Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.11.2004, Blaðsíða 23

Sveitarstjórnarmál - 01.11.2004, Blaðsíða 23
hendur sveitarstjórnar nýs sveitarfélags að taka ákvarðanir. Gegn þessu má benda á að samþykkt sameiningartillögu getur falið í sér viðurkenningu á störfum fyrri sveitar- stjórna og málefnaskrá og því mæli lýð- ræðisleg sjónarmið ekki gegn því að til- lögur málefnaskrár séu framkvæmdar sem fyrst. Jafnframt má segja að það sé nokkuð ólýðræðislegt að sveitarstjórn nýs sveitar- félags sé bundin af ýmsum langtímasamn- ingum fyrri sveitarstjórna lengra fram á kjörtímabil hennar en nauðsynlegt er. Þá getur það verið eðlilegt sjónarmið að stigið sé varlega til jarðar í starfs- mannamálum og í málefnum tengdum þjónustusamningum enda getur atvinnu- ástand verið viðkvæmt og mikilvæg þekk- ing starfsmanna getur tapast, t.a.m. á stað- bundnum málefnum. Á móti þessu verður að benda á að við sameiningu sveitarfé- laga eru sumar ákvarðanir óumflýjanlegar og því ætti ekki að draga þær. Könnun á skuldbindingum við sameiningu Sameining sveitarfélaga felur í sér að nýtt sveitarfélag verður til sem ber skyldur og á réttindi þeirra eldri. Gildir þetta jafnt þó að framkvæmd sameiningar líkist mest yfirtöku, t.a.m. þegar mjög fámennt sveit- arfélag sameinast fjölmennu sveitarfélagi. Sveitarfélög velta oft hundruðum milljóna króna á ári hverju og sum milljörðum. Að nokkru leyti má Ifkja sameiningu sveitarfé- laga við aðilaskipti eða samruna fyrir- tækja. Við undirbúning slíkra gerninga, einkum þegar miklir fjárhagslegir hags- munir eru í húfi, tíðkast að fram fari áreið- anleikakönnun á því fyrirtæki sem keypt er eða þeim fyrirtækjum sem renna sam- an. Athugunin tekur m.a. til rekstrarlegra og lögfræðilegra atriða, s.s. varðandi skuldbindingar fyrirtækis til langs eða skamms tíma. Áreiðanleikakannanir eru gerðar með fjárhagslega hagsmuni hlut- hafa fyrirtækja í huga, þ.e. eigenda. Með hliðsjón af samlíkingunni hér að framan, mælir margt með því að heildstæð athug- un á skuldbindingum sveitarfélaga fari fram við undirbúning sameiningar sveitar- félaga. Sú athugun getur haft grundvallar- þýðingu þegar kemur að því að forgangs- raða þeim ákvörðunum sem taka þarf við framkvæmd sameiningar, hvort sem er fyr- ir fráfarandi sveitarstjórnir eftir að samein- ingartillaga hefur verið samþykkt eða fyrir nýja sveitarstjórn í kjölfar gildistöku sam- einingar. Síðast en ekki síst er athugun af þessu tagi í þágu „eigenda" sveitarfélag- anna, almennings. Landsfundur byggingafulltrúa Framkvæmdir eru háðar leyfi sveitarstjórna Allar stærri framkvæmdir eru háðar leyfi og eftirlitsskyldu sveitarfélaga. Undir þetta heyra m.a. allar matsskyldar framkvæmdir, allar tilkynningaskyldar framkvæmdir og efnistaka. Þetta kom skýrt fram í athyglisverðu erindi frá Skipulagsstofnun um framkvæmdaleyfi og eftirlit á landsfundi Félags byggingafull- trúa, sem haldinn var í Reykholti í Borgar- firði 23. og 24. september sl. í erindinu kom fram að aðalskipulag sé ein þeirra meginforsendna sem sveitar- stjórnir þurfa að taka mið af. Fram- kvæmdaleyfi þurfi alltaf að vera í sam- ræmi við aðalskipulag auk þess sem fram- kvæmd geti talist þess eðlis að deiliskipu- lag viðkomandi svæðis verði að liggja fyr- ir áður en framkvæmdaleyfi er veitt. Ef framkvæmd er háð mati á umhverfisáhrif- um verður framkvæmdaleyfi að vera í samræmi við niðurstöður slíks mats. Nauðsynlegt er vegna framkvæmdaleyfa að fyrir liggi skýr vísun í þá uppdrætti sem samþykktir hafa verið og snerta viðkom- andi framkvæmd og leyfisveitingu fyrir henni og einnig að fyrir liggi skýr upptaln- ing þeirra skilyrða sem viðkomandi leyfis- veiting var háð. Gjaldtaka í samræmi viö kostnað Eftirlit með framkvæmdum felur í sér að ákveðið eftirlit er haft með að fram- kvæmdum sé háttað í samræmi við útgef- in leyfi. Einnig að úrskurðum um mat á umhverfisáhrifum sé fylgt eftir auk þess að ekki sé farið út fyrir mörk aðalskipulags og deiliskipulags viðkomandi framkvæmda- svæða. Gjaldtaka fyrir leyfisveitingu og eftirlit má aldrei vera hærri en það sem nemur kostnaði viðkomandi sveitarfélags við útgáfu, undirbúning, yfirferð hönnun- argagna og eftirlit og skal gjaldtaka vera í samræmi við gjaldskrá sem sveitarstjórn setur og birt er í B-deild stjórnartíðinda. Byggingaframkvæmdir í Snæfellsbæ. SFS © TÖLVUMIÐLUN www.tm.is 23

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.