Hringbraut. samsetningu á milli sveitarfélaga. Reykja- víkurborg sé t.d. að veita hlutfallslega um helmingi hærri upphæð til félagslegrar þjónustu en það sveitarfélag sem næst komi. „Ástæða þess liggur fyrst og fremst í íbúasamsetningunni og hvernig byggð er skipulögð frá einu sveitarfélagi til annars. Þegar skipulag íbúðabyggða heilla sveitar- félaga byggist einkum eða alfarið á dýru húsnæði gefur það augaleið að félagslegu vandamálin flytjast til þeirra sveitarfélaga þar sem ódýrara húsnæði og félagslegar íbúðir er að finna. Þetta kemur augljóslega niður á Reykjavíkurborg í samanburði við nágrannasveitarfélögin á höfuðborgar- svæðinu og hugsanlega Akureyrarkaupstað í samanburði við sveitarfélög á lands- byggðinni." áratugum," segir Björk og bendir á hátt íbúðaverð sem hluta af þessum vanda. „Þótt íbúðaverð sé ekki út af fyrir sig á þeirri verk- efnaáætlun gegn fátækt og félagslegri útskúfun sem var til um- ræðu á Kaupmannahafnarfundinum finnst mér ekki hægt að ræða þessi mál án þess að minnast á það. íbúðaverð er hæst í stórborgunum þar sem gríðar- lega hár húsnæðiskostnaður leiðir beinlínis til þess að fólk getur ekki eignast húsnæði eða staðið straum af húsnæð- iskostnaði með neinum hætti og lendir því í þeirri stöðu að eiga ekkert heimili. Þetta er ein af aðalorsökum heimilisleysisins og ástæða fyrir því að það er nær eingöngu bundið við borgir." Byggðastefna forsenda velferðar „Þess vegna tel ég," heldur Björk áfram „að byggðastefna sé ein af þeim leiðum sem samfélög ráða yfir til þess að sporna við þró- un, sem leiðir fólk til fátæktar og heimilisleysis. Stöðug sam- þjöppun fólks í stórborgunum leiðir sjálfkrafa til þess að fólk lendir í þeirri stöðu að það hefur ekki vinnu eða tekjur til þess að skapa sér heimili eða standa undir lágmarks lífsskilyrðum. Þetta gerist þótt tekjumöguleikar séu að hluta til meiri í borgunum en í dreifðari byggðum því hættan á lágum tekjum og tekjuleysi er einnig mun meiri í borgunum en í landsbyggðarsamfélögum. Misskiptingin verður meiri innan borgarsamfélagsins og virk byggðastefna á því meðal annars að geta borgað sig að einhverju leyti með minni útgjöldum til félagsmála. Öflug byggðastefna er því ein af forsendum velferðar." Mikill munur á íbúasamsetningu Björk segir þetta fela í sér ákveðin skilaboð inn í sveitarstjórnar- málin því hér á landi megi finna mikinn mun á félagslegri íbúa- Jöfnun félagslegs kostnaðar Björk kveðst hafa hugleitt mögulega aðkomu Jöfnunarsjóðs sveit- arfélaga að þessu máli; að sjóðurinn taki þátt í kostnaði sveitarfé- laga vegna félagslegra þátta á sama hátt og hann tekur þátt í kostnaði þeirra við menntamál og húsaleigubætur. „Mér finnst athugandi að þau sveitarfélög, sem hafa háar útsvarstekjur á mann en lítil félagsleg útgjöld, greiði í gegnum Jöfnunarsjóð til þeirra sveitarfélaga sem búa við erfiða félagslega byrði þannig að sá kostnaður, sem vaxandi fé- lagslegur vandi fólks veldur sveitarfélögunum, komi jafnar niður á þau. Ég tel að slíkt gæti orðið liður í þeirri baráttu sem þarf að heyja vegna vaxandi félagslegs óréttlætis og einangrunar fólks og hið samevrópska starf miðar að því að finna lausnir á." Vélsmiðjan Foss ehf Ófeigstanga 15, 780 Homafirði Sími 478 2144 • Fax 478 2145 • foss@fossehf.is • www.fossehf.is Stöðug samþjöppun fólks í stórborgunum leiðir sjálfkrafa til þess að fólk lendir í þeirri stöðu að það hefur ekki vinnu eða tekjur. SFS TÖLVUMIÐLUN vwvw.tm.is 25

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.