Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2004, Blaðsíða 32

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2004, Blaðsíða 32
Landshlutasamtökin Fjórðungssamband Vestfirðinga Þung áhersla á samgöngu- og menntamál Stórbættar samgöngur, markvisst markaðsstarf í ferðaþjónustu og háskólakennsla haustið 2005 er á meðal þess sem sveitarstjórnarmenn á Vestfjörðum leggja áherslu á. Áhersla á bættar samgöngur mynda kjarna ályktana 49. árs- þings Fjórðungssambands Vest- firðinga, sem haldið var á ísa- firði 3. og 4. september. Fjórð- ungsþingið samþykkti þá stefnumótun í samgöngumálum sem fram er sett í skýrslu starfs- hóps Fjórðungssambands Vest- firðinga, Samgöngur á Vestfjörð- um frá 30. júní sl. og lögð var fyrir þingið. Fjórðungsþingið benti á þá staðreynd að þungaflutningar á vegum hafi aukist í réttu hlut- falli við samdrátt í sjóflutning- um. í ályktun þingsins segir að Vestfirðir fari ekki varhluta af þessari þróun og því beinir Fjórðungsþingið því til stjórn- valda að sérstaklega verði horft til þessara breytinga þegar fjár- munum til vegaframkvæmda er ráðstafað. um skipulag markaðssetningar og upplýsingagjafar í ferðaþjón- ustu. I ályktun frá fjórðungs- þinginu kemur fram að komið verði á sýnilegu skipulagi á markaðsstarf ferðaþjónustu á Vestfjörðum. Lagt er til að At- vinnuþróunarfélag Vestfjarða geri verkefnasamning við Ferða- málasamtök Vestfjarða og aðra hagsmunaaðila um framkvæmd markaðsstarfs. Jafnframt að At- vinnuþróunarfélag Vestfjarða leiði vinnu við að stofnuð verði sérstök markaðsskrifstofa sem sinni þessu málefni og verði fjármögnuð m.a. af sveitarfélög- um á Vestfjörðum og öðrum hagsmunaðilum. Fulltrúar á Fjórðungsþingi Vestfirðinga að störfum. Stórauknar vegaframkvæmdir og samgöngunefnd Fjórðungsþing Vestfirðinga lagði þunga áherslu á að fjárveitingar til vegaframkvæmda á Vestfjörðum verði stórlega auknar frá því sem verið hefur. Fjórðungsþingið telur aukið vegafé til fjórðungs- ins vera eðlilegt mótvægi við þá miklu uppbyggingu sem staðið hefur um árabil á suðvesturhorni landsins og er nú hafin á Aust- urlandi. „Fjórðungsþingið leggur ríka áherslu á að þingmenn Norðvesturkjördæmis fylgi eftir þeirri stefnu í samgöngumálum Vestfjarða sem vestfirskir sveitarstjórnarmenn hafa markað og sú stefnumótun verði grunnur að endurskoðun samgönguáætlunar Alþingis á komandi hausti. Þingið skorar á stjórnvöld að beina auknum fjármunum til uppbyggingar samgöngumannvirkja á Vestfjörðum," segir í ályktuninni. Fjórðungsþingið samþykkti að skipuð verði fastanefnd um samgöngumál sem hafi það hlutverk að fylgja eftir þeim áhersl- um í samgöngumálum sem vestfirskir sveitarstjórnarmenn sam- mælast um á hverjum tíma. Markaðstarf í ferðaþjónustu Markaðsmál ferðaþjónustunnar voru einnig á borðum fjórðungs- þingsins sem samþykkti að fela stjórn Fjórðungssambands Vest- firðinga að taka upp viðræður við Atvinnuþróunarfélag Vest- fjarða, Ferðamálasamtök Vestfjarða og sveitarfélög á Vestfjörðum Háskólakennsla 2005 í ályktun um menntamál er fagnað sókn Menntaskólans á ísafirði til uppbyggingar og framfara, sem undanfarin ár hefur birst í auknum umsvifum skólans, fjölbreyttara námsframboði, fjölgun starfa og endurnýjun á húsakosti hans og búnaði. Aukin sókn Vestfirðinga sjálfra að menntaskólanum er sérstakt gleðiefni en það, ásamt árangri skólans við að minnka brottfall, hefur fjölgað nemendum og starfsliði um 20% á þremur árum. í ályktuninni segir að öflugur framhaldsskóli sé lykillinn að sókn Vestfirðinga í menntamálum fjórðungsins og þar með grundvöllur frumkvöðla- starfs og atvinnusköpunar í héraði. Fjórðungsþing Vestfirðinga hvetur stjórnvöld og þingmenn Norðvesturkjördæmis til þess að styðja við framfarasókn skólans og tryggja honum það fjármagn sem honum er nauðsynlegt til áframhaldandi vaxtar og þróunar. Fjórðungsþingið lagði einnig til að tillögur starfshóps mennta- málaráðuneytis um uppbyggingu háskólanáms og Þekkingarseturs Vestfjarða verði lagðar til grundvallar í uppbyggingu háskóla- náms, símenntunar og rannsókna á Vestfjörðum. í ályktun segir að tillögur um hraða á uppbyggingu þekkingarseturs gangi hins- vegar of skammt. Því skoraði þingið á menntamálaráðherra og fjárveitingarvaldið að setrinu verði strax á næsta ári tryggt aukið fjármagn á fjárlögum 2005, miðað við núverandi tillögur starfs- hópsins. Markmiðið sé að starfsemi þess hefjist með afgerandi hætti, m.a. með staðbundinni kennslu á háskólastigi frá og með hausti 2005 auk eflingar fjarnáms, rannsókna og símenntunar. 32 tölvumiðlun H-Laun \v\vw.tm.is

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.