Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.11.2004, Blaðsíða 4

Sveitarstjórnarmál - 01.11.2004, Blaðsíða 4
Efnisyfirlit Kjarasamningur við kennara: Talinn auka kostnað um 30% . . Forystugrein: Þórður Skúlason .............................. Yfirgnæfandi fylgi við sameiningu .......................... Steinunn Valdís borgarstjóri................................ Soffía forseti og Eiríkur bæjarstjóri ...................... Unnið gegn þyngdaraukningu skólabarna....................... Öflugt sveitarstjórnarstig forsenda atvinnuuppbyggingar .... Skagamenn horfa til Reykjavíkur ............................ Okkar að fá ungt fólk inn í umræðuna........................ Tæpar 814 milljónir til tekjujöfnunar....................... Heilbrigðisstofnun Austurlands gerir samning við Rekstrarvörur Seyðisfjarðarkaupstaður: Gróska í ferða- og menningarmálum ....................... Ferða- og menningarlíf setur svip á bæinn ............... Hafnasambandsþing: Landflutningar aukast stöðugt á kostnað sjóflutninga..... Rekstrartap um 300 milljónir króna ...................... Hafnalögin verði endurskoðuð ............................ Framkvæmd sameiningar - fjárhagsleg áhrif og forgangsröðun ákvarðana ................................. Framkvæmdir eru háðar leyfi sveitarstjórna ................. Fjármálaráðstefna Sambands íslenskra sveitarfélaga: Gagnkvæmt traust er grundvallarforsenda ................. Hæst hlutfall einkahlutafélaga á Snæfellsnesi............ Neikvæð afkoma 69 sveitarfélaga ......................... Niðurstaða þarf að fást án tafar ........................ Landshlutasamtökin: SSS: Sameiningarmál, atvinnumál og fjármál sveitarfélaga . Bls. 4 5 6 6 6 8 10 12 14 15 15 16 18 20 21 21 22 23 24 26 27 28 30 Kjarasamningur launa- nefndar og grunnskóla- kennara Talinn auka kostnað um 30% Talið er að kostnaðarauki sveitarfélaganna vegna nýrra samninga við grunnskóla- kennara geti numið allt að 30%. Sé geng- ið út frá þeirri prósentutölu mun kostnað- arauki stærsta sveitarfélagsins, Reykjavfk- urborgar, nema um það bil einum millj- arði króna á ári. Samkvæmt nýjum kjarasamningi launa- nefndar sveitarfélaga við grunnskólakenn- ara hækka laun kennara um allt að 25% á samningstímanum en samningurinn gildir fram í maí 2008. Kennarar fá 130 þúsund króna eingreiðslu strax og 75 þúsund króna eingreiðslu á komandi sumri. Um 5,5% launahækkun kennara virkar aftur fyrir sig til fyrsta október sl. Um 3% launahækkun kemur síðan til fram- kvæmda um næstu áramót og 2,5% hækkun á árinu 2006. Síðustu launahækk- anir grunnskólakennara samkvæmt kjara- samningnum frá 17. nóvember verða um 2,25% í ársbyrjun 2007 og aftur um 2,25% í upphafi árs 2008. Viðbótarlífeyrisgreiðsla og persónuuppbót Til viðbótar þessum launahækkunum fá grunnskólakennarar 2% viðbótarlífeyris- greiðslu frá vinnuveitendum og tæplega 49 þúsund króna persónuuppbót eða ann- aruppbót í lok hverrar skólaannar. Samkvæmt samningnum verður kennsluskylda kennara lækkuð um eina klukkustund á viku á næsta ári og um aðra klukkustund til viðbótar á þarnæsta ári og miðast kennsluskyldan þá við 26 kennslustundir á viku. Þetta er þó ekki bein stytting á heildarvinnutíma kennara þar sem gert er ráð fyrir að þessum tíma verði varið til undirbúnings kennslu. Gert er ráð fyrir að niðurstaða atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn liggi fyrir þann 6. desember nk. 4 tölvumiðlun H-Laun wrvw.tm.is

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.