Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2004, Blaðsíða 24

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2004, Blaðsíða 24
Frá íbúaþinginu á Akureyri. - Ljósm. Þorgeir Baldursson. Akureyrarkaupstaður um 18 þúsund gulir miðar komið frá þátt- takendum með ýmsum hugmyndum og athugasemdum. „í því felst mikill fróðleik- ur um sjónarmið bæjarbúa, hvað þeir vilja gera og hvað þeim finnst að beri að var- ast. Ég held að fólk hafi bæði fengið að kynnast ólíkum sjónarmiðum og einnig fengið mjög góða útrás fyrir sínar eigin skoðanir, sem allt kemur verkefninu að miklu gagni." Öflugur miðbær er nauðsynlegt afl Sigrún segir flest þeirra viðhorfa, sem fram komu, jákvæð og endurspegli hug fólks til bæjarins. Ljóst megi vera að Akureyring- um þyki vænt um bæinn sinn og séu stoltir af honum sem heimkynnum sínum. „Mér finnst það hafa komið berlega í Ijós í ábendingum frá íbúaþinginu að Akureyr- ingar eru ánægðir með margt þótt þeir telji einnig að betur megi gera. Með þessu verkefni hefur skapast ákveðin stemmning fyrir því að gera þetta sjálf og drífa í hlutunum. Fólk hefur skilning á að öflug- ur miðbær er nauðsynlegt afl fyrir Akureyri." Að gera gott betra En nánar að þeim hugmyndum sem komnar eru á borðið. Sigrún segir að fyrst megi nefna hugmynd um að opna portin í miðbæ Akureyrar á milli Hafnarstrætis og Skipagötu. „Þau eru mun sólríkari en sjálf miðbæjargatan frá Kaupfélagshorninu að Ráðhústorgi. Þó má geta þess að hug- mynd var líka varpað fram um að auka sólina í Hafnarstrætinu með speglum, það er sem sagt allt hægt. Einnig er áhugi á að auka veg Strandgötunnar frá hafnarsvæð- inu á Oddeyrartanga að miðbænum en Strandgatan er sólríkasta gata Akureyrar. Þar mætti auka möguleika á mannlífi til muna með fjölbreyttari starfsemi, þar á meðal verslunarstarfsemi. Einnig má benda á að þjóðvegur 1 liggur í gegnum miðbæinn á Akur- eyri og það er athugandi að gera hann meira aðlaðandi, gera hann hluta af bænum og þá með því að reisa byggingar við hann. Þá má nefna að fyrirhuguðu Menningarhúsi á Akureyri er ætlaður staður við Ak- ureyrarpoll þar sem Strandgatan og þjóðleiðin mætast í austanverðum núverandi miðbæ. Eins eru hug- myndir um byggingar á þeim svæð- um vestan við þjóðleiðina, sem nú eru lögð undir bílastæði og svo má nefna Akureyrarvöll, gamla íþrótta- völlinn við Glerárgötu, þar sem upplagt væri að skipuleggja svæði fyrir verslun og fjölskyldugarð. Það er gríðarlega mikið ónýtt pláss í miðjum bænum, sem hægt væri að nýta fyrir margvíslega starfsemi og einnig græn svæði því mikil áhersla kom fram á fbúaþinginu um græn svæði." Sigrún segir að þótt gamla íþróttavallar- svæðið eigi sér ákveðinn sess í hugum margra og staða íþróttavallarins viðkvæmt mál fyrir ýmsa, verði þó einnig að spyrja hvort þetta sé heppileg framtíðarstaða fyrir vallarstarfsemi og hvort nauðsynlegt sé huga að öðrum lausnum í því efni. „Við eigum yfirbyggt knattspyrnusvæði og spurning hlýtur að vera um hvort tengja eigi útivallarsvæði við það með einhverj- um hætti. Þetta eru hugmyndir sem þarf að ræða í náinni framtíð." Eitt miðbæjarsvæði - ein heild „Fólki er greinilega annt um bæjarmynd- ina og það vill ekki einhverjar róttækar breytingar. Vissulega má þó einnig finna þann áhuga en slagsíðan er fremur á hinn veginn. Að umbylta ekki, heldur bæta um- hverfið út frá þeirri bæjarmynd sem er til staðar. Dæmi um það má nefna að kynnt- ar hafa verið hugmyndir um háhýsabygg- ingar á Sjallareitnum í miðbænum en mér finnst þær ekki mæta miklum áhuga, fremur andstöðu, þótt fólk telji nauðsyn- legt að endurbyggja þann hluta miðbæjar- ins með blandaðri byggð. Niðurstöður íbúaþingsins sýna líka að fólk vill ákveðna blöndu af þjónustusvæð- um, íbúabyggð og grænum svæðum á miðbæjarsvæðinu. Mér finnst talsvert eindreginn vilji hafa komið fram á meðal bæjarbúa að fórna ekki grænum svæðum fyrir byggingar og umferðar- mannvirki. Það má taka hug- myndirnar saman í stuttu máli þannig að fólk sjái fyrir sér blandaða byggð á gamla miðbæjarsvæð- inu en tengja miðbæinn síðan með ein- hvers konar útivistar- og fjölskyldusvæði við verslunarsvæðið á Glerártorgi þannig að það myndist ein heild, eitt miðbæjar- svæði," segir Sigrún Björk. Frá ibúaþinginu á Akureyri. - Ljósm.: ÞB. „Ég held að fólk hafi bæði fengið að kynnast ólík- um sjónarmiðum en einnig fengið mjög góða út- rás fyrir sínar eigin skoðanir, sem allt kemur verk- efninu að miklu gagni." 24

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.