Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.2004, Blaðsíða 4

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2004, Blaðsíða 4
Efnisyf irlit Jöfnunarsjóður: Akureyrarkaupstaður og Reykjanesbær hæstir Jöfnunarsjóður Akureyrar- kaupstaður og Reykjanesbær 4 hæstir Forystugrein: Þórður Skúlason ........................ Yfir 3.000 íbúar og fjarnám í öllum landshlutum . . . . Rúmlega 4.200 fengu launahækkun ...................... Gísli formaður Hafnasambands sveitarfélaga ........... Foreldrar eru bestir í forvörnum ..................... Landshlutasamtökin: SSNV: Orkufrekur iðnaður og bætt þjóðvegakerfi . Eyþing: Orkuöflun vegna stóriðju ................. Sveitarfélagið Árborg í fararbroddi .................. Nefnd um strandsiglingar ............................. Viðtal mánaðarins: Árlegt landsþing í stað fulltrúaráðs Litið um öxl: Myndi velja þennan vettvang á ný........ Landsþing: Enginn verkefnaflutningur án sáttar um tíma og fé Fólk áttar sig á kostum stærri sveitarfélaga ..... Frestun ef tekjustofnanefnd hefur ekki lokið störfum Tekjustofnanefndin komin á skrið ................. í 30 mínútna aksturslengd ........................ Þjónustutilboð til sveitarfélaga vegna forvarna ...... Mikilvægt alþjóðlegt tækifæri ........................ 5 6 8 8 8 10 11 12 12 14 16 20 21 21 22 23 24 26 Jöfnunarsjóður sveitarfélaga mun úthluta rúmum 1.588 milljónum króna á þessu ári til sveitarfélaga vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti samkvæmt reglugerð nr. 80 frá 2001. í reglugerðinni segir að Jöfnun- arsjóður sveitarfélaga skuli greiða sveitar- félögum framlög til að jafna tekjutap ein- stakra sveitarfélaga vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti í kjölfar breytingar á álagningarstofni mannvirkja, sbr. 4. gr. laga nr. 144 frá 2000 um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Akureyrarkaupstaður fær hæsta fram- lagið vegna tekjutaps af fasteignasköttum, samkvæmt útreikningum byggðum á reglugerðinni frá 2001 eða alls um 124,8 milljónir. Reykjanesbær er næstur í röð- inni með 109,4 milljónir, ísafjarðarbær fær 85,1 milljón og Sveitarfélagið Skaga- fjörður tæpar 72,2. Sveitarfélagið Árborg fær 69,9 milljónir, Vestmannaeyjabær 66,4 milljónir, Fjarðabyggð 62,5 milljónir, Akraneskaupstaður tæpar 39,7 milljónir og Snæfellsbær 36,7 milljónir. Öll sveitar- félög á landinu utan Reykjavíkurborgar, Kópavogsbæjar og Hafnarfjarðarkaupstað- ar hljóta jöfnunarframlög vegna skertra tekna af fasteignasköttum. Framlög Jöfnunarsjóðs til einstakra sveitarfélaga reiknast sem mismunur á fasteignamati og álagningarstofni í hverju sveitarfélagi, margfaldaður með álagning- arprósentu fasteignaskatts viðkomandi sveitarfélags eins og hún var árið 2000. Álagningarstofnar hafa breyst mun meira utan höfuðborgarsvæðisins vegna breytinga á fasteignamati sem skýrir dreif- ingu jöfnunarfjárins til einstakra sveitar- félaga. 4 tölvumiðlun H-Laun www.tm.is

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.