Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.11.2004, Blaðsíða 27

Sveitarstjórnarmál - 01.11.2004, Blaðsíða 27
Neikvæð afkoma 69 sveitarfélaga Á árinu 2003 sýndi aðeins 31 sveitarfélag jákvæða afkomu á meðan hún var neikvæð hjá 69 sveitarfélögum. Cunnlaugur Júlíusson, sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveit- arfélaga, flutti yfirlit um fjárhagslega af- komu sveitarfélaganna á árinu 2003 á fjármálaráðstefnu sambandsins 1. nóvem- ber sl. í upphafi gat hann þess að breytt reikningsskil gefi nú betri upplýsingar um rekstur og afkomu sveitarfélaganna. Gjald- færð fjárfesting sé horfin og einnig verð- breytingafærslur. Eignir séu nú afskrifaðar og eignasjóður settur upp fyrir eignir hvers sveitarfélags auk þess sem leiga eigna sé tekin inn í rekstur viðkomandi málaflokka. Talnalegur samanburður sé því mjög erfið- ur þegar tekið er mið af mismunandi upp- gjörsaðferðum fyrir og eftir breytinguna á reikningsskilum sveitarfélaganna. Launagreiðslur koma nákvæmlega fram Hann sagði að hin nýju reikningsskil gefi engu að síður nýja og aukna möguleika á öflun upplýsinga um fjárhag sveitarfélag- sýni þá jákvæða fjármunaveltu en 33 nei- kvæða. Rekstur stofnana í járnum Gunnlaugur rakti einnig afkomu stofnana sveitarfélaganna; rekstur félagslegra fbúða, hafnarsjóða og veitustofnana. Þar kom fram að rekstur félagslegra íbúða ásamt Félagsbústöðum batnaði heldur á milli ár- anna 2002 og 2003 og nokkuð dró úr halla en eigið fé dróst nokkuð saman á milli áranna. Sé Félagsbústöðum sleppt er rekstrarniðurstaða ársins einnig nokkru skárri en verulega hefur hallað á eiginfjár- stöðu. Rekstrarniðurstaða hafnarsjóða sveitarfélaganna var mun skárri á árinu 2003 en árinu á undan þótt enn sé um nokkurn rekstrarhalla að ræða. Eiginfjár- staða þeirra er hins vegar jákvæð og batn- aði nokkuð á milli ára. Rekstrarniðurstaða vatnsveitna batnaði verulega á milli við- miðunaráranna en eiginfjárstaða versnaði nokkuð. Rekstrarstaða hitaveitna batnaði Cunnlaugur Júlíusson skýrir afkomu sveitarfélag- anna á fjármálaráðstefnunni. einnig en nokkuð dró úr styrkleika eigin- fjárstöðu. Ekki er til samanburður yfir frá- veitur á milli áranna 2002 og 2003 en nokkur halli var á rekstri þeirra á árinu 2003 og eiginfjárstaða þeirra er neikvæð. Rekstur samrekinna veitustofnana með Orkuveitu Reykjavíkur versnaði nokkuð á milli ára án þess að um hallarekstur væri að ræða en eiginfjárstaða styrktist nokkuð. Ef Orkuveita Reykjavíkur er skilin frá hefur rekstrarstaða heldur versnað en eiginfjár- staða samrekinna veitustofnana styrkst verulega. . Nákvæmar upplýsingar um fjárhagsþróun sveitarfélaganna má finna í Árbók sveitar- félaga og einnig myndrænar upplýsingar frá Gunnlaugi Júlíussyni á vefsíðu Sam- bands íslenskra sveitarfélaga undir fjár- málaráðstefna. Þróun tekna sveitarfélaganna frá 1997 til 2004. anna. Rekstur þeirra sé gerður upp eftir brúttóreglu. Launagreiðslur komi ná- kvæmlega fram og raunkostnaður við ein- stakar rekstrareiningar komi mun skýrar í Ijós auk þess sem dregin séu fram skarpari skil á milli daglegs rekstrar og rekstrar eigna. Gunnlaugur ræddi rekstrarafkomu sveitarfélaganna sérstaklega og sagði að 31 sveitarfélag hafi sýnt jákvæða afkomu á árinu 2003 á meðan hún hafi verið nei- kvæð hjá 69 sveitarfélögum. Þegar litið sé yfir veltufé frá rekstri sveitarfélaganna snú- ist dæmið nokkuð við því 66 sveitarfélög Skipting rekstrarkostnaðar sveitarfélaganna á árinu 2003. □ Félagsþjcnusta □ Fræöslu- og uppeldismál □ Menningarmál □ Æskulýös-og íþróttamál ■ Brunamál og almannavamir □ Hreinlætismál ■ Skipulags- og þyggingamál □ Umferöar- og samgögnumál ■ Umhverfismál □ Sameiginlegur kostnaöur □ Annaö TOLVUMIÐLUN SFS www.tm.is 27

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.