Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.11.2004, Blaðsíða 16

Sveitarstjórnarmál - 01.11.2004, Blaðsíða 16
Seyðisfjarðarkaupstaður Gróska í ferða- og menningarmálum Tryggvi Harðarson, bæjarstjóri á Seyðisfirði, kveðst vonast til að uppbyggingin á Austurlandi skili ein- hverju til Seyðisfjarðar. Sveitarfélögin séu hins vegar mörg illa sett og sé það grafalvarleg staða. „Við erum bjartsýn og getum sagt að fjár- hagsstaðan sé viðunandi. Því er þó ekki að leyna að staða sveitarfélaganna er al- mennt ekki góð. Þegar svo er komið að fjórðungur sveitarfélaganna í landinu er kominn á válista hjá eftirlitsnefnd félags- málaráðuneytisins þá er staðan grafalvar- leg og virðist fara versnandi ár frá ári," segirTryggvi Harðarson, bæjarstjóri á Seyðisfirði, staddur á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna aðspurður um stöðu Seyðisfjarðarkaupstaðar. Hann kveðst þó ekki vera að kvarta fyrir hönd þess sveitar- félags sem hann starfar fyrir heldur standi sveitarstjórnarmenn almennt frammi fyrir þeirri staðreynd að annað hvort verði að auka tekjur sveitarfélaganna eða skera þjónustu þeirra niður. „Þetta er einfaldlega sú staða sem sveitarfélögin standa frammi fyrir nú og verði engar breytingar á öðrum hvorum þessara þátta þá kemur að því að sveitarfélögin lenda upp til hópa í gjör- gæslu ríkisvaldsins. Þá myndi það koma í ríkisins hlut að fara að reka sveitarstjórnar- stigið. Það er ekki gæfuleg framtíðarsýn. Við á Seyðisfirði stöndum hvorki betur né verr en mörg önnur sveitarfélög að þessu leyti en ég held að flestum eða öllum sé að verða Ijóst að til einhverra aðgerða verður að grípa." Tryggvi Haröarson, bæjarstjóri á Seyöisfirði. aldrei verið tryggður vegna þess að kostn- aðaraukinn, bæði vegna launa og alls að- búnaðar í skólunum, hafi reynst of mikill miðað við þær tekjur sem ætlaðar voru til rekstrarins. Það verði að laga. Vonumst eftir hóflegri íbúafjölg- un en vonumst engu að síður til þess að bætt atvinnuástand á svæðinu og auknir mögu- leikar verði til þess að fólk flytji í meira mæli út á landsbyggðina. Ég er að vona að við fáum það sem ég vil kalla hóflega aukningu. Þá er erfitt fyrir sveitarfélög að taka við mjög örri fjölgun íbúa. Skjót íbúafjölgun er afar kostnaðarsöm fyrir hvaða sveitarfélag sem er og erfið í fram- kvæmd vegna þess að tekjurnar af nýjum íbúum skila sér á löngum tíma en kostn- aðurinn fellur strax til." Ferjuhöfnin skiptir miklu Tryggvi segir að mikil gróska hafi verið í ferða- og menningarmálum að undan- förnu. „Ferjuhöfnin skapar okkur mögu- leika á sviði ferðamála og hér er rekin öflug útgerð og fiskvinnsla. Rekstur ferj- unnar skiptir mjög miklu fyrir okkur, ekki síst núna þegar ferjusiglingar eru hafnar á ársgrundvelli en ekki aðeins um sumar- tímann eins og verið hefur. Að vísu er minna um fólksflutninga yfir veturinn en þá er gert út á að sinna fraktflutningum í meiri mæli. Þegar er farið að flytja talsvert af ferskum fiski með ferjunni auk annarra vöruflutninga til og frá landinu. Við von- um að þessi starfsemi gangi vel og eigi eftir að aukast." Óttinn við gjörgæsluna ýtir á ríkisvaldið Tryggvi segir að ef til vill sé óttinn við gjörgæsluna eini þrýstingurinn sem dugi til að ríkisvaldið komi í fullri alvöru að því að leysa rekstrarvanda sveitarfélaganna. Að öðrum kosti sé engin önn- ur leið fær en draga úr þjón- ustunni. Það verði hins vegar ákaflega óvinsælt á meðal íbúa sveitarfélaganna og eng- in sveitarstjórn sé í raun tilbú- in til þess að fara hana ótil- neydd. Tryggvi bendir á að grunnskólinn hafi verið að eflast á undanförnum árum og tekið stakkaskiptum eftir að sveitarfélögin tóku við rekstri hans. Hins vegar megi halda því fram að fjárhagsgrundvöllurinn hafi Nú eru um 740 íbúar á Seyðisfirði og hef- ur þeim farið heldur fækkandi á liðnum árum. Tryggvi segir að nú standi vonir til að nokkuð fari að rétta úr kútnum. íbúa- fjöldinn hafi staðið í stað að undanförnu og vonir standi til að það fari að fjölga aft- ur. Þegar Tryggvi er spurður um hvort eitt- hvað sérstakt geti ýtt fjölgun íbúa úr vör bendir hann á að Seyðisfjörður sé á jaðar- svæði stóriðjuframkvæmdanna á Austur- landi. „Við erum ekki beint í hringiðunni Ýmsar aðrar lagfæringar Tryggvi segir að bygging ferjuhafnarinnar hafi verið stærsta einstaka verkefni Seyðis- fjarðarkaupstaðar á þessu kjörtímabili. Hafnargerðin hafi kostað nálægt 600 milljónum króna og þar af sé hlutur sveit- arfélagsins vel á annað hundrað milljónir. „Við höfum lagt upp með að tekjur af ferjusiglingun- um eigi að standa undir þeim kostnaði sem bæjarfélagið hef- ur haft af hafnargerðinni. Ef vetrarsiglingarnar heppnast þá sé ég ekki annað en að það dæmi gangi vel upp sem að öðrum kosti hefði staðið nokkuð tæpt." Tryggvi segir að þessi stóra framkvæmd hafi kallað á ýmsar hliðarframkvæmdir sem ekki teljist beint til verksins sjálfs, en séu engu að Ég sé hins vegar fyrir mér sameiningu allra sveitar- félaga á Mið-Austurlandi sem tæki yfir Firðina, Héraðið, allt norður á Vopnafjörð og suður á Djúpavog. 16 tölvumiðlun H-Laun www.tm.is

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.