Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.2004, Blaðsíða 27

Sveitarstjórnarmál - 01.09.2004, Blaðsíða 27
Staðardagskrá 21 Staðardagskrárverðlaunin til Reykjavíkurborgar Reykjavíkurborg á lengst allra sveitarfélaga að baki samfellt starf við gerð og eftirfylgni Staðar- dagskrár 21. Reykjavíkurborg hlaut staðardagskrárverð- launin 2004 og tók Þórólfur Árnason, borgarstjóri við þeim úr hendi Sivjar Frið- leifsdóttur, þáverandi umhverfisráðherra, í Café Flórunni í Grasgarðinum í Laugardal 25. júní sl. Við afhendinguna sagði Siv Friðleifs- dóttir umhverfisráðherra m.a. að mörg sveitarfélög á íslandi hafi unnið ötullega að umhverfismálum á síðustu árum undir merkjum Staðardagskrár 21. Þess vegna sé ekki auðvelt verkefni að tilnefna eitt sveit- arfélaga sem öðrum fremur eigi skilið að fá viðurkenningu sem þessa. En þegar litið sé yfir sviðið sé Ijóst, að nokkur hópur sveitarfélaga hafi skorið sig úr og myndað öfluga forystusveit í þessu mikilvæga starfi. Tildrög þess að Stýrihópur Staðardag- skrár 21 á íslandi ákvað að veita Reykja- víkurborg Staðardagskrárverðlaunin 2004 eru markviss og vönduð vinnubrögð borg- aryfirvalda í staðardagskrárstarfinu á árun- um frá 1998 til 2004. Reykjavíkurborg á lengst allra sveitarfélaga að baki samfellt starf við gerð og eftirfylgni staðardagskrár 21. Borgin gerðist aðili að Álaborgarsátt- málanum 1997. Má segja að þar liggi formlegt upphaf þessa starfs en nokkrum mánuðum síðar var skipulögðu staðardag- skrárstarfi hleypt af stokkunum hér á landi af umhverfisráðuneytinu og Sambandi ís- lenskra sveitarfélaga. Af verkefnum sem Reykjavíkurborg hef- ur ráðist í innan ramma staðardagskrár- starfsins í borginni má m.a. meðal nefna; umhverfisvef borgarinnar, sem er hluti af vefsvæði Umhverfis- og heilbrigðisstofu, virka þátttöku borgarinnar í starfi ICLEI, sem eru alþjóðasamtök sveitarfélaga um sjálfbæra þróun, umhverfisstjórnunarkerfi, sem byggt hefur verið upp fyrir Umhverf- is- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur, skóla- vist, sem er umfangsmikið umhverfisverk- efni á vegum Fræðslumiðstöðvar Reykja- víkur, verkefni á sviði vistvænna inn- kaupa, árvissa þátttöku í evrópsku sam- gönguvikunni og bíllausa deginum og vinnu við grænar lykiltölur. Þórólfur Árnason borgarstjóri og Siv Friðleifsdóttir, þáverandi umhverfisráðherra, með verðlaunaskjal stað- ardagskrárverðlaunanna 2004. <%> ----- 27

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.