Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2004, Blaðsíða 26

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2004, Blaðsíða 26
Noregsheimsókn Vestlendingar til Noregs Sveitarstjórnarmenn á Vesturlandi héldu í kynnisferð til Noregs í byrjun september sl. Ferðinni var heit- ið til Álasunds og nágrennis þar sem sveitarstjórnarmenn vildu kynna sér rekstur sveitarfélaga og at- vinnuþróun á svæðinu. Þar hafa menn verið óhræddir við að fara nýjar leiðir í rekstri sveitarfélaga og stofna til samstarfs við atvinnulífið. Ásthildur Sturludóttir, framkvæmdastjóri SSV, og Páll Brynjarsson, bæjarstjóri í Borgarbyggð, skrifa. Það var fríður flokkur, 19 manns, sem flaug út miðvikudaginn 1. september með morgunflugi til Oslóar. Þaðan var flogið til Álasunds þar sem við lentum rétt upp úr hádegi. Kom hópurinn sér fyrir á hótelinu og hitti þar fyrir fulltrúa frá Álsundsreg- ionens utviklingsselskap, en það er eins konar þróunarstofa sem annars vegar hef- ur umsjón með samstarfsverkefnum sveit- arfélaga og hins vegar atvinnuþróunar- verkefnum. Má segja að hér sé um að ræða nokkurs konar systursamtök SSV- Þróunar og ráðgjafar. Þar kom fram að þau leggja sérstaklega mikla áherslu á að vinna náið með atvinnulffinu og reyna að auka upplýsingaflæði á milli þessara að- ila. Þá hittum við fulltrúa frá ferðamála- samtökum svæðisins, en hann kynnti starf- semi þeirra fyrir okkur og þá sérstaklega hvernig staðið hefur verið að markaðs- setningu svæðisins. Eftir að kynningunni lauk áttu menn frjálsan dagspart f Álasundi, sem er sér- staklega fallegur bær. Má segja að hann sé einna frægastur fyrir húsin sem eru flest öll í Jugend-stíl. Setur þetta byggingarlag sérstakan blæ á bæinn en bærinn var byggður upp eftir að hluti hans brann í byrjun sfðustu aldar. Um kvöldið fóru allir saman á pizzastað þar sem þeir áttu saman góða kvöldstund. verkefnið „Center of expertise" sem er þróunarverkefni að finnskri fyrirmynd. Verkefnið miðar að því að vinna að rann- sóknum og nýsköpunarverkefnum í sjávar- útvegi og framleiðslu ýmiss konar búnaðar er tengist sjávarútvegi. „Haram á kortið" Frá þekkingargarðinum var keyrt til Haram undir leiðsögn bæjarstjórans í Haram, Jan Petter Eide. Sveitarfélagið Haram hefur í nokkur ár staðið fyrir tilraunaverkefni í samstarfi við atvinnulffið og skólana um uppbyggingu sveitarfélagsins sem vakið hefur athygli víða, jafnt heima fyrir sem erlendis. Haram er sveitarfélag með tæp- lega 9.000 íbúa þar sem skipaiðnaður og framleiðsla veiðarfæra og búnaðar tengd- um sjávarútvegi hefur staðið sterkt. í Haram voru Rolls Royce-verksmiðj- urnar í Brattvág heimsóttar en þær fram- ieiða togspil og spil fyrir dráttarbáta. í verksmiðjunni tóku stjórnendur fyrirtækis- ins á móti hópnum sem og norski sendi- herrann á íslandi, Guttorm Vig, en hann er einmitt frá Brattvág og var þar staddur í árlegu sumarfn'i. Buðu verksmiðjunar hópnum því næst í hádegisverð eftir afar fróðlega skoðunarferð. Þekkingargarður í Álasundi Á fimmtudagsmorgninum var vaknað til þess að heimsækja nýjan þekkingargarð við háskól- ann í Álasundi. Þar tók á móti hópnum Per Erik Dalen framkvæmdastjóri, en hann hélt fyrirlestur um starfsemi þekkingar- garðsins sem í raun er tviþætt, annars veg- ar frumkvöðlastuðningur og hins vegar „Fyrir atvinnulífið var það lykilatriði að hafa að- gengi að nauðsynlegum mannauð og fyrir sveitar- félagið skipti máli að fjölga íbúum og skapa meiri tekjur." Eftir hádegisverðinn var sveitarfélagið með kynningu á starfseminni og samstarf- inu við atvinnulífið. Þar kynnti Jan Petter Eide bæjarstjóri verkefnið „Haram á kort- ið". Upphaf verkefnisins má rekja til árs- ins 1995 þegar sveitarfélagið og atvinnu- lífið tóku höndum saman og auglýstu eftir starfsfólki í 134 störf sem laus voru í sveit- arfélaginu. Aðgerðin heppnaðist ákaflega vel og varð til þess að það skapaðist sam- eiginlegur skilningur þessara aðila á þvf að framþróun samfélagsins er algerleg háð því hvort fólk vill búa í sveitarfélaginu eður ei. Fyrir atvinnulífið var það lykilat- riði að hafa aðgengi að nauðsynlegum mannauð og fyrir sveitarfélagið skipti máli að fjölga íbúum og skapa meiri tekjur. Verkefnið „Haram á kortið" var sett af stað 1997 og er formlegt samstarf sveitar- félagsins, grunn- og framhaldsskóla og at- vinnulífsins sem hefur það markmið að skapa samkeppnishæft samfélag. Skil- greind voru markmið, markhópar og sér- stök verkefni sem áttu að gera sveitarfélag- ið að betri búsetukosti. Þessi markmið voru flokkuð í þrjá hópa, atvinnuþróun, skipulagsmál og eflingu mannauðs. Árið 2003 var farið yfir þann árangur sem náðst hafði og verkefnið endurskipulagt og nú er megináhersla lögð á eflingu mannauðs. Breytingar á stjórnsýslunni Bæjarstjórinn, Jan Petter Eide, gerði grein fyrir þeim breytingum sem nýverið hafa verið gerðar á skipuriti sveitarfélagsins, m.a. til þess að laga verkefn- ið að stjórnsýslunni. Tvær meginnefndir eru starfandi, ---------- annars vegar stefnumótunar- nefnd og hins vegar rekstrar- nefnd. Þá hefur sveitarfélagið tekið upp „flatt skipurit" sem byggir á 12 rekstrarein- ingum. Að lokum gerði Turid Hagen verk- efnastjóri grein fyrir stjórnendafræðslu sveitarfélagsins, en sveitarfélagið hefur <%> 26

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.