Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.11.2004, Blaðsíða 6

Sveitarstjórnarmál - 01.11.2004, Blaðsíða 6
Fréttir Borgarfjörður sunnan Skarðsheiðar Yfirgnæfandi fylgi við sameiningu Yfirgnæfandi meirihluti íbúa fjögurra hreppa í Borgarfirði sunnan Skarðsheiðar samþykktu sameiningu sveitarfélaganna í sameiningarkosningu 20. nóvember sl. íbúar fjögurra hreppa í Austur-Húnavatns- sýslu samþykktu einnig sameiningu þeirra hreppa. Með ákvörðun um sameiningu þessara 8 sveitarfélaga í 2 fækkar sveitar- félögum í landinu úr 101 í 95 en alls hef- ur verið kosið um að sveitarfélögunum fækki um 9 á þessu ári. Gert er ráð fyrir að sameining sveitarfé- laganna í Borgarfirði og í Austur-Húna- vatnssýslu taki formlega gildi við sveitar- stjórnarkosningarnar 2006. Mest andstaða í Skilamannahreppi Mesta andstöðu við sameininguna var að finna í Skilamannahreppi í Borgarfirði þar sem 34 kusu á móti sameiningu en 65 voru meðmæltir henni. Enginn greiddi at- kvæði gegn sameiningu í Innri-Akranes- hreppi, fjórir af 59 greiddu atkvæði gegn sameiningu í Leirár- og Melahreppi og fimm af 66 voru á móti sameiningunni í Hvalfjarðarstrandarhreppi. Afstaða íbúa hinna fjögurra hreppa í Austur-Húnavatnssýslu með sameiningu er ekki eins afgerandi þótt sameiningin hafi verið samþykkt. Sameiningin átti mestu fylgi að fagna í Sveinsstaðahreppi þar sem aðeins sex manns af 51, sem þátt tók í kosningunni, greiddu atkvæði gegn henni. Talsverð andstaða var við sameininguna í Svínavatnshreppi þar sem 29 greiddu at- kvæði gegn henni en 38 voru henni fylgj- andi. Mun minni andstaða var í Bólstaða- Sofíía Lárusdóttir og Skúli Björnsson við undirritum meirihlutasamstarfs L- og D lista í hinu nýja sveitarfé- lagi á Héraði. Soffía forseti og Eiríkur bæjarstjóri Soffía Lárusdóttir verður forseti nýrrar bæj- arstjórnar í sameinuðu sveitarfélagi á Hér- aði, Eiríkur Björgvinsson verður bæjar- stjóri og Skúli Björnsson formaður bæjar- ráðs. Þetta var ákveðið eftir myndun meirihluta L-lista félagshyggjufólks og D- lista sjálfstæðismanna í kjölfar kosninga til sveitarstjórnar í hinu nýja sveitarfélagi á dögunum. Soffía var áður forseti bæjar- stjórnar Austur-Héraðs og Eirfkur bæjar- stjóri sama sveitarfélags áður en samein- ing Austur-Héraðs, Norður-Héraðs og Fellahrepps varð að veruleika. Nokkrar nýjungar munu verða teknar upp í stjórnskipulagi hins nýja sveitarfé- lags með það markmið í huga að gera stjórnsýslu þess flatari en áður var. Störf sviðsstjóra, sem voru á Austur Héraði, verða t.d. lögð niður en sérstökum fagnefndum þess í stað komið á fót. Dæmi um þær má nefna sérstakt fræðsluráð og umhverfisráð sem munu hafa sinn hvorn starfsmanninn og heyra beint undir bæjar- stjórn. Gert er ráð fyrir að einhver störf leggist af við nýja skipan mála en einnig að ný störf verði að veruleika. hlíðarhreppi og Torfalækjarhreppi. í Ból- staðahlíðarhreppi greiddu 13 atkvæði gegn sameiningu en 44 voru henni fylgj- andi og íTorfalækjarhreppi voru 15 á móti sameiningu en 38 meðmæltir. Steinunn Valdís borg- arstjóri Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarfull- trúi tók við starfi borgarstjóra Reykja- víkur um mánaðamótin nóvember - desember. Samkomulag varð um ráðn- ingu Steinunnar Valdísar á fundi borg- arfulltrúa R-listans 10. nóvember sl. eft- ir að Þórólfur Árnason, borgarstjóri hafði sagt starfi sínu lausu. Steinunn Valdís hefur átt sæti í borg- arstjórn Reykjavíkurborgar frá árinu 1994. Hún átti sæti í viðræðunefnd þeirra stjórnmálaflokka sem stóðu að myndun R-listans fyrir borgarstjórnar- kosningarnar það ár. Hún hóf afskipti af félagsmálum á háskólaárum sínum, starfaði í Röskvu og var formaður stúd- entaráðs um skeið. Steinunn Valdís var formaður ÍTR í átta ár en tók við for- mennsku í skipulagsnefnd Reykjavíkur- borgar að loknum síðustu sveitarstjórn- arkosningum auk varaformennsku í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Steinunn Valdís á einnig sæti í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. e TÖLVUMIÐLUN H-LaUtT www.tm.is

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.