Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.11.2004, Blaðsíða 5

Sveitarstjórnarmál - 01.11.2004, Blaðsíða 5
Forystugrein Útgjaldavandi sveita rfélaga Á landsþingi sambandsins í síðasta mán- uði taldi félagsmálaráðherra að sveitarfé- lögin yrðu að líta í eigin barm þegar rætt er um bága fjárhagsstöðu þeirra og kanna hvað því veldur að útgjöld þeirra vaxi hraðar en tekjur. Orðrétt sagði hann: „f mínum huga er Ijóst að við verðum að hemja útgjaldaukningu sveitarstjórnar- stigsins rétt eins og ríkissjóðs." Fullyrða má að öðru fremur er út- gjaldaauki sveitarfélaganna tilkominn vegna ákvarðana ríkisvaldsins. Löggjafar- valdið og framkvæmdavaldið hafa á und- anförnum árum flutt yfir á sveitarfélögin ýmis útgjaldafrek verkefni, ýmist með lagasetningu eða setningu reglugerða, án þess að sveitarfélögunum hafi verið tryggðar tekjur til að mæta þeim verkefn- um. Þessi fullyrðing hefur oft og margvís- lega verið rökstudd og fulltrúar sambands- ins í tekjustofnanefnd telja að nefna megi um 40 slík dæmi. Önnur skýring á fjárhagsvanda sveitar- félaganna er tekjutap vegna skattkerfis- breytinga og lækkun útsvarstekna vegna fjölgunar einkahlutafélaga. Þriðja skýring- in felst í fólksflutningunum sem leiðir til þess að ýmis sveitarfélög verða að mæta fjölguninni með kostnaðarsömum fram- kvæmdum meðan önnur tapa íbúum og tekjum án þess að geta að sama skapi dregið úr kostnaði við ýmsa þjónustu. Enn ein skýringin felst í því að ýmis sveitarfélög á landsbyggðinni hafa ráðist í framkvæmdir eins og við íþróttahús og sundlaugar og aðrar þjónustustofnanir til þess að bæta búsetuskilyrði. Fullyrða má að ef hlutaðeigandi sveitarfélög hefðu ekki bætt þjónustu sína við íbúana með marg- víslegum hætti á undanförnum árum, t.d. í tengslum við sameiningu sveitarfélaga, hefði fólksflóttinn af landsbyggðinni orðið enn meiri. Það eru ekki síst sveitarfélögin sem staðið hafa vaktina í byggðamálum og varið til þess verulegum fjármunum. Jafnframt er Ijóst að sveitarfélögin sinna ýmsum svokölluðum venjubundnum verk- efnum sem ekki eru lögskyld og verja til þeirra miklum fjármunum. Þar má nefna íþrótta- og tómstundamál, söfn og menn- ingarmál, rekstur almenningssamgangna, ferðamál, o.m.fl. Ef til vill eru þetta mál- efni sem sveitarfélögin ættu alls ekki að sinna og ef svo er, hver ætti þá að gera það í þeirra stað? Það er sjálfsagt mál að skoða með hvaða hætti unnt er að draga úr útgjöld- um sveitarfélaganna og yfir því liggja sveitarstjórnarmenn nú í tengslum við gerð fjárhagsáætlana fyrir næsta ár en stærsti hluti kostnaðar sveitarfélaganna er lögbundinn. Vegna orða ráðherra sveitar- stjórnarmála liggur nú beinast við að hann beiti sér fyrir þvf að farið verði yfir alla löggjöf og reglugerðir er snerta sveitarfé- lögin og verkefni þeirra með það að mark- miði að draga úr útgjöldum sveitarfélag- anna. Lögum og reglugerðum verði síðan breytt til að ná markmiðinu fram. Það kemur þó ekki í veg fyrir nauðsyn þess að núverandi tekjustofnar sveitarfé- laganna verði styrktir. Að hluta hefur sú nauðsyn í reynd verið viðurkennd af ríkis- valdinu með því að ríkið hefur flest und- anfarin ár greitt sérstakt framlag til Jöfnun- arsjóðs sveitarfélaga. Það er skammtíma- lausn sem gripið hefur verið til undir árs- lok hverju sinni. Tekið skal undir þau orð ráðherra á landsþinginu, að ríki og sveitarfélög verði að eiga reglulegt samráð um fjármál í gagnsæjum farvegi, það verði að horfa á hlutina í samhengi. Það þjónar engum hagsmunum að reka sveitarfélögin með árlegum halla. ÞórÖur Skúlason, framkvæmdastjóri SVEITARSTJÓRNARMÁL Útgefandi: Samband íslenskra sveitarfélaga Borgartúni 30, 5. hæð • 105 Reykjavík ■ Sími: 515 4900 samband@samband.is ■ www.samband.is Ritstjórar: Magnús Karel Hannesson (ábm.) • magnus@samband.is BragiV. Bergmann • bragi@fremri.is Ritstjórn: Fremri kynningarþjónusta • Furuvöllum 13 ■ 600 Akureyri Sifni 461 3666 • fremri@fremri.is Blaðamenn: Þórður Ingimarsson • thord@itn.is Auglýsingar: P. J. Markaðs- og auglýsingaþjónusta Símar: 566 8262 & 861 8262 • pj@pj.is Umbrot og prentun: Ásprent Stíll hf. • Glerárgötu 28 • 600 Akureyri Sími 4 600 700 • asprent@asprent.is Dreifing: íslandspóstur Forsíban: Mikið líf skapast oft við höfnina á Seyðisfirði í kringum siglingar ferjunnar Norrænu. Á myndinni er kona í teygjustökki en Norræna í baksýn. Mynd: Aðalheiður Borgþórsdóttir. Tímaritið Sveitarstjórnarmál kemur út 10 sinnum á ári Áskriftarsíminn er 461 3666 9. tbl. var prentað 2. desember 2004 SFS TÖLVUMIÐLUN \vr\nv.tm.is 5

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.