Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2004, Blaðsíða 6

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2004, Blaðsíða 6
Fréttir Staðardagskrá 21 Vistvæn innkaup spara fjármuni Nú eru unnið að verkefni um vistvæn innkaup með Ríkiskaupum, Reykjavíkurborg, Hafnarfjarðarkaup- stað, Akureyrarkaupstað o.fl. aðilum. Þetta kom m.a. fram í erindi sem Finnur Sveinsson, umhverfis- ráðgjafi í Svíþjóð, flutti á ráðstefnu Staðardagskrár 21 á dögunum og fjallaði um græn innkaup sveit- arfélaga. Finnur sagði vistvæn innkaup snúast um að velja þá vöru sem síður sé skaðleg um- hverfinu eða heilsu manna, samanborið við aðrar vörur sem uppfylla sömu þarfir og bera samtímis sama eða lægri líftíma- kostnað. Hann sagði að ríkisvaldið og sveitarfélögin væru mjög stórir innkaupa- aðilar og gætu því með þessu móti haft veruleg áhrif á markaðinn. Mun betra Fljótsdalshérað „Fljótsdals- hérað" fékk langflest atkvæði Nafnið Fljótsdalshérað fékk langflest at- kvæði þegar kjósendur í sveitarstjórnar- kosningunum 16. október sl. greiddu atkvæði í skoðanakönnun um nafn á nýtt sveitarfélag eftir sameiningu Austur-Héraðs, Norður-Héraðs og Fellahrepps. Kosið var um nöfnin Egilsstaða- byggð, Fljótsdalshérað og Sveitarfélagið Hérað, en jafnframt gafst kjósendum kostur á að leggja fram annað nafn frá eigin brjósti. Niðurstaðan varð að nafn- ið Fljótsdalshérað hlaut 689 atkvæði, Sveitarfélagið Hérað hlaut 263 atkvæði og Egilsstaðabyggð 149 atkvæði. Fjöl- margar aðrar tillögur að nafni komu fram og tengdust margar þeirra Egils- stöðum á einhvem hátt en einnig Hér- aðinu og Lagarfljóti. Þessi niðurstaða er þó ekki bindandi fyrir nýja sveitarstjórn sem tók til starfa 1. nóvember sl. Finnur Sveinsson fiytur erindi sitt á ráðstefnu Stað- ardagskrár 21. væri að nota innkaup til að hvetja til vöruþróunar heldur en að beita styrkjum, því með því móti væru markaðsöflin nýtt til að vöruþróun eigi sér stað, en ekki tilskipanir. „Með vistvænum innkaupum er verið að spara fjármuni, því vistvænar vörur eru yfirleitt gæðavörur og sé líftímakostnaður reiknaður er hann lægri en þegar keyptar eru hefðbundnar vörur. Þá er tekið tillit til innkaupsverðs, rekstrarkostnaðar og förg- unarkostnaðar f lok líftíma. Því er mikilvægt að skilgreina hver þörfin er áður en farið er af stað í inn- kaup, hagkvæmast er ef hægt er að skil- greina burt þörfina," sagði Finnur m.a. í erindi sínu. Lokatölur Ný sveitarstjórn á Héraði L-listi Héraðslistans hlaut417 atkvæði og fjóra menn kjörna í sveitarstjórnarkosning- um sem fram fóru í nýju sveitarfélagi á Héraði 16. október sl. D-listi Sjálfstæðis- flokks hlaut 393 atkvæði og þrjá menn kjörna, B-listi Framsóknarflokks hlaut 358 atkvæði og þrjá menn kjörna og Á-listi Áhugafólks um sveitarstjórnarmál hlaut 163 atkvæði og einn mann kjörinn. Auðir seðlar og ógildir voru 79. Kjörsókn í sveitarstjórnarkosningunum var 72% á Norður-Héraði, 66% á Austur- Héraði og 75% í Fellahreppi en hin nýja sveitarstjórn tók til starfa 1. nóvember sl. í nýju sveitarfélagi sem varð til við samein- ingu þessara þriggja sveitarfélaga. Kosið var um sameiningu sveitarfélaganna þriggja á liðnu sumri auk Fljótsdalshrepps þar sem meirihluti íbúa felldi tillögu um sameiningu. Fljótsdalshreppur stendur því utan hins nýja sveitarfélags á Héraði en íbúafjöldi þar var 93 þann 1. desember sl. íbúafjöldi hins nýja sveitarfélags er um 3.000 samkvæmt tölum frá sama tíma. Sveitarstjórnarmenn í hinu nýja sveitar- félagi eru: Skúli Björnsson aðstoðarskógar- vörður, Anna Guðný Árnadóttir hjúkrunar- fræðingur, Ásmundur Þórarinsson skógar- bóndi og Baldur Pálsson slökkviliðsstjóri, af L-lista. Soffía Lárusdóttir framkvæmda- stjóri, Ágústa Björnsdóttir skrifstofustjóri og Hrafnkell Elíasson framleiðslustjóri, af D-lista. Björn Ármann Ólafsson bæjarfull- trúi, Þorvaldur P. Hjarðar vélfræðingur og Anna H. Bragadóttir skrifstofustjóri, af B- lista og Guðgeir Þ. Ragnarsson bóndi, af Á-lista.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.