Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2004, Blaðsíða 22

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2004, Blaðsíða 22
Akureyrarkaupstaður Frá handverks- og hönnunarsýningu í Ketilhúsinu í Cilinu á Akureyri í september. Sterkar rætur og skapandi einstaklingar Valgerður segir að þessi grunnur, sem við sjáum m.a. í Listagilinu og Háskólanum, sé nú farinn að laða til sín fólk annars staðar að af landinu og heiminum öllum. Þar sé oft um að ræða aðila sem skera sig frá fjöldanum og búi til hreyfingu í grasrótinni. „Ég á mér stóran og góðan vinkvennahóp hér í bænum sem margar eru starfandi listakonur. Stundum þegar ég sit í þeirra hópi verð ég bæði undrandi og þakklát yfir því að þær skuli allar vera búsettar hér og að við skulum njóta þess hér í þessu bæjarfélagi að hafa svona fjölbreytta flóru af frumlegum og skapandi einstaklingum. Stundum verða þær örvæntingarfullar og langar að ná sér í aðra næringu en hægt er að fá hér, og þá gera þær það, fara um land- ið og heiminn til skemmri dvalar og endurnæringar. Það eru margir svona einstaklingar og hópar á Akureyri, listamenn og einnig fólk sem sinnir störfum utan hins hefðbundna menningar- sviðs eins og það er skilgreint. Skapandi einstaklingar sem hafa margvísleg áhrif út frá sér. í því felst ómetanlegur auður." Hugmyndum tekið opnum örmum Valgerður segir að til þess að nýta slíkan auð verði bæjarfélög að móta opinbera stefnu sem byggist á því að hlúa að þessum skap- andi störfum. „Mér hefur stundum fundist skorta á það, en lífið er fullt af mótsögnum og ég lendi gjarna í mótsögn við sjálfa mig þegar ég er að ræða þessa hluti því það hefur komið mér veru- lega á óvart hvað bæjaryfir- völd og bæjarbúar eru opin fyrir nýjum hlutum og hversu jákvæðar viðtökur nýjar hug- myndir, sem bæði ég sjálf og margir aðrir hafa komið með í bæinn, hafa fengið. Ég get nefnt hugmyndir á borð við Mennta- smiðju kvenna og jafnréttishugmyndirnar þegar þær voru að byrja að ryðja sér til rúms." Nauðsynlegt að styðja skapandi starf Valgerður segir nauðsynlegt að leyfa menningunni að vaxa með sjálfsprottnum hætti, veita henni næringu en ekki binda hana í skorður. „Litlar stofnanir, sem njóta athygli og opinbers stuðnings, lenda oft í þeirri stöðu að vaxa upp úr þeim fjárhagslega ramma sem þeim hefur verið skaffaður. Þá er starfsemin gjarna bundin í bönd, og jafn- vel innlimuð í hið opinbera kerfi. Ef skap- andi starf er bundið í of fastar skorður þá er hætta á ferðum." Valgerður segir að það sé eins og að taka fugl og setja hann í búr. „Hann lifir áfram og hann verður áfram fallegur en hann flýgur ekki. Hann fer ekki á nýja staði. Hann velur sér ekki ný tré eða ný hreiður, við erum búin að festa hann í búrinu þar sem hann staðnar og deyr. Fugl verður að fá að fljúga. Það er eins með listina, hina skapandi menningu. Hún verður að hafa ákveðið frelsi til þess að geta þróast og hafa aðstæður sem gefa henni næringu." Valgerður segir að til að svo megi verða þurfi menningarstarf- semi að hafa nægjanlega fjármuni. „í mínum huga gildir þetta um starfsemi og stofnanir á borð við Gilfélagið, Leikfélagið, Sin- fóníuhljómsveitina, Listasafnið og aðrar sambærilegar lista- og menningarstofnanir. Við verðum að vinna þannig að þau sem stýra þeim á hverjum tíma þurfi ekki að eyða helmingi eða meira af starfstíma sínum og orku til þess að afla peninga eða reikna út hvernig eigi að ná endum saman. í stað þess eigi þau að hafa næga næringu tii að lifa og fljúga, og hvatningu til þess að ná meiru og gera betur." Skilar sér til baka „Ég vona að bæjaryfirvöld hér á Akureyri og almenningur séu smám saman að átta sig á því að öflugt menningarlíf kostar fjár- muni," heldur Valgerður áfram. „Það kostar peninga að vera á heimsmælikvarða og við viljum vera á þeim mælikvarða. Ég er líka sannfærð um að öflugt menningarlíf skilar bæjarfélaginu þeim fjármunum margfalt til baka, þegar litið er til lengri tíma. Þá er ég ekki að tala um þann óbeina gróða sem hlýst af menningar- starfsemi og kemur fram í fjölbreytni samfélagsins og tækifærum fólks til þess að láta sér líða betur í návist góðra lista og menningarlegar afþreyingar. Heldur beinan fjárhagslegan ávinning í gegnum aukinn íbúafjölda og fleiri ferðamenn sem leiðir af sér vaxandi ferðaþjónustu og aðra þjónustu, og sem skilar sér að lokum inn í bæjarkassann. Ég er heldur ekki í vafa um hinn óbeina hagnað sem felst í því að hverri manneskju, sem hefur tækifæri til að skapa og njóta góðra lista og menningar Ifð- ur betur og hún skilar betra starfi hvar sem hún er og okkur ber skylda til að vinna að þvf að styðja umhverfi sem gefur þau tækifæri." „Fólk er tengt uppruna sínum og því finnst gott að vera hér en er um leið gagnrýnið." 22

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.