Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2004, Blaðsíða 21

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2004, Blaðsíða 21
Veitum menningunni næringu en fjötrum hana ekki Akureyskt menningarlíf stendur á gömlum merg og Akureyringar hafa alla tíð verið ötulir að flytja áhrif og viðhorf með sér heim til bæjarins. Ríkt menningarlíf hefur einkennt Akureyrar- kaupstað í gegnum árin og þaðan hafa komið þekktir listamenn: Menn orðs, leik- arar, myndlistarmenn og tónlistarfólk. Fólk úr öllum listgreinum hefur vaxið þar úr grasi og einnig búið á Akureyri um lengri tíma. Skáldahúsin í bænum vitna glöggt um þennan menningararf: Nonnahús sem er kennt viðjón Sveinsson, Nonna, Sigurhæð- ir þar sem Matthías Jochumsson bjó og Davíðshús, heimili Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Valgerður H. Bjarnadóttir bæjarfulltrúi segir ýmsar ástæður fyrir hinni löngu menningarhefð og vera megi að þau dönsku áhrif, sem voru áber- andi í bæjarfélaginu á fyrri hluta síðustu aldar og jafnvel fyrr, eigi nokkurn þátt í henni. „Menningarsnobb" í jákvæðri merkingu „Það þreifst eins konar „menningarsnobb" á Akureyri fyrr á árum og þegar ég nota þetta orð þá meina ég það ekki í neikvæðri merkingu," segir Valgerður. „Það spratt af löng- un fólks til þess að tengjast heiminum með þeim mögu- leikum sem þá voru fyrir hendi. Dönsk menning var sýrð af miðevrópskum menningaráhrifum og þetta barst hingað með fólki sem átti danskar rætur eða hafði Ræturnar eru sterkar Valgerður segir að fólk frá Akureyri hafi lengi sótt menntun út fyrir landsteinana og borið nýja sýn til baka. „Ég tel að þetta hafi haft umtalsverð áhrif á ýmsum sviðum á Ak- ureyri. Ekki aðeins á menningarsviðinu heldur á allt samfélagið í gegnum tíðina. Ef ég á aftur að nota neikvætt orð í já- kvæðri merkingu þá má e.t.v. tala um ákveðið „Akureyr- argrobb" í þessu sambandi. Fólk er tengt uppruna sínum og því finnst gott að vera hér en er um leið gagnrýnið." Valgerður H. Bjarnadóttir bæjaríulltrúi. „Ef skapandi starf er bundið í of fastar skorður þá er hætta á ferðum." dvalist erlendis um lengri eða skemmri tfma." Valgerður kveðst hafa fengið þessa löng- un í arf frá ættmennum sfnum, föðurafi sinn og amma hafi bæði dvalið í Danmörku á yngri árum. „Heimilishættir þeirra báru keim af þeim áhrifum sem þau höfðu orðið fyrir og ég held að þau hafi verið gott dæmi um það fólk sem á árum áður var kjarninn í menningarlífi bæjarins. Þessi erlendu áhrif í bland við okkar forna menningararf og al- þýðumenningu, sem auðvitað hefur frá upp- hafi verið í þróun, er sá grunnur sem við erum sprottinn úr. Þetta samspil milli fólks sem er, sem fer og sem kemur til baka, er lykillinn." TOLVUMIÐLUN SFS mvw.tm.is 21

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.