Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2004, Blaðsíða 27

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2004, Blaðsíða 27
Það var alls 19 manna hópur sveitarstjórnarmanna á Vesturlandi sem fór í Noregsferöina góðu. Hér er hann með tilkomumikiö landslagiö í baksýn. verið að þróa sérstök stjórnendanámskeið sem á að skapa framtíðarstjómandann í sveitarfélaginu. Eftir fyrirlestrana heimsótti hópurinn menntaskóla sem nýtir tæknina mjög í þágu kennslunnar og hefur m.a. verið byggt um sérstakt hönnunarstúdíó, þar sem fjarfundabúnaður er nýttur við hönn- unarvinnu. Um kvöldið smökkuðu sveitarstjórnar- menn á norsku sjávarfangi á veitinga- staðnum Sjöbudan eða Sjóbúðum og fögnuðu um leið afmæli formanns SSV, Helgu Halldórsdóttur. Háskólinn í Volda Á föstudagsmorgun vöknuðu menn snemma enda var fyrir höndum löng ferð til Volda. Þurfti að taka ferju á leiðinni og var þetta rúmlega eins og hálfrar klukku- stundar ferð. Landslagið var, eins og alls staðar annars staðar á þessu svæði, stór- brotið. Rétt fyrir morgunkaffi mætti hópurinn svo í háskólann íVolda þar sem Páll Brynjarsson, bæjarstjóri Borgarbyggðar, gekk sinn menntaveg. Þar tók á móti okk- ur Nils Mageroy námsrágjafi sem fræddi Vestlendinga um starfið í skólanum og þá uppbyggingu sem hefur verið á deildun- um og kennslunni síðustu ár. Skólinn er með öfluga félagsvísindadeild og hefur í tæp 30 ár boðið upp á grunnnám í stefnu- mótun og stjórnsýslu og síðustu fimm árin upp á meistaranám í þessum fræðum. Fyrirlestrar um fjármál og sam- einingu norskra sveitarfélaga Eftir það sótti hópurinn kennslustund hjá meistaranemum í opinberri stjórnsýslu og var sá fyrirlestur um sameiningu sveitarfé- laga. Var þetta afar fróðlegt. Fyrirlesari var prófessor Jorgen Amdam, en hann gerði nýverið úttekt á mögulegri sameiningu sveitarfélaga á Suður-Mæri. Eftir hádegisverð í mötuneyti skólans hlýddu vestlenskir sveitarstjórnarmenn á fyrirlestur um rannsóknastofnun Háskól- ans íVolda. Þá var komið að fyrirlestri hjá Per Hovden, bæjarstjóra í 0rsta, um fjár- TOLVUMIÐLUN SFS mál sveitarfélaga í Noregi og rekstur þeirra á félagsþjónustunni, en norsk sveit- arfélög hafa um árabil haft á sinni könnu þau verkefni félagsþjónustu og heilsu- gæslu sem nú er fyrirhugað að flytja til ís- lenskra sveitarfélaga. Þess má geta að ekki var komið að tómum kofunum hjá Per þegar farið var að spyrja hann út í hlutina, en hann hefur verið bæjarstjóri í 28 ár. Eftir að hafa skoðað háskólann heim- sótti hópurinn afar nýtískulegt dvalarheim- ili aldraðra ÍVolda. Þar er sérstaklega vel búið að eldri borgurum og ekkert til sparað. Á leiðinni heim stoppuðum við á sveitahóteli við óskaplega fallegan fjörð þar sem við snæddum norskt lambalæri. Þar sýndu menn listir sínar í Ijóðagerð og fluttu sonnettur af Ströndum og annan viðeigandi kveðskap. Morguninn eftir var flogið til baka til Oslóar þar sem Vestlendingar eyddu deg- inum og flugu síðan heim á sunnudegin- um. Það má með sanni segja að ferðin hafi verið afar lærdómsrík og fróðleg. Hún þjappaði einnig sveitarstjórnarmönnum á Vesturlandi afar vel saman sem er ekki síður markmið ferða af þessu tagi. Ásthildur Sturludóttir, framkvæmdastjóri SSV, Páll Brynjarsson, bæjarstjóri í Borgarbyggð Heimasíða þróunarstofunnar er: www.aru.no. Heimasíða háskólans ÍVolda. www.hivolHa.no/ og heimasíða félagsvísindadeildar er www.hivolda.no/asf/avdelingsside/index.html <^> ----- 27

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.