Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.11.2004, Blaðsíða 17

Sveitarstjórnarmál - 01.11.2004, Blaðsíða 17
Margt eldri húsa er á Seyðisfirði enda stendur bærinn á gömlum merg. síður nauðsynlegar. Kostnaðurinn af þeim leggist hins vegar alfarið á bæjarsjóð. Bættar samgöngur og „Stór-Austurland" Miklar breytingar hafa átt sér stað að und- anförnu á skipan sveitarfélaga á Austur- landi, nú síðast með sameiningu þriggja sveitarfélaga á Héraði. Seyðisfjörður stendur hins vegar enn utan sameiningar og sameiningarnefnd sveitarfélaga hefur ekki gert tillögu um sameiningu Seyðis- fjarðarkaupstaðar við önnur sveitarfélög að öðru leyti en að benda á að beinast liggi við að sameina kaupstaðinn hinu nýja sveitarfélagi á Héraði. En spurningin er hvort Seyðisfjarðarkaupstaður eigi land- fræðilega samleið með öðrum sveitarfé- lögum og þá hverjum? Tryggvi segir Seyð- isfjörð vissulega eiga samleið með öðrum sveitarfélögum á Austurlandi í framtíðinni og þegar sé um umtalsverða samvinnu að ræða. í því sambandi megi nefna starfsemi skólaskrifstofu fyrir Austurland, sem mikill fengur sé að. Hins vegar verði ekki horft framhjá því að landshættir séu með þeim hætti að samgöngur séu erfiðar, einkum yfir vetrartímann. „Meðan svo háttartil þá náum við mjög lítilli samnýtingu á mörg- um sviðum. Það vinnst ekki mikið með sameiningu þegar þarf að reka kjarnastarf- semi á hverjum stað fyrir sig vegna sam- gönguörðugleika. Ég held að forsenda þess að fara út í frekari sameiningu séu samgöngubætur og þá gangagerð. Menn hafa verið að horfa til þess að tengja Aust- firðina saman. Verið er að tengja Fá- skrúðsfjörð og Reyðarfjörð með göngum og farið er að ræða um að tengja Norð- fjörð við Eskifjörð með nýjum göngum. Þaðan liggur leiðin síðan um Mjóafjörð til Seyðisfjarðar. Þetta er sú leið sem verður að skoða. Ibúar svæðisins vilja fá svör um hvernig samgöngum verður háttað í nán- ustu framtíð. Ef þessi samgöngutenging yrði að veruleika þá sé ég lítið því til fyrir- stöðu að sameina Seyðisfjarðarkaupstað við Fjarðabyggð. Ég held og það sé skoð- un margra að Seyðisfjarðarkaupstaður eigi að mörgu leyti meiri samleið með fjörð- unum en Héraði. Ég sé hins vegar fyrir mér sameiningu allra sveitarfélaga á Mið- Austurlandi sem tæki yfir Firðina, Hérað- ið, allt norður á Vopnafjörð og suður á Djúpavog. Það yrði alvöru sveitarfélag og þá yrðu Austfirðir þriðja kjarnasvæðið á landinu. Þessi framtíðarsýn byggist auðvit- að á því að samgöngur verði greiðar þannig að hægt sé að mynda eitt atvinnu- og þjónustusvæði og einnig félags- og menningarsvæði í landshlutanum. Slíkt sveitarfélag myndi standa saman af mörg- um byggðakjörnum en mynda eina samfé- lagslega heild. En ef við horfum til fram- tíðarinnar, til stórbættra samgangna í fjórðungnum og öflugrar atvinnustarfsemi, þá ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að myndast gæti 15 til 20 þúsund manna samfélag í einu sveitarfélagi hér á Austur- landi. Ég held að það sé sú lágmarksstærð sem þarf til þess að ná hagkvæmnismörk- um rekstrarlega. Stundum er talað um að 30 þúsund sé lágmarksíbúafjöldi sveitarfé- lags og menn sjá t.d. enga ástæðu til að hvetja til frekari sameiningu sveitarfélaga þegar þeirri stærð er náð. En miðað við aðstæður hér á landi þá held ég að við næðum góðum árangri ef okkur tækist að mynda hér 15 til 20 þúsund manna sveit- arfélög þar sem landshættir koma ekki beinlínis í veg fyrir að sh'kt sé mögulegt." Tryggvi bregður á leik og kveðst sjá fyrir sér þrjá meginbyggðakjarna á landinu; „Stórhafnarfjarðarsvæðið", enda er hann Hafnfirðingur í húð og hár, Eyjafjarðar- svæðið og síðan Mið-Austurland eða „Stór-Austurland" auk minni kjarna og smærri byggðarlaga út frá þessum megin- kjörnum. Seyðisfjarðarkaupstað hefur enn ekki tekist að Ijúka byggingu nýs grunnskóla og þvf er kennt íþeim gamla, sem er um aldargamall. SFS TÖLVUMIÐLUN www.tm.is ---- 17

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.