Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2004, Blaðsíða 10

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2004, Blaðsíða 10
Sameining sveitarfélaga Ur 103 í 39 Sveitarfélögum á íslandi mun fækka um 64 eða úr 103 í 39 verði þær frumtillögur að veruleika, sem sameiningarnefnd verkefnisins um eflingu sveitarstjórnarstigsins hefur kynnt. Verði tillögur sameiningarnefndarinnar að veruleika munu verða til þrjú sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins með meira en 10 þúsund íbúa. Fyrst er að telja sameinað sveitarfélag á Eyjafjarðar- svæðinu er telja myndi rúmlega 23 þúsund íbúa, sameinað sveit- arfélag á Reykjanesi yrði með yfir 17 þúsund íbúa og sameinað sveitarfélag á undirlendinu beggja vegna Ölfusár myndi ná 10 þúsund íbúa markinu. Tillögurnar hafa nú verið og verða kynntar sveitarstjórnamönnum og almenningi sem verður gefinn kostur á að koma rökstuddum athugasemdum á framfæri. Sameiningarnefndin mun síðan taka allar athugasemdir sem fram koma til umfjöllunar áður en að endanlegar og bindandi til- lögur, er kosið verður um, verða lagðar fram, væntanlega í des- ember næstkomandi. Við vinnu að undirbúningi og gerð samein- ingartillagnanna hefur verið miðað við að hvert sveitarfélag nái ekki til stærra svæðis en að þar geti myndast heilstætt samfélag. Gert er ráð fyrir að þéttbýli og sveitir umhverfis þau tilheyri sama sveitarfélagi og einnig hefur verið horft til þess að um góðar sam- göngur verði að ræða innan nýrra sveitarfélaga. Tvennar kosningar á höfuðborgarsvæðinu Eðli málsins samkvæmt verður minnst um kosningar vegna sam- einingar sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem stendur saman af fjölmennum byggðakjörnum er liggja hver upp að öðrum, gagnstætt landsbyggðinni þar sem byggð er víðast hvar mjög dreifð um stór landssvæði og sveitarfélög fámenn. Sameiningar- nefndin leggur þó til tvennar sameiningarkosningar á því svæði. Annars vegar að kosið verði um sameiningu Kjósarhrepps og Reykjavíkurborgar og hins vegar Sveitarfélagsins Álftaness (gamla Bessastaðahrepps) og Garðabæjar en sameiginleg íbúatala þeirra er um 10.800 íbúar. Reykjanesið í eitt . | Claöir Crindvíkingar á 30 ára afmælishátíö Crindavíkurbæjar fyrr á þessu ári. Á Reykjanesi horfir málið við með öðrum hætti því sameiningar- nefndin leggur til að kosið verði um sameiningu allra sveitarfé- laganna á svæðinu, þ.e.a.s. Reykjanesbæjar, Grindavíkur- bæjar, Sandgerðisbæjar, Sveit- arfélagsins Garðs ogVatns- leysustrandarhrepps. Við slíka sameiningu yrði til sveitarfélag með um 17 þúsund íbúa á Reykjanesi miðað við íbúatöl- ur frá 1. desember sl. í dag tel- ur Reykjanesbær um 11 þúsund íbúa og vantar því lítið á að sveitarfélagið sé tvöfalt stærra en öll hin sveitarfélögin tii samans. Akraneskaupstaður einn og sér í Borgarfirði standa nú yfir viðræður á tveimur svæðum um sameiningu sveitarfélaga. Sunnan Skarðsheiðar liggur fyrir að kosið verði þann 20. nóvember nk. um samein- ingu Leirár- og Melahrepps, Innri-Akraneshrepps, Skila- mannahrepps og Hvalfjarðarstrandarhrepps. Sameiningarnefndin leggur því ekki fram sameiningartillögu á þessu stigi en áskilur sér rétttil þess að lokinni kosningu, verði sameiningin felld. At- hygli vekur að nefndin leggur ekki til að Akraneskaupstaður taki Við vinnu að undirbúningi og gerð sameiningartil- lagnanna hefur verið miðað við að hvert sveitarfé- lag nái ekki til stærra svæðis en að þar geti mynd- ast heilstætt samfélag. 10 tölvumiðlun H-Laun www.tm.is

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.