Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.11.2004, Blaðsíða 8

Sveitarstjórnarmál - 01.11.2004, Blaðsíða 8
Lýðheilsustöð og sveitarfélögin Unnið gegn þyngdaraukningu skólabarna Ákveðið hefur verið að Lýðheilsustöð taki höndum saman við sveitarfélögin í landinu um að vinna gegn ofþyngd barna. „Allt hefur áhrif, einkum við sjálf," eru einkunnarorð þróunarverkefnis sem Lýð- heilsustöð er að hleypa af stokkunum í samvinnu við sveitarfélögin í landinu. Verkefnið mun formlega hefjast í byrjun árs 2005 og lýkur fyrri hluta þess að tveimur árum liðnum en síðari hlutanum eftir sex ár. Jórlaug Heimisdóttir, verkefnis- stjóri hjá Lýðheilsustöb, segir að þótt gert sé ráð fyrir að hinu formlega verkefni eigi að Ijúka að tveimur árum liðnum þá sé um eilífðarverkefni að ræða og miðist hin formlegu verkefnislok við að þetta starf verði þá komið í fastar skorður. Ástæða til að hafa áhyggjur En hvers vegna er farið af stað með þetta verkefni? Jórlaug segir kunnara en frá þurfi að segja að hreyfingarleysi og rangt fæðu- val stuðli að ofþyngd fólks. „Á undanförn- um árum hefur mátt sjá vaxandi neikvæð áhrifaf þessum lífsvenjum á Vesturlöndum sem koma m.a. fram í aukinni þyngd barna á grunnskólaaldri. íslendingar eru engin undantekning að þessu leyti og full ástæða er til þess að hafa áhyggjur af þessari þróun. Því hefur nú verið ákveðið að Lýðheilsustöð efni til samvinnu við sveitarfélögin í landinu um að auka hreyf- ingu skólabarna og bæta næringu þeirra." Virk þátttaka skóla og foreldra Jórlaug segir að verkefnið miði að því að bæta aðstöðu til fjölbreyttrar hreyfingar fyrir öll börn, innan skóla sem utan, auka áhuga á henni og taka tillit til mismunandi áhuga og þarfa. Reynt verði að gefa börnum tækifæri til aukinnar hreyfingar á skóla- tíma og leitast við að uppfylla kröfur námskrár grunnskólans um þriggja stunda hreyfingu á viku og að bæta meiri hreyfingu inn f stundaskrá þar sem því verði komið við. Hvað varðar mataræði þá er þess ekki síst vænst að skólamötuneytin leggi þessu lið með áherslu á framboð á hollum og góðum mat í skóla- og tómstundastarfi. "En þótt arfélaga þar sem aðstæður eru ekki alls staðar þær sömu. Ég vil sérstaklega taka fram að í mörgum sveitarfélögum er verið að vinna vel í þessum málum og margt gott hefur verið gert á undanförnum árum sem ekki má vanmeta. Verkefnið miðast heldur ekki við það að koma bara með eitthvað nýtt heldur að efla og bæta það góða starf sem víða er hafið og sums stað- ar komið vel á veg." Jórlaug segir að gert sé ráð fyrir að sveitarfélögin leiði verkefnið en Lýðheilsu- stöð komi þar að með ýmsum hætti en þess utan óski Lýðheilsustöð eftir formlegu samstarfi við grunnskóla og leikskóla. Einnig mun verða falast eftir formlegu samstarf við heilsugæsluna, einkum þá starfsmenn sem sinna skólaheilsugæslu. Fylgst verður með árangri „Lýðheilsustöð mun vinna að kynningu á þessu verkefni, meðal annars með því að gangast fyrir ýmiss konar viðburðum," segir Jórlaug og bætir við að markmiðið með kynningarstarfinu sé að sem flestir landsmenn þekki verkefnið og geri sér grein fyrir mikilvægi þeirra þátta sem þar um ræðir. „Lýðheilsustöð mun skipuleggja fræðslu fyrir þau sveitarfélög sem taka þátt og halda sameiginlega fundi með þeim. Stöðin mun einnig kanna árangur verk- efnisins með stöðumati f upphafi verkefn- isins, og síðan aftur eftir tvö og sex ár. Þessi könnun verður tvíþætt. Annars vegar um það sem snýr að skólastarfi. Spurn- ingalistar verða sendirtil skólastjórnenda til að kanna framboð á hreyf- ingu og hollum mat og fræðslu um heilbrigða lífshætti fyrir nemendur og foreldra innan skólans. Hins vegar verður gerð könnun á heilsutengdum lífs- háttum 11, 13 og 15 ára barna. Þar verða kannaðir þættir sem snúa að barninu sjálfu, það er andleg og líkamleg Ifðan þess, matarvenj- ur, tómstundavenjur, auk viðhorfa til tóm- stunda og leikja," segir Jórlaug Heimis- dóttir. Jórlaug Heimisdóttir, verkefnisstjóri hjá Lýðheilsu- stöð. lögð verði áhersla á þessa þætti innan skólastarfsins og víðar þá þurfa foreldrarn- ir sjálfir auðvitað að koma við sögu því að ekkert vinnst án virkrar þátttöku þeirra." Samvinna við skóla og heilsugæslu En hvernig er fyrirhugað að sveitarfélögin komi að þessu verkefni? Jórlaug segir að gert sé ráð fyrir að hvert sveitarfélag, sem taka mun þátt í þessu þróunarverkefni með Lýðheilsustöð, móti eigin stefnu og aðgerðaáætlun um aukna hreyfingu og bætta næringu barna í Verkefnið miðast heldur ekki við það að koma bara með eitthvað nýtt heldur að efla og bæta það góða starf sem víða er hafið og sums staðar komið vel á veg. sinni heimabyggð. „Þar verður gengið út frá þörfum og aðstæðum á hverjum stað og tíma. Þess vegna gerum við ráð fyrir að verkefnin verði ólík á milli einstakra sveit- TOLVUMIÐLUN H-Laun vvww.tm.is 8

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.