Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2004, Blaðsíða 25

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2004, Blaðsíða 25
Fréttir Snæfellsnes Fimm sveitarfélög fá viðurkenningu Green Globe Fimm sveitarfélög á Snæfellsnesi og þjóðgarðurinn Snæfellsjökull munu hljóta viðurkenningu fyrir sjálfbæra ferðaþjónustu, sem afhent verður á Travel Mart ferðasýningunni í Tékklandi 10. nóvember nk. Öll sveitarfélögin fimm hafa uppfyllt skilyrði Green Globe 21 um sjálfbæra ferðaþjónustu en þau eru: Snæfellsbær, Stykkishólmsbær, Grundarfjarðarbær, Eyja- og Miklaholtshreppur og Helgafellssveit Snæfellsnes er sjötta svæðið í heiminum sem hlýtur þessa alþjóðlegu viðurkenn- ingu og jafnframt eru þetta fyrstu sveitarfé- lögin á norðurhveli jarðar sem ná þessum árangri. Cuðlaugur Bergmann, ferðaþjón- ustubóndi í Brekkubæ á Snæfellsnesi og einn af aðalhvatamönnum um fram- kvæmd Staðardagskrár 21 í Snæfellsbæ, flutti erindi um Creen Globe á Snæfells- nesi á ráðstefnu Staðardagskrár 21 á dög- unum. í erindinu lýsti Guðlaugur mark- miðum Green Globe og sagði einnig frá því hvernig unnið hefði verið að málinu á Snæfellsnesi. Líffræðilegur fjölbreytileiki Grundvallarþættir þessarar aðferðafræði eru m.a. orkusparnaður, verndun and- rúmsloftsins, að líta ekki á vatn sem sjálf- sagða og óendanlega uppsprettu, draga eins og unnt er úr úrgangi, takmarka notk- un pappírs og fylgja ákveðinni stefnu við notkun varnaðar- og hreinsiefna. Áhersla er lögð á líffræðilegan fjölbreytileika og gæði vatns og einnig að fyrirtæki í ferða- þjónustu jafnt sem í öðrum greinum fái umhverfisvottun. Guðlaugur sagði kynn- ingu mikilvægan þátt við að hefja þetta ferli en einnig verði að afla skilnings ráða- manna á hverjum stað á málefninu og fá þá til þátttöku. Green Globe eru alþjóðleg vottunar- samtök sem votta sjálfbæra ferðaþjónustu um allan heim. Til að koma til móts við þær viðmiðanir sem samtökin nota verður að sýna fram á mælanlegan árangur á hverju ári í ákveðnum verkefnum á sviði umhverfis- og samfélagsmála. Verkefnis- stjórn Green Globe á Snæfellsnesi hefur annast undirbúning en sveitarfélögin og þjóðgarðurinn sett upp ákveðna fram- kvæmdaáætlun til þess að vinna eftir. Frá Ólafsvík. Skorradalur - Staðardagskrá 21 Staðardagskrá nýtist í sameiningarstarfinu Pétur Davíðsson, sveitarstjórnarmaður og fulltrúi í staðardagskrárnefnd í Skorra- dalshreppi, segir að þótt sveitarfélög séu fámenn geti starf staðardagskrárnefnda verið mjög öflugt. Það hafi sýnt sig í Skorradal, þar sem sérstök staðardag- skrárnefnd hefur fundað sjö sinnum á hálfu ári og þar með náð að Ijúka mótun fyrstu útgáfu Staðardagskrár 21 fyrir Skorradalshrepp. Skorradalshreppur á nú í sameiningar- viðræðum með Borgarbyggð, Borgar- fjarðarsveit, Hvftársíðuhreppi og Kol- beinsstaðahreppi. Pétur segir að þessi vinna staðardagskrárnefndarinnar nýtist sveitarfélaginu í þeim sameiningarvið- ræðum. „Með því að hafa plagg þar sem kemur fram mótuð framtíðarsýn, komast sjónarmið Skorradalshrepps betur til skila inni í sameinuðu sveitarfélagi." Pétur segir að til að kynna verkefnið og fá fram skoðanir sumarhúsafólks hafi verið haldinn fundur með þessum hags- munahópi og var hann mjög vel sóttur. Sumarhúsafólkið hafi almennt lýst yfir ánægju með starfið og þau drög sem kynnt voru en ein af fjölmennustu sumar- húsabyggðum á landinu er í þessu fá- menna sveitarfélagi. Ætlunin er einnig að Skorradalshrepp- ur gerist aðili að heimasíðu á svæðinu og nýti hana til að koma upplýsingum og til- kynningum á framfæri. Ö TÖLVUMIÐLUN SFS www.tm.is 25

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.