Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.11.2004, Blaðsíða 19

Sveitarstjórnarmál - 01.11.2004, Blaðsíða 19
Mánuðirnir frá febrúar til apríl eru dýrðlegir. Á vélsleða f nágrenni Seyðisfjarðar. og listum. Hópur listamanna og áhuga- manna stofnuðu félagsskap sem nefnist Skaftfellshópurinn og er opinn öllum þeim sem áhuga hafa. Grfðarlega mikil sjálfboðavinna hefur átt sér stað og í bland við fjármagn af fjárlögum Alþingis hefur tekist að byggja upp einstaka mið- stöð myndlistar. í húsinu er veitingahús á jarðhæð, sýningarsalur á annarri hæð og vinnustofa og íbúð fyrir listamenn á efstu hæðinni. Skaftfell er vel þekkt meðal lista- manna, bæði hér á landi og erlendis. Sveitarfélögin á Austurlandi (SSA) gerðu með sér samning um menningarmál og gengu til samninga við hið opinbera um fjármagn. í þeim samningi er gert ráð fyrir fjórum menningarmiðstöðvum á fjórum stöðum og er Skaftfell skilgreind sem mið- stöð myndlistar á Austurlandi. Unnið hef- ur verið að þróun miðstöðvanna þannig að á Eskifirði er miðstöð tónlistar, á Egils- stöðum verður miðstöð sviðslista og á Höfn er miðstöð ritlistar. Stefnt er að því að hver miðstöð sinni öllu svæðinu með sérfræðiráðgjöf, námskeiðshaldi o.fl. á sínu sérsviði. í kjölfar menningarsamn- ingsins var Menningarráð Austurlands stofnað sem hefur fjölþætt starfssvið á sviði menningarmála, m.a. vinnur starfs- maður ráðsins að samstarfi á fjórðungsvísu og einnig að samstarfsverkefnum á milli aðila á Austurlandi og Vesterálen í Noregi svo dæmi séu tekin." Á seyði 10 ára Listahátíðin Á seyði hefur verið haldin frá því 1995 er kaupstaðurinn hélt upp á 100 ára afmæli sitt. Aðalheiður segir fjölmarga listamenn, innlenda sem erlenda, hafa lagt leið sína til Seyðisfjarðar með listsköpun sína í farteskinu. „Árið 2005 er merkisár þar sem listahátíðin verður 10 ára og kaupstaðurinn 110 ára. Það er eitt af verk- efnum vetrarins að undirbúa hátíðarhöld af þessu tilefni. Stefnt er að því að halda myndlistarsýningar víða um bæinn og há- tíðirnar í hátíðinni „Bláa kirkjan, LungA, Karlinn í tunglinu og Norskir dagar" verða færðar í sparibúning, svo mikið er víst." Aðalheiður segir Seyðisfjarðarkaupstað hafa staðið myndarlega að uppbyggingu ferða- og menningarmála, lagt hafi verið fjármagn í undirstöður sem tryggi þeim, sem starfa í þessum mjög svo tengdu greinum, betri aðstöðu til að þroska sig. Þar með sé hægt að bjóða upp á betri þjónustu sem nýtist, hvort heldur um er að ræða bæjarbúa sjálfa eða gesti þá er sækja Seyðisfjörð heim. Til og frá Seyðisfirði er greið leið r til helstu staða á Islandi og í Evró Upplýsingamiðstöð Ferjuleiru, sími 472-1551 netfang: ferdamenning@sfk.is Nánar á www.sfk.is

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.