Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.11.2004, Blaðsíða 30

Sveitarstjórnarmál - 01.11.2004, Blaðsíða 30
Landshlutasamtökin Sameiningarmál, atvinnumál og fjármál sveitarfélaga Sameiningarmálið, atvinumál á Suðurnesjum og fjármál sveitarfélaga voru til umræðu á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS). Umræður um sameiningu sveitarfélaga settu nokkurn svip á aðal- fund Samtaka sveitarfélaga á Suðurnesjum sem haldin var í Fræðasetrinu í Sandgerði 30. október sl. Einkum komu fram at- hugasemdir við tillögur sameiningarnefndarinnar um að sameina allt Reykjanes í eitt sveitarfélag í máli sveitarstjórnarmanna úr Grindavíkurbæ og úr Sveitarfélaginu Garðinum en skoðanir munu nokkuð skiptar um málið á þessum stöðum auk Sandgerð- isbæjar. Þrjú sveitarfélög af fimm á Suðurnesjum höfðu þá þegar svarað tillögu sameiningarnefndarinnar á þann veg að skipan sveitarfélaga væri í góðu lagi á Suðurnesjum og því ekki ástæða til þess að breyta henni að svo komnu máli. Þau eru Sandgerðis- bær, Sveitarfélagið Garður og Grindavíkurbær. Sveitarstjórn Vatnsleysustrandarhrepps hefur á hinn bóginn ákveðið að efna til kynningar á sameiningarmálinu og skoðanakönnunar á meðal íbúanna að henni lokinni. Stóriðja í stað varnarliðsins Atvinnumál voru einnig til umræðu á aðalfundi SSS. Taldi fundur- inn löngu tímabært að sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum fái ná- Frá aðalfundi SSS í Sandgerði. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, ber fram fyrirspurn kvæmar upplýsingar um stöðu og framtíð varnarliðsins og fyrir- hugaða þróun mála þar á næstu árum. Aðalfundurinn minnti á kosti Reykjaness fyrir stóriðju og hvatti ráðherra iðnaðarmála til að horfa þangað í meiri mæli þegar um uppbyggingu orkufreks iðnaðar er að ræða. Fundurinn minnti á mikla grósku í ferðamál- um á Reykjanesi og lagði áherslu á mikilvægi áframhaldandi uppbyggingar, m.a. með því að uppbygging á starfsemi Flug- stöðvar Leifs Eiríkssonar verði unnin í góðu samræmi við heima- menn. Efling mennta- og heilbrigðismála Aðalfundur SSS minnti á stöðuga fjölgun nemenda sem stunda fjarmál frá Suðurnesjum og lagði ríka áherslu á að ríkisvaldið tryggi fjármuni til þess að standa undir kostnaði af námi á há- skólastigi um allt land. Fundurinn lagði einnig áherslu á að Mið- stöð símenntunar á Suðurnesjum fái sambærileg framlög til rekstrar og uppbyggingar og aðrar símenntunarstöðvar á landinu. Aðalfundur SSS fagnaði viljayfirlýsingu heilbrigðisráðherra og Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja um framtíðarsýn heilbrigðismála á Suðurnesjum og skoraði jafnframt á ríkisvaldið að fylgja fast eft- ir þeirri framtíðarsýn sem þar er mótuð með þeim fjárframlögum sem til þarf, bæði til framkvæmda og rekstrar. Mikilvægt að Ijúka tekjustofnaviðræðunum Aðalfundur SSS taldi nauðsynlegt að sveitarfélögunum verði tryggðar tekjur til þess að standa undir verkefnafærslu frá ríkinu til sveitarfélaganna og að ákvörðun um breytingar á tekjustofnum verði lagðar fram áður en afstaða verði tekin til tillagna um sam- einingu sveitarfélaga. Fundurinn taldi mikilvægt að Ijúka viðræð- um ríkisvaldsins og sveitarfélaganna í landinu um tekjuskiptingu þessara tveggja stjórnsýslustiga og styrkja fjárhag sveitarstjórnar- stigsins. 30 tölvumiðlun H-Laun www.tm.is

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.