Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.11.2004, Blaðsíða 12

Sveitarstjórnarmál - 01.11.2004, Blaðsíða 12
Sameiningarmál Stóriðja næsti kostur Sér Jakob fyrir sér öflugan vinnuveitanda á borð við stóriðju á þessu svæði? „Já, tvímælalaust geri ég það. Stóriðjumálin hafa lengi verið til umræðu hér þótt ekki hafi verið farið af stað með slíka framkvæmd og aðrir staðir orðið fyrir valinu. Þetta mál hef- ur þó alltaf verið vakandi og nú hefur orðið vart við áhuga er- lendra aðila á að fjárfesta í stóriðju á Norðurlandi. Unnið er að könnun á möguleikum þess á að koma á fót svonefndri álþétta- verksmiðju á Akureyri og á nýlega afstöðnu ársþingi Eyþings flutti Þorkell Helgason orkumálstjóri erindi þar sem hann fjallaði m.a. um orkuöflun til orkufreks iðnaðar á þessu svæði, hvaða kostir væri í stöðunni og hvaða flutningsleiðir væri hagkvæmastar. Þótt þarna hafi verið um frumathuganir að ræða og fremur lagðar fram til þess að svara þeim spurningum sem óhjákvæmilega koma upp f þessu sambandi, þá voru niðurstöður hans á þá leið að hagkvæmast yrði að flytja orkuna til stóriðju á Eyjafjarðar- svæðinu. Ég vil einnig benda á að ýmsar undirbúningsrannsóknir hafa þegar farið fram í Eyjafirði. Þar er ákjósanlegt hafnarstæði fyrir hendi í skipulagi og stór iðnaðarlóð." Jakob tekur fram að öll þessi mál séu enn á undirbúningsstigi og því of snemmt að segja fyrir um hvenær framkvæmdir af þessum toga myndu hefjast. „Ég er engu að síður fullviss um að komi til orkufreks iðnaðar á Eyja- fjarðarsvæðinu myndi það gerbreyta allri aðstöðu í atvinnulegu tilliti. Uppbyggingin hér hefur einkum verið í kringum Háskólann á Akureyri sem er af hinu góða, en við þurfum á fjölbreytni að halda. Hér vantar störf fyrir fólk í iðnaði og svo myndu margfeld- isáhrifin af stórum vinnustað skila sér strax inn í umhverfið," segir Jakob og bendir á þau miklu umsvif sem orðið hafa á Austurlandi að undanförnu og séu enn að aukast. Öflugt sveitarfélag forsenda Jakob segir að menn megi þó ekki einskorða sig við einn þátt í þessari atvinnuuppbyggingu. Ekkert sé fast í hendi fyrr en gengið hafi verið frá öllum endum. Þess vegna verði að hlúa að hverju því sem til nýrrar atvinnustarfsemi heyri. Stórt og öflugt sveitarfé- lag myndi gegna veigamiklu hlutverki í því efni. „Það hefur kom- ið í Ijós, m.a. á Austurlandi, að stærri einingar á sveitarstjórnar- stiginu eru forsenda þess að unnt verði að ráðast í stórar fram- kvæmdir á sviði atvinnumála. Það hefur margoft komið fram að myndun Fjarðabyggðar var ein grunnforsenda stóriðjufram- kvæmdanna eystra og nú hafa íbúar á Héraði gengið öðru sinni til sameiningar sveitarfélaga á svæðinu. Af þessu getum við lært ávo og öðrum sameiningum sem átt hafa sér stað víðs vegar um landið," segir Jakob Björnsson. Fréttir Skagamenn horfa til Reykjavíkur Um 14% Akurnesinga nefndu Reykjavík í könnun sem Rann- sóknastofnun Háskólans á Akureyri gerði á meðal íbúa á Vestur- landi um afstöðu þeirra til sameiningar sveitarfélaga. Um 92% Skagamanna reyndust hlynnt sameiningu í einhverri mynd og horfa flestir þeirra til sameiningar við fjóra hreppa sunnan Skarðs- heiðar. Um 11% þátttakenda á Akranesi nefndu sameiningu við Borgarbyggð sem ákjósanlegan kost. Sameiningarnefnd sveitarfélaga hefur ekki gert tillögur um sameiningu Akraneskaupstaðar við önnur sveitarfélög. Nú fara fram viðræður um sameiningu fjögurra hreppa sunnan Skarðs- heiðar; Hvalfjarðarstrandarhrepps, Innri-Akraneshrepps, Leirár- og Melahrepps og Skilamannahrepps og er niðurstöðu þeirra við- ræðna beðið. Ekkert þessara fjögurra sveitarfélaga nær 200 íbúa marki og samanlagður íbúafjöldi þeirra er innan við 600. I Akra- neskaupstað búa hins vegar tæplega 6.000 manns eða um tífald- ur íbúafjöldi hreppanna fjögurra. Ef litið er til Vesturlands alls, eða þess svæðis sem könnun Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri náði til, eru sem fyrr segir 92% Akurnesinga hlynnt sameiningu en aðeins 8% andvíg. í Borgarbyggð eru 89% hlynnt sameiningu en 11% andvíg og í Borgarfjarðarsveit eru 88% hlynnt sameiningu en 12% andvíg. Nú standa yfir viðræður á milli Borgarbyggðar og Borgarfjarðar- sveitar um sameiningu auk þriggja annarra sveitarfélaga í Borg- arfirði norðan Skarðsheiðar. 12 Ö TÖLVUMIBLUN H-LaUtl wwvv.tm.is

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.