Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2004, Blaðsíða 30

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2004, Blaðsíða 30
Staðardagskrá 21 Bændur útverðir sjálfbærrar þróunar Engin þjóð er sjálfbær án lifandi landsbyggðar og eyðing byggða felur í sér sóun, segir formaður Bændasamtakanna. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka íslands, flutti erindi á ráðstefnu Staðardagskrár 21 um sjálfbærar byggðir en ráðstefnan var haldin á Hótel Glym á Hvalfjarðarströnd 9. októ- ber sl. Hann sagði að íslenskir bændur væru í eðli sínu einhverjir best meðvituðu íbúar landsins um mikilvægi sjálfbærrar um- gengni við náttúruna f þeim skilningi að misbjóða ekki jörðinni eða umhverfinu með gáleysislegri nýtingu. Bændur hafi lengst allra umgengist landið og auðlindir þess og einnig fiskimiðin því fram eftir öldum hafi ekki verið um eiginlega sjómannastétt að ræða aðra en bændur sem stunduðu útræði og kvikfjárrækt. ís- lenskur landbúnaður hafi verið, og sé enn þann dag í dag, fyrst og fremst stundaður á því sem jörðin gefi. Grágás og Skúlasamningur frá 1736 í erindi Haraldar kom fram að bændum hafi stundum verið kennt um hnignun skóga og gróðureyðingu en að hans mati sé ekki ástæða fyrir þá að plagast undan þeirri umræðu. Á almennu vit- orði sé að bændur hafi verið farnir að skipuleggja nýtingu á landi strax á 13. öld með sjálfbærni þess í huga. í Grágás megi finna ákvæði um ítölu búfjár á afréttum og árið 1736 hafi Skúli Thoroddsen, þá sýslumaður Skagfirðinga og síðar nefndur faðir Reykjavíkur, gert búfjársamþykkt þess efnis að bændur yrðu að reka stóð sín á fjall á tilteknum degi til þess að létta á slægju- löndum. „Við þessa samþykkt var einnig gripið til viðurlaga vegna brota á henni og fjársektum komið á," sagði Haraldur og benti á að aðgerð þessi hafi verið líkleg til þess að auka grasnytj- ar til sláttar er aftur hafi leitt til þess að bændur voru síður háðir því að beita sauðfé á gróður vor og haust þegar hann er hvað viðkvæmastur. Vinnum meiri gróður en fýkur burt Haraldur sagði að þótt gróðureyðing eigi sér miklu fremur veður- farslegar skýringar en sé til- komin vegna ofbeitar, þá sé rétt að hafa í huga að Land- græðsla ríkisins telji gróður vera í framför í landinu. Nú sé endurheimt meira af grónu landi heldur en það land sem fýkur burt. Hann benti á að þótt þessi fullyrðing styðjist ekki enn við fastar tölur, heldur tilfinningu manna eins og landgræðslu- stjóra og einnig bænda sem smali afréttir og séu tilbúnir að vitna um gróðurfarsbreytingar, sé hún eftirtektarverð. Aukin ræktun og opinber gæðastýring Haraldur benti á að viðhorf Bændasamtaka íslands til Staðardag- skrár 21 og til sjálfbærni birtist í formi samninga sem í daglegu tali kallist búvörusamningar, en einnig í umræðum sem fara fram á búnaðarþingi og í ályktunum sem þar eru samþykktar. í nýgerð- um búvörusamningi um mjólkurframleiðslu sé tekin frá fjárhæð til að styðja mjólkurframleiðendur til að huga meira að umhverfi sínu, auka fjölbreytni í fóðurframleiðslu og framleiða sjálfir meira af því kjarnfóðri sem þeir nota heima á búum sínum. í samning- um um framleiðslu sauðfjárafurða sé í fyrsta sinn komið á fót op- inberri gæðastýringu þar sem sauðfjárbændur hafa undirgengist ákveðnar kröfur um umgengni við land og búsmala. „Land- græðsla ríkisins sér nú um að votta hverja bújörð og að gæða- stýra framleiðslunni með tilliti til gróðursfars. Vottunin er unnin á grundvelli gróðurkorta nytjalands sem er gagnagrunnur um gróð- urfar bújarða og marka þeirra. Vottunin er forsenda þess að bændur njóti gæðastýringarinnar og reynist bújörð ekki uppfylla skilyrði vottunar um gróður og framleiðslu eiga bændur kost á að gera úrbótaáætlun, sem felur í sér að annað hvort fækka þeir fé eða ráðast í úrbætur í gróðurmálum jarðanna til þess að auka beitarþol þeirra. Þetta verkefni er langt komið þótt því sé ekki að fullu lokið en það hefur líka komið í Ijós að mun færri jarðir ná ekki að uppfylla þessi skilyrði en fyrirfram var talið sem segir okkur nokkuð um ástandið." Veiðifélögin voru gæfuspor Haraldur fjallaði nokkuð um samninga Bændasamtaka íslands við ríkisvaldið, sem gerðir hafa verið á grundvelli búnaðarlaga frá1998. Þeir samningar snúast um átaksverkefni þar sem bændur leggja fram fjármuni til margs konar framkvæmda gegn lítilsháttar stuðningi ríkisvaldsins. Hann sagði að um margs konar verkefni væri að ræða sem miðuðu að því að bæta ástand og notkun lands, svo sem gerð beitará- „Landgræðsla ríkisins sér nú um að votta hverja ætlana, kortagerð, gerð gongu- ---------------------------------------------------------- stíga, viohald á landgæöum og bújörð og að gæðastýra framleiðslunni með tilliti ræktun auk velferðarverkefna til gróðursfars." búfJár Hann sa§ði reVnsluna ---------------------------- sýna að þessir fjármunir hefðu gengið greiðlega út og að framkvæmdir bænda séu í engu samræmi við þá fjármuni sem veittir séu. „Það segir okkur að lítill hvati til verkefna verður oft leið til mikilla framkvæmda en er þó fyrst og fremst viður- kenning." <%> 30

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.