Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.11.2004, Blaðsíða 10

Sveitarstjórnarmál - 01.11.2004, Blaðsíða 10
Sameiningarmál Öflugt sveitarstjórnarstig forsenda atvinnuuppbyggingar Jakob Björnsson segir að efla þurfi atvinnulíf á Eyjafjarðarsvæðinu og auka fjölbreytni þess. Einnig verði að efla sveitarstjórnarstigið, m.a. með sameiningu sveitarfélaganna á svæðinu. „Ég hefði kosið að sjá öflugri uppbyggingu í atvinnulífinu hér á svæðinu og örari fjölgun íbúa," segir Jakob Björnsson, formaður bæjarráðs Akureyrarkaupstaðar. „Þetta hefur þó þokast í rétta átt á undanförnum árum en hér er um verkefni að ræða sem raun- verulega tekur aldrei enda." Jakob segir að baráttan hafi ein- kennst af vörn um nokkurra ára skeið; einkum eftir að fjölmennar atvinnugreinar hafi nánast horfið af sjónarsviðinu á skömmum tíma. „Engu að síður tókst okkur að halda í horfinu en þessi varn- arbarátta, sem varð að heyja, hefur eðlilega sett nokkurt mark á framþróun atvinnulífsins og þar með möguleika til íbúfjölgunar." Höfum styrkt undirstöðurnar Jakob bendir á að Akureyrarkaupstaður hafi lagt sitt af mörkum til þess að gera bæinn eftirsóknarverðan til búsetu. Unnið hafi verið að því að styrkja undirstöður samfélagsins og innviði þess til þess að geta veitt íbúum þá þjónustu sem nútíma samfélag gerir kröfu um. „Ég tel að þetta hafi tekist ágætlega og sé þegar farið að skila umtalsverðum árangri en því er ekki að leyna að nauðsynlegt er að fá meiri fjölbreytni í atvinnulífið og fjölga störfum á Akureyri og á Eyjafjarðarsvæðinu sem heild. Atvinnumálin í landinu eru með þeim hætti að mun meiri þrýstingur er á sveitarfélög á landsbyggðinni um að koma með einhverjum hætti að atvinnu- málum en á höfuðborgarsvæðinu. Þau hafa reynt að bregðast við þessu með þeim ráðum sem þeim eru tiltæk, m.a. með því að styrkja innviði sína og bjóða aukna og betri þjónustu. Getu þeirra er þó mjög þröngur stakkur skorinn í þeim efnum." )akob Björnsson hlýöir á mál Þorkels Helgasonar orkumálastjöra á aöalfundi Eyþings 25. september sl. Eitt atvinnusvæði - eitt sveitarfélag En hvernig sér Jakob Akureyri og Eyjafjarðarsvæðið sem eina heild í framtíðinni? „Ég sé fyrir mér eitt samtengt atvinnusvæði. Samgöngur eru orðnar mjög góðar og sveitarfélög hafa verið að sameinast að undanförnu. Fyrir rúmum áratug voru 17 sveitarfé- lög á þessu svæði en nú eru þau tíu." Jakob segir að nú séu hafnar viðræður um að sameina Eyjafjarðarsvæðið í eitt sveitarfélag og nýlega hafi Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri verið falið að kanna áhrif slíkrar sameining- ar. „Þetta hefur farið hægt af stað en ég tel að niðurstöður könnunarinnar, sem eiga að liggja fyrir í byrjun desember, geti orðið mjög mikilvægt innlegg í um- ræðuna. Vissulega er um umtalsverða breytingu að ræða verði þetta svæði gert að einu sveitarfélagi eins og sameiningarnefnd sveitarfélaga leggur raunar til. Við eigum við einn vanda að glíma sem ekki er fyrir hendi annars staðar á landinu. Hann er sá að eitt sveitarfélagið, Akureyrarkaupstaður, er meira en tvisvar sinn- um fjölmennara en öll hin sveitarfélögin, frá Siglufirði í vestri til Grýtubakkahrepps í austri, til samans." Jakob segir að skoðanir séu skiptar um þetta á Eyja- fjarðarsvæðinu eins og annars staðar og fyrir mörgum sé um viðkvæmt mál að ræða. Þess vegna skipti undirbúningurinn svo miklu. Hann kveðst ekki á þessu stigi vilja spá um hvenær svo víðtæk sameining muni verða að veruleika. „Hugsanlega getur það orðið í sameiningar- kosningunum, sem eiga að fara fram á vori komanda en svo get- ur einnig farið að þetta þurfi meiri tíma og verði að eiga sér stað í einhverjum áföngum." „Ég vil einnig benda á að ýmsar undirbúnings- rannsóknir hafa þegar farið fram í Eyjafirði. Þar er ákjósanlegt hafnarstæði fyrir hendi í skipulagi og stór iðnaðarlóð." Ö TOLVUMIÐLUN H-Laun www.tm.is 10

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.